Á morgun byrjar fjörið....

Það var nú orðið svo langt síðan ég kom síðast inn á þessa bloggsíðu mína að ég þurfti nokkrar tilraunir til þess að skrá inn rétt lykilorð til þess að geta sett nýtt blogg inn á síðuna!

Jæja, ég byrja sem sagt í lyfjameðferð á morgun (mánudag). Það gengur þannig fyrir sig að ég tek þar til gerðar töflur sem heita Temodar. Þetta eru töflur sem  ég tek á kvöldin, áður en ég fer að sofa. Ég tek lyfin í fimm daga, og svo er hvílt í 23 daga. Sem sagt 28 daga hringur... svona svipað eins og tíðahringurinn... þannig að þetta hlýtur að verða svipað eins og að vera á túr! Svo er áætlað að taka 6-12 umferðir af þessarri lyfjameðferð, þannig að þetta gæti orðið heils árs meðferð. Einar algengustu aukaverkarninar af þessu lyfi eru ógleði  með tilheyrandi uppköstum, og til þess að vinna á móti því þá tek ég þar til gerðar „ælu-varnar-pillur“ hálftíma áður en ég tek Temodar lyfið.

Að öðru leyti fylgir þessu nú ekkert mjög alvarlegar aukaverkanir sem tekur því að kvarta yfir. Ég er til dæmis ekki að fara að missa hárið... né vitið... né mývetnska montið!

Annars líður mér stórvel, er hress, kátur og sprækur, og mín almenn heilsa er í raun alveg eins og hún var þegar ég skrifaði blogg síðast... fyrir 15 mánuðum. Þó að heilaæxlið hafi stækkað lítilega þá hefur það ekki haft nein áhrif á mitt daglega líf, þannig að það fygja þessu engir verkir eða neitt slíkt. Ég get ekki sagt að það hafi komið á óvart þegar við fórum til krabbameinslæknisins míns eftir síðasta MRI og hann sagði okkur að æxlið væri farið að vaxa á ný. Hann var búinn að segja okkur fyrir 4 árum þegar við hittum hann fyrst að það væri alveg öruggt að æxlið myndi einhvern tímann fara að stækka aftur.  Að sjálfsögðu vonaðist maður til þess að það yrði sem lengstur tími sem æxlið væri til friðs... en svona er þetta nú bara!

Stækkunin á æxlinu er ekki mjög mikil! Það er enn talið vera „low grade“, en læknirinn var á því að það væri best að ráðast á kvikindið núna, og reyna að halda því í skefjum, meðan vöxturinn er svona hægur. Þar að auki hef ég enga stjórn því hvort æxlið vex eða ekki! Og eins og ég haf margoft sagt áður það er það ekki mitt að hafa áhyggjur af æxlinu, ég læt lækninn minn um það, og svo segi ég bara já og amen við því sem hann ráðleggur og geri svo bara eins og hann segir.  

 

Ég verð nú reyndar að viðurkenna það að það er svolítið skrýtið að vera að fara í krabbameins lyfjameðferð án þess að vera með nein líkamleg einkenni. Þetta er allt svolítið óraunverulegt... þetta er svona svipað eins og maður myndi setja á sig strumpa plástur... án þess að vera með neitt sár!!!!  

 

Á morgun byrjar svo fjörið!... ég fer í fyrramálið í blóðprufu, sem ég þarf svo að gera vikulega á meðan meðferðinni stendur... sem sagt næstu 26-52 vikurnar. Það er þrennt sem þarf að fylgjast með í blóðinu. Rauðu blóðkornunum, hvítu blóðkorninum, og svo hvort að það sé ekki örugglega nóg af Mývetnsku monti í blóðinu. Þegar ég er búinn í blóðprufunni á morgun, sæki ég lyfin og fer með þau heim. Svo tek ég bara ælulyfin annað kvöld og svo Temodar töflurnar rétt áður en ég fer að sofa... og svo er bara að vona að ég nái að sofa alla nóttina, án þess að ég þurfi að fara niður á hnén til að „tilbiðja postúlínsguðinn“ um miðja nótt : )  

 

Ég reikna annars ekki með því að vera mjög duglegur að blogga... reyni frekar að verða duglegri að setja smotterí inn á Facebook.  

 

Bestu kveðjur!.... Þórir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ elsku Þórir.

Pabbi fékk fréttirnar í dag, þar sem Tóti frændi hitti tengdamóður þína. Hún sagði honum frá og Tóti hringdi í pabba. Þú ert alltaf í huga okkar og sendum við þér og ykkur hlýja strauma og ósk um allt fari vel.

p.s Árni bóndi biður að heilsa.

Kv. Dúna frænka

Dúna (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 20:22

2 identicon

Sendi þér baráttu kveðjur. Mýverska montið í blóðinu mun koma sterkt inn spái ég. Gangi þér allt í haginn. Kem til með að fylgjast með þér hér.

kær kveðja

Solla Valla

Sólveig Valgerður Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 20:38

3 identicon

Sæll Þórir.

Gaman að lesa frá þér þennan pistil. Gangi þér sem best í lyfjameðferðinni og líði þér eins vel og möguleiki er á miðað við aðstæður.

Kveðja, Auður.

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 20:57

4 identicon

hæ Þórir !

Einhvern veginn þá er ég viss um að allt fari á besta veg hjá þér. ég reikna líka með að þeir þurfi að gefa þér eitthvað við Mývetnska montinu því það kemur örugglega út í svo miklu mæli að þeir læknarnir verða skíthræddir og þekkja ekki neitt álíka í blóði nokkurs manns (svo eins gott að þú sért búinn að vara þá við ) en áfram þú og þú tæklar þetta. 

 baráttukveðjur  og hlýjar bænir sendi ég þér

kv Guðný Sig

Guðný Sig (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:23

5 identicon

Gangi þér vel á morgun....og næstu vikur og mánuði!

Baráttukveðjur frá Egilsstöðum Anna Dís

Anna Dís (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 21:58

6 identicon

Það er gott að þú skulir halda húmornum og geði í lagi, það skiptir miklu máli og ég efast ekki um að það hjálpar helling.  Gangi ykkur vel, þú tæklar þetta eins og í boltanum. 

Silla Egils og Rakelardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:17

7 identicon

gangi þér rosa vel, gott að finna baráttukraftinn í skrifunum þínum :)  upp með montið maður, um að gera að nota það... nóg er af því ;)

Birgitta (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 16:32

8 identicon

Elsku Þórir ..

gangi þér sem allra best í öllu sem er að fara ganga í gengum.. 

vonandi finnuru bara ekkert fyrir þessu og þú getur haldið áfram að ala þetta mont þitt..

knús á ykkur öll 

kv

Silja 

Berglind Silja Aradóttir (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 13:19

9 identicon

Bestu kveðjur frá mér og mínum - vona að þið Gustavsberg hafið ekki orðið mjög nánir vinir síðustu daga

Ella Dögg (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 00:37

10 identicon

Reiknaðu þetta rétt...læknirinn elskar Guðrúnu....hann er með bátadellu...nær bátnum....platar þig upp úr skónum....lætur þig taka þetta lyf sem ..er reyndar notað þegar karmenn fara í kynskiptiaðgerð....

kv Rocco

Rocco (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 23:00

11 identicon

Gangi þér vel!

Sigrún (1/16 mývetningur) (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 12:27

12 identicon

Minn bara farinn að blogga.  Það er frábært

Svo hefur þú aldrei notað strumpaplástur, þú varst alltaf miklu hrifnari af Hello Kitty plástrunum. 

Annars þarf ég að fara að hringja í þig (ertu ekki ring.is), það er bara með númerið þitt eins og leyniorðið á síðuna þína, ég bara man ekki neitt og er búinn að hringja í fullta af Könum og spyrja hvort þú megir koma út a leika

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 19:57

13 identicon

Gangi thér sem allra best! Bestu kvedjur frá Sverige.

Ellen (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband