1. umferð í lyfjameðferð... ekkert mál!

Þá er fyrsta umferð í lyfjameðferðinni búin. Þetta gekk bara alveg hreint glimrandi... var bara ekkert mál...  Hér kemur dagatalið fyrir þessa fyrstu 5 daga. 

 

Dagur 1: tók æluvarnarlyfið kl 23:30 og svo Temodarið um miðnætti. Átti svo að fara beint að sofa en það gekk ekki mjög vel að sofna þar sem ég var svo spenntur (ekki stressaður) yfir því hvort még mundi finna fyrir einhverju þegar lyfin myndu byrja að virka. Var að spá í hvort að ég yrði allur grænn og myndi breytast í „The incredible Hulk“!... en ekkert gerðist þannig að ég fór bara að sofa. Vaknaði hress og kátur daginn eftir og tók aftur æluvarnarlyf kl. 8. Fann enga breytingu á sjálfum mér það sem eftir var dags.  

 

Dagur 2: tók æluvarnarlyfið kl 23:30 og svo Temodarið um miðnætti... steinsofnaði... svaf eins og röndótt rolla (Guðrún sagði meira að segja að ég hafði jórtrað)... vaknaði og tók æluvarnarlyfið kl. 8. Fann enga breytingu á sjálfum mér það sem eftir var dags. Var á þessu stigi farinn að spá í hvort að ég hefði fengið rétt lyf! Virkni lyfsins voru nefnilega eins og ég væri að taka gúmmí-bangsa-vítamín fyrir krakka!  

 

Dagur 3: tók æluvarnarlyfið kl 23:30 og svo Temodarið um miðnætti... steinsofnaði... svaf eins og sveittur selur... vaknaði og ákvað að taka „EKKI“ æluvarnarlyfið kl. 8 !!! Klukkan 11 komst ég að því að það voru mistök, og í fyrsta skipti fann ég Temodarið var greinilega að gera eitthvað því að þá var ég bæði kominn með hausverk og ógleði! Tók því æluvarnarlyfið í snartri, og var orðinn góður um hádegi. Fór út að hlaupa um kvöldið og hljóp 5 km. Það var hressandi og gott. Át eins og hungraður hestur um kvöldið  

 

Dagur 4: Eins og dagur 2... nama að ég jórtraði ekki um nóttina!  

 

Dagur 5: Lokaskammturinn tekinn um kvödið. Vaknaði hress og kátur... kyssti Guðrúnu og gaf krökkunum sleikjó í tilefni dagsins!  

 

Niðurstaða: Þetta var ekkert mál!... nú fæ ég pásu í 3 vikur... þyrja svo á 2. Umferð af lyfjameðferðinn í lok mánaðarins, þá verður lyfjaskammturinn aukinn um 33% og ég ætla rétt að vona að það verði eitthvað meira fjör þá! :)  

 

Brosandi kveðjur... Þórir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snillingur.

Kolla og Einar,Mývatnssveit (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 08:24

2 identicon

Súpergott :)

Helga Þorsteinsd (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 09:05

3 identicon

Aldeilis frábært! ...þú klikkar ekki á húmornum frekar en fyrri daginn!

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 09:25

4 identicon

Gott að heyra að þessi fyrsti lyfjaskammtur fór vel í þig - svo er bara um að gera að taka ÖLL lyfin sem læknirinn gefur þér ... ekkert þykjast vera einhver stór kall og sleppa einhverju (spurning um að láta Guðrúnu lesa þetta fyrir þig með móðurlegum umhyggjutón).

Bestu kveðjur frá einni sem á fimm ára ,,afmæli" um þessar mundir

Ella Dögg (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 14:38

5 identicon

flott að þetta gekk svona vel og vonum að eins gangi í næstu umferð.  Húrra húrra húrra fyrir þér

Silla Rögnvalds og Rakelar (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 15:53

6 identicon

Sæll "Brosandi" Þórir ! ( ertu kannski af Indjána-ættum ?

gott að heyra hvað þetta gekk vel og auðvitað tæklar þ´þetta eins og áður - jákvæður,hress,glaður,ósigrandi,brosandi og jákvæður

kv Guðný Sig

Guðný (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 10:48

7 identicon

Þú ert alltaf góður, tæklar þetta á þinn hátt eins og fyrri daginn. Gott að þú gleymir ekki að brosa og hafa gaman.

Kær kveðja úr sauðburði í Vogum.

Hrafnhildur Geirs (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 13:47

8 identicon

Kveðja og góðar óskir til ykkar frá okkur Jónasi Pétri.

Solla P.

Sólveig Pétursdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 09:37

9 identicon

Gott að sjá kallinn minn, fylgjumst með og verðum í bandi.

KK Sirra og co

Sirra (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 22:30

10 identicon

Snilld! Ekki von á öðru:) Takk fyrir spjallið áðan, hugsaðu nú vel um tengdó á meðan GE er á sýningunni c,")

Knús til ykkar allra!

Eydís (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 23:09

11 identicon

Vorum að lesa þessar nýju færslur í kvöld, súrt að æxlið skuli ekki geta verið til friðs en eins og þú segir, við sumt verður ekki ráðið og þá er bara að taka því, eta sínar pillur og halda í húmorinn á hverju sem gengur. Gangi þér og þínum sem allra best, baráttukveðjur frá okkur hér í 101 Þingholtshreppi.

Vilborg og Björgvin (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 00:22

12 identicon

Fylgdist lengi vel með þér þar til þú hættir að skrifa, var svo ánægð að þú hefðir sigrað "kvikindið" . Þar sem ég missti bróður minn úr þessu 2006, hef hugsað mikið til þín og vonað að allt væri í góðu, því er leiðinlegt að sjá að "kvikindið" sé vaknað, eins gott að það verði til friðs. Þætti vænt um að þú myndir leyfa okkur sem erum ókunnug :) og ekki fb vinir þínir að fylgjast með, er sjálf að fara í gegnum svona kafla, verð skorin á háls eftir 2 vikur og 2 æxli fjarlægð, vonandi nást þau bæði í heilu lagi :)

Gangi þér rosalega vel í þessum lyfjameðferðum, bara flottur með húmorinn í lagi, svo þýðir ekkert annað en að taka ógleðitöfluna fyrst  

 Baráttukveðjur af klakanum

Lilja ( ókunnug ) (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 09:49

13 identicon

Vildi bara senda þér kveðju þar sem lota 2 er líklega að hefjast hjá þér - þú massar þetta

Ella Dögg (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:18

14 identicon

Sendi mínar bestu kveðjur til ykkar allra  Hún gleymist aldrei Ameríkuferðinn góða um árið - Það koma margar góðar minningar og myndir upp í hugan þegar ég hugsa til baka. Dýrmætar minningar sem ég geymi með mér alla tíð.  Ég hef aldrei upplifað aðrar eins mótttökur og hjá ykkur eðalhjónum. Baráttukveðjur til þín Þórir minn og knús og kossar til ykkar allra Kv. Karen

Karen Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband