Rauða spjaldið!

Síðan við fluttum hingað í Ameríkuhrepp hef ég eldrei haft eins gaman af því að spila fótbolta eins og nú í vetur.  Ég var „keyptur" í nýtt lið og við keppum einu sinni í viku í hinni landsþekktu AZTECA deild. Í þeirri deildinni eru 16 lið og þau eru öll skipuð eingöngu leikmönnum frá Mexíkó..... nema liðið okkar! Í liðinu okkar (sem heitir Dynamo) eru fulltrúar sjö þjóða: USA, Ísland, Mexíkó, Sómalía, Eþíópía, England og Kólumbia. Við erum búnir að fara á kostum og berjumst í toppbaráttunni. Fyrir leikinn sem við spiluðum um síðustu helgi vorum við á toppnum.... við áttum að spila við Boca Juniors sem voru í 4. sæti. Ekki leið á löngu fyrr en skapheitu mexíkanarnir voru farnir að sparka okkur niður við hvert tækifæri og við vorum farnir að bölva þeim í sand og ösku á 7 tungumálum. Ekki leið þó á löngu áður en unglambið frá Íslandi var búinn að skora.... og það með þvílíkum þrumu SKALLA að annað eins hefur varla sést. Ekki kom það þó mér neitt sérstaklega á óvart því að mér var hér á árum áður alltaf líkt við „Njál Quinn" svo öflugur var ég í skallaboltunum. . Í hálfleik var 1-1 og dómarinn (sem var frá Mexíkó) búinn að gefa 10 gul spjöld. Þar á meðal var ég búinn að fá gult.....fyrir að vera 10 árum of seinn í tæklingu. Í hálfleik minnti ég mína menn á að halda sig á mottunni og fara ekki að haga sér eins og vitleysingar... þrátt fyrir að það væri greinilegt að dómarinn væri frá Grenivík!!!. Ekki voru búnar nema um 10 mín. af seinni hálfleik þegar dómarinn var búinn að sýna mér allt spjaldasafnið sitt..... þ.e. annað gult og þar með rautt. RAUÐA-SPJALDIÐ!!!.... og það fyrsta á ferlinum..... sem er ótrúlegt því að hér á fyrri árum var ég alltaf talinn vera álíka grófur og Roy Keane. Málið var bara að litli mexíkaninn með som som brero gaf mér svona heiftarlegt olnbogaskot  upp undir bringuspalirnar.... og ég bara varð að launa það með olnbogaskoti til baka!!! Ég lærði nefnilega einhvern tímann regluna „auga fyrir auga - tönn fyrir tönn". Eftir að Íslenski skriðdrekinn var farinn af velli, hrundi spilaborgin hjá alþjóðlega liðinu og við töpuðum 5-2. Alls voru 2 rauð spjöld gefin í leiknum og 14 gul! Ekki nóg með það heldur er þetta svo alvarleg deild að ég er í LEIKBANNI í næsta leik, og þarf að borga 20 dollara í sekt fyrir að hafa verið rekinn útaf!!!

Að öðru leiti er allt gott að frétta. Ég byrja aftur í skólanum í næstu viku eftir sex vikna jólafrí. Hefst þar með síðasta önnin áður en ég útskifast í maí. Veturinn er búinn að vera fínn. Fullt af snjó og hitinn búinn að fara einu sinni yfir frostmark frá því í byrjun desember. Hitastigið er yfirleitt svona milli -10 og -35°C. En við erum nú orðin alvön þessu og hljótum að lifa þetta af eins og fyrri ár.

Björgunarsveitin Blika.... sem sér um að losa bíla úr sköflum fyrir misheppnaða ökumenn í Ameríkuhreppi... hefur einungis fengið eitt útkall á þessum vetri. Sú saga verður sögð í næsta þætti. Missið ekki af hörkuspennandi sögu um ungan dreng sem klæðir sig í spari-gúmmískóna og fær ótrúlega ofurkrafta til að ýta bílum og losa þá úr snjó..... „MÝFLUGU-MAÐURINN"......komming soon to a blog site near you...

kv... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahahahaha  Loksins loksins kom blögg-færsla frá þér og ekki svíkur þú mann með ótrúlegri pennafærni (svipuð færni og á fótboltavellinum trúi ég ) allavega miðað við íþróttalýsinguna þína. gott að heyra að allt gangi vel og ég sá líka´að GErla er á leið til Frónar að halda námskeið. Haltu áfram á sömu braut.

ný bók : "Þórir ungi og rauðu spjöldin "

Guðný Sig (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:15

2 identicon

Gott að vita að þú ert á lífi. Þá þarf ég ekki hringja í Guðrúnu og fá að vita hvenær ég á að mæta í jarðarförina (eins og ég var kominn á fremsta hlunn með).  Annars er augljóst að þessa saga er mesta lygi því það vita allir að þó ég væri dvergvaxinn og spilaði í vörn skoraði ég fleiri mörk en þú með skalla hér í denn (alla vega 2).  Það næsta sem þú kemst að skalla er að fá skalla.

Bíð spenntur eftir næstu lygasögu af Mýflugumanninum

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:15

3 identicon

Hæ, hæ, gott að sjá línur frá þér Þórir minn. Ég saknaði þess að fá ekki smá pistil. Vona að þið hafið það öll gott á nýju ári   .                                                                        Kveðja til ykkar allra.

Sigga Ása 

Sigríður Ása Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 16:07

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Gaman að heyra frá þér og að allt gengur vel. Vorum í Bláfjöllum í dag í frábæru veðri og góðu skíðafæri. Allt fullt af fólki í góðu skapi, held að kreppan sé að þjappa fólki saman og komi með gott veður:-)

Ólafur Björnsson, 30.1.2009 kl. 23:53

5 identicon

Þórir - man ég rétt þá tók ég þig alltaf í nefið í boltanum hér i den. Þú gast ekki einu sinni lamið mig stubbur

 Kveðja frá Noregi!

Hannes Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:19

6 identicon

þessi dómari var greinilega frá Grenivík!

Stefán jak og co (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband