Hænsna Þóris saga

Einu sinni fyrir langa löngu var ungur prins sem hét Þórir. Þórir átti heima í litlu konungsdæmi fyrir norðan. Ungur kvæntist hann Heiðrúnu prinsessu og réðu þau um stund yfir konugsríkinu eins og myndir hér að neðan sýnir.

Allt stefndi í endalausa hamingju... Ekki var þó Adam lengi í Paradís því að drottningin yfirgaf kóng sinn þar sem hann týmdi ekki að kaupa handa henni nýja kórónu.

Skömmu síðar kynntist Þórir skrítnum kauða sem að talaði hratt og mikið.... nuddaði hratt saman lófunum....  barði með priki í jörðina.... og þóttist vera góður í að hlaupa, glímu, blaki, og skák. Bjössi var lestrarhestur eins og myndin hér fyrir neðan sýnir.

Bjössi kenndi Þóri öll sín bestu trix. Um það leiti sem Duran Duran var orðin besta hljómsveit í heimi,  var Þórir orðinn miklu betri en  Bjössi í öllu (þ.e. hlaupum, glímu, blaki, og skák) Þá fór Bjössi að gráta og fyrir eintóma góðmennsku lofaði Þórir því að hann mundi aldrei keppa í hlaupum svo að Bjössi gæti verið betri en hann í einhverju. Þórir kenndi síðan Bjössa galdurinn á bak við hvernig hann lærði svona fljótt að vera góður í „öllu" og með þá vitneskju að leiðarljósi varð Bjössi margfaldur Íslandsmeistari í hinum ýmsustu hlaupum.

Þórir dafnaði vel og um fermingu varð hann hinn myndarlegasti unglingur eins og myndir hér að neðan sýnir.

Hann var með svo stór gleraugu að enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Enda sá hann yfir fjöll og fyrnindi. Ekki naut Þórir mikillar kvenhylli á þessum árum.

Skömmu síðar fór Þórir til náms í galdraskólann á Laugum. Í galdraskólanum voru fjórar heimavistir. Þær hétu Gryffindor, Slytherin, Hufflepuff, & Ravenclaw. Í galdraskólanum var sérvalinn hópur ungs fólks sem myndi fyrr eða síðar taka öll völd á Íslandi. Þar lærði til dæmis Súperman að fljúga, Svansý að taka viðtöl, Mugison að spila á gítar, Bjössi að lýsa frjálsíþróttamótum, Sævar P að rífa kjaft við dómarann... svo fátt eitt sé nefnt. Í galdraskólanum kynntist Þórir skrítnum snáða sem hét Þröstur. Þröstur  vildi aldrei borða grautinn sinn. Þess vegna var hann alltaf lítill og mjór, eins og myndin hér fyrir neðan sýnir.

Seinna fór Þröstur til Kanada í annan galdraskóla. Þar datt hann óvart ofan í grautarpottinn einn daginn. Þar komst hann að því að grauturinn var ekki vondur.... heldur rosa góður. Uppfrá því borðaði hann alltaf mikinn graut og vað loksins stór og sterkur.

Næst fór Þórir í íþrótta-galdaskólann á Laugarvatni. Þar kynntist hann ungri prinsessu sem var dóttir hins fræga Gísla galdrasmiðs á Selfossi. Guðrún var hinn vænsti kvenkostur eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

 Þórir lokkaði Guðrúnu til sín með galdraþulunni „boltinn boppaði í dokkina" Þá galdraþulu skilja engir nema reyndir galdramenn (a.m.k. skilja sunnlendingar ekki hvað það þýðir). Svo fór að Þórir og Guðrún eignuðust börn og buru fluttust í galdrahús á Selfossi.

Á Selfossi kynntist Þórir enn einum furðufuglinum. Hann var kallaður Röggi galdramaður. Það var hins vegar bara yfirskyn. Hann vann í stóra þvottahúsinu í Reykjavík, og þóttist vera aðalkallinn þar. Það var líka yfirskin þvi að sá sem átti þvottahúsið var Kjartan galdrakall... helsti óvinur Strumpana. Röggi var í raun ekki galdrakall því að hann var leynirannsóknarmaður sem vann hörðum höndum við að leysa Geirfinnsmálið. Hann þóttist því vinna í stóra þvottahúsinu í Reykjavík til að það færi sem minnst fyrir honum. Röggi var alltaf mjög dularfullur á svipinn eins og myndir hér að neðan sýnir.

Röggi hafði fengið fyrirspurnir um að lausn Geirfinnsmálsins mætti rekja til Bandaríkjanna. Hann réði því Þórir til að flytjast með galdrafjölskylduna til Ameríkuhrepps til að freista þess að leysa málið. Þórir samþykkti strax enda var tilboðið freistandi og Þórir fékk að launum fullt af hlutabréfum í deCode, FL Group, XL Leisure Group, og Eimskipi. Þórir sagði öllum að hann væri í skóla, sem var að sjálfsögðu yfirskyn, til þess að hægt væri að reyna að leysa Geirfinnsmálið.

Það fyrsta sem Þórir þurfti að gera þegar hann flutti til Ameríkuhrepps var að fara í galdra-augnaðgerð. Það var til þess að hann myndi ekki vekja of mikla athygli með stóru gleraugun. Eftir það gat Þórir séð í gegn um holt og hæðir.

Skömmu síðar náði Þórir að koma auga á grunsamlegan hlut sem hugsanlega virtist vera tendgur Geirfinnsmálinu. Það var 1972 Corvetta. Röggi vildi fá hana senda heim til Íslands tafarlaust. Þórir hugsaði svo mikið um hvernig væri hægt að koma bílnum heim, að allt fór í flækju í heilanum á honum. Svo mikil var flækjan að ekki var hægt að leysa úr henni. Því þurfti Þórir að fara og láta galdralækni í Minnesotastrím skera flækjuna úr heilanum á honum.  Þórir hugðist nú lögsækja Rögga en hann var þá hvergi að finna enda hafði hann þá breytt nafni sínu í „Rocco the greatest lover from Selfoss". Röggi féllst loks á að borga Þóri skaðabætur og borgaði með hlutabréfum í Lehmann Brothers og AIG.

Fyrir skömmu fór Þórir til Íslands og vildi hitta Þröst og Rögga, en hann fékk ekki leyfi til að hitta þá þar sem mittismál Þóris er ekki nægilega mikið.

Aldrei átti Þórir neinar hænur.....

Lýkur þar með Hænsna Þóris sögu

Kv...Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þessi saga er bara snilld, kemur framhald seinna?

Ég var líka að fá sent DV með viðtalinu við þig, magnaður lestur, ég heyrði þig segja þetta allt saman. 

Hlakka til að lesa bókina þína

Rúnar Birgir Gíslason, 18.9.2008 kl. 14:28

2 identicon

Þetta er mesta bull sem ég hef nokkurn tímann heyrt ... og þetta var akkúrat öfugt, Marteinn skógarmús var að reyna að borða mig.

Það eina sem er satt og rétt að ég kenndi þér öll mín bestu trix (og sennilega varstu betir í blaki en ég fer á kostum á öldungamótunum núna sem kantsmassari).  En Wham var besta hljómsveit í heimi á þessum árum og þú hefur aldrei nennt að hlaupa.  Mamma þín var að auki miklu betri í skák en þú enda tók hún Billa á Grímstöðum á heimaskítsmáti. 

Röggi slagar hins vegar hátt í Þröst í forsíðubirtingum á stórblaðinu Séð og Heyrt (held nú samt að Þröstur hafi birst þar aðeins oftar).  Röggi ætlar að fara gefa leikmönnum Selfoss Rolex úr.  Hann hefði átt að láta  mig vita af því og ég hefði reddað honum Rolexlager frá Kína.  Þar fékk maður "Rolex"úrin fyrir 100 Kínakrónur eða 1250 ISK þá (sennilega 125000 ISK núna miðað við síðustu daga).

Svo mætti einhver lesandi þessarar síðu senda mér þetta fræga viðtal við Þóri í DV.  Ég bý í Heimkletti, 840 Laugarvatn. Ég eiginlega verð að fá að sjá hvaða sögu Hænsnalausi Þórir spann upp þar.

Biðjum að heilsa héðan úr leyfunum af fellibilnum Ike (mætti ég þá frekar biðja um Tinu)

Bjössi (sem verður skorinn á báðum nárum eftir viku en vonast til að halda því sem er á milli)

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Skrásetjari viðtalsins les nú kannski þetta blogg og sendir þér eintak

Rúnar Birgir Gíslason, 18.9.2008 kl. 15:15

4 identicon

Hehe mögnuð saga.  Ég var nú heillengi að átta mig á því að þetta væri Þröstur :) 

Hafið það annars gott,

kveðja af klakanum

SP

Sævar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:21

5 identicon

Þú ert bara snillingur.

Takk fyrir skemmtilega lesningu, bæði hér á síðunni og í DV í haust.

Kveðja Ella Dögg

Ella Dögg (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:21

6 identicon

 Gvuð hvað þú ert með endemum skemmtilegur penni Þórir !!!!!! Ég er MJÖG undrandi að þú hafir ekki notið mikillar kvenhylli á unglingsárum þínum  en það er nú líklega ástæða fyrir því og kannski fleiri en ein. t.d. eru unglingsstúlkur ekki að hugsa um gæði unglings-drengsins (þar er ég viss um að þú hefðir sigrað með yfirburðum)Haltu nú áfram með pennann strákur. og þú ert eiginlega fyndnari með 1/2 heila en heilan heila ( en skrítið orðaval)

kv Guðný (sem er orðin hugmyndalaus um heiti í bókaflokknum  um Þóri )

Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:56

7 identicon

Góð saga og fermingarmyndin æði!   Var sjálf spurð að því hvort ég hefði ekki þurft framrúðutryggingu með mín hehe...

Bestu kveðjur frá Egils

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:47

8 identicon

ha ha ha frábaer föstudagsskemmtun  :)

ellen (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 07:21

9 identicon

Annars rámar mig í að Kristiniri og Túrli hafi verið með þér á þessari gleraugnamynd en kannski sést bara ekkert í þá út af brillunum.  Annars finnst mér ég sjá glitta í hina mjög svo glæsilegu appelsínugulu glansskirtu Kristins á myndinni og hann er meira að segja með þverslaufu eins og Þorsteinn Davíðsson.

Annars eru það nýjustu fréttir héðan úr hinni fyrnasterku 1. deild í knattspyrnu að Rocco the great lover from Selfoss hafi mútað dómurum á Austurlandi til þess að dæma mark Selfoss af og í kjölfarið reka leikmann þeirra út af. Allt til að reyna að losna við að þurfa punga út fyrir Rolex úrunum.  Ef þeim tekst nú að vinna ÍBV á laugardaginn og Stjarnar tapar er Rocco með það varaplan að segja að Rolex sendingin hafi ekki komið til landsins en í staðinn ætli hann að gefa þeim afganginn af hlutabréfunum sínum (og Bubba) í FL group.  Það sé betra en Rolex því það sé gríðarlega traust fyrirtæki http://www.youtube.com/watch?v=nQygPZZqg_M

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 08:36

10 identicon

Frábær saga, frábærar myndir og ég verð enn og aftur að hrósa fermingarmyndinni  því hún er eins sú besta sem ég hef séð og reikna ekki með að sjá aðra betri í framtíðinni   Hlakka til að lesa bókina þína og vona að hún verði myndskreytt líka!

Helga Þ (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:17

11 identicon

Djöfull vorum við flottir á þessum árum!

Það er alveg ljóst að það var Gæi sem hrakti sænsku gellurnar frá okkur á Florida um árið! Við vorum ómótstæðilegir................. (þar til ég datt í helvítis grautarpottinn)

Annars er það helst að frétta af klakanum að spilaborg Rögga er hrunin! Fróðir menn segja að verið sé að gera "FL - Group" myndband um fléttur hans og Sigga Fannars í viðskiptaheiminum. Það er óhætt að segja að andrúmsloftið í Flísahöllinni sé magnþrungið, en þar funda þeir félagar allar nætur!

Talið er að lausafjárvandræði þeirra félaga hafi valdið því að ekki tókst að standa við greiðslur til dómara í síðasta leik og því séu vonir Sævars Gísla og félaga til þess að leika í efstu deild að ári hverfandi!

Nú er þó unnið hörðum höndum að því að greiða dómurum allra leikja í næstu umferð þóknun fyrir hagstæð úrslit, en gjaldmiðillinn er Rolex-úr...................

Þröstur Jón (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:18

12 identicon

Halló - hvað ertu að gera vestanhafs? Ertu að skrifa bók? Það hlýtur að vera því þar ertu á réttu róli - FRÁBÆR pistill og ENNNÚ frábærari myndir!!!!!!!!!!!!!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:49

13 identicon

Góðan dag USA..

Þetta er ekki mynd af Þresti heldur Geirfinni......!!!

Þórir hann er kvennagull

Bjössi eins og bófi

Þröstur segir bullumbull

og Sævar fer að gráta um jólin

kv Rocco the great lover from Selfoss

Rocco the great lover from Selfoss (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 13:29

14 identicon

enn og aftur sýnir þú gríðarlegt hugrekki, og birtir fermingarmyndina þína!

flottur smásaga, þó löðrunginn frá mér forðum hafi vantað.  en það er gott ef

þú ert búinn að gleyma honum  þú ert snilli.

Birgitta (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:19

15 identicon

Frábær saga eins og þér einum er lagið að skella fram.  Kannast mjög svo við lýsinguna af Bjössa   Gleraugun eru alger snilld og áttuð þið Þórunn Birna svipuð.  Fyndið commentið frá henni með framrúðutrygginguna

Hafið það gott í ameríkunni.

Kv. Una skólasys.

Una Kristín Árnadóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:24

16 identicon

Frábær lesning og myndefnið enn betra!

Vertu duglegur að vinna í bókinni þinn, bíð spennt!

Bjössi, sendu mér endilega e - mail á kolbrun@dv.is og ég sendi þér blaðið eða viðtalið á tölvutæku.  Hér má líka sjá viðtalið: http://gisliblondal.blog.is/blog/gisliblondal/

Kær kveðja, Kolla

Kolbrún Pálína (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 10:44

17 identicon

Frábær fermingarmyndin   Urðuð þið nokkuð vör við vöruskort eftir að við Jóna þræddum allar búðirnar í Minní ? 

Langar að benda ykkur á skemmtilegan veitingastað sem við fórum á ... tilvalið fyrir hóp að fara saman www.chinolatino.com

Inga Heiða (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:19

18 identicon

Þórir...you made my day  eins og svo oft áður. Þessi smásaga er algjör snilld og ég er enn að hlægja á meðan ég skrifa þessi orð.

Ég á einmitt gamlar myndir af Þórunni frænku minni með þessi líka fínu gleraugu og framrúðutrygginguna....Og þetta með skákina og Billa...það má ganga að því vísu að ALLIR Grímungar kunni mannganginn blindandi  

 Hlakka til að lesa næstu sögu.

Bestu kveðjur frá Akureyri

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:11

19 identicon

Snilldar saga Þórir.

Það sem aðallega situr eftir er klárlega fermingarmyndin, ég hef séð margar "töff" myndir af fermingarbörnum en þetta slær flest út!!!

Það var allavega good thing að þið funduð hvort annað :)

http://images20.fotki.com/v374/photos/1/112851/4441827/Fyrirram_026Large-vi.jpg?1167597311

Mjög gott mál :-)

Kv. Einar

Babu (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:21

20 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Sæll.

Gaman að rekast á þetta. Mikil skemmtan. Óska þér og þínum alls hins besta. 

Kveðja, Sveinn Arnar (Addi)

Sveinn Arnar Sæmundsson, 24.9.2008 kl. 15:15

21 identicon

Sæll og blessaður Þórir.  Gaman að lesa ruglið þitt, en þér hefur greinilega farið aðeins fram í því síðan vorið '95 þegar við kláruðum, hverju svo sem er um að kenna.  Var að skoða fermingamyndina af þér með konunni minni og við vorum alveg sammála að þessi dude ætti vel heima í þáttunum "Beuty and the geek" sem er verið að sýna hér heima.  Annars var viðtalið í DV frábært og gaman að sjá hvað allt gengur vel.  Vona að Guðrúni gangi sem best í hlaupinu og söfnuninni. 

Bestu kveðjur úr Eyjunum, Kári Hrafn

Kári Hrafn (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband