26.6.2010 | 00:46
Á leið í 3. Umferð!
Jæja... allt gengur samkvæmt áætlun. Önnur umferð af lyfjasmeðferðinni kláraðist án mikilla vandræða. Ég fann hins vegar töluvert meira fyrir henni heldur en fyrstu umferðinni. En það var nú samt allt í lagi... ekkert sem ég þarf að kvarta yfir. Ég fór svo í MRI núna á miðvikudaginn. Niðurstöður vour fínar... virðist vera að lyfjameðferðin hafi tilætluð áhrif, og læknirinn sagði að partur af æxlinu væri varinn að minnka, sem er að sjálfsögðu frábært.
Líður annars mjög vel sem endranær. Fór meira að segja og keppti í fótbolta um daginn með old-boys liðinu mínu. Skoraði að sjálfsögðu sigurmarkið og var hetja dagsins! Er býsna duglegur að halda mér í formi og hleyp, syndi, hjóla og lyfti eins og vanalega. Reyndi að láta þessa lyfjameðferð hafa sem minnst áhrif á mitt líf.... held að það gangi bara alveg hreint ágætlega.
Ég byrja svo á 3. umferð í lyfjameðferðinni á mánudaginn. Hef ekki trú á því að það verði neitt öðurvísi heldur en síðast. Þannig að í heild sinni þá gengur þetta allt saman bara allt rosalega vel!
Áfram Argentína...Þórir
Athugasemdir
Bestu batakveðjur til þín Þórir, þú ert bara hetja. En ég hef tekið eftir tenglsum milli veikinda þinna og HM í fótbolta .. hvað er það?
Inga Heiða (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 05:33
Gangi þér allt í haginn Þórir minn. Þú stendur þig vel eins og áður.
Kær kveðja úr Vogahreppi þar sem sólin skín og þrestirnir gala.
Hrafnhildur
Hrafnhildur Geirsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:07
Flottur að vanda ;)
En Spánn verður það heillinn.. Eða langar þig að sjá Maradona á sprellanum?
Stefán Jak (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:56
Þú ert hetjan mín Þórir. Stattu þig kallinn, bið að heilsa þér og þínum og gangi þér vel.
Balli (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:11
Gangi þér vel í baráttunni Þórir! Þú ert sigurvegarinn :o)
Kveðja úr sólinni á Egilsstöðum Anna Dís
Anna Dís (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:12
Aldeilis sem þú ert sérdeilis magnaður!
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 12:25
Sendi þér kraft - styrk - orku - jákvæðni - bjartsýni - gleði og hamingju.
Þó að ég viti að þú hafi þetta allt til staðar þá er alltaf hægt að bæta á tankinn.
Bestu kveðjur og gangi þér vel
Ella Dögg (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 23:26
Baráttukveðjur til þín ... Þýskaland - Holland er mín spá.
Baldur Magg (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 01:37
Þú ert ótrúlega duglegur, baráttukveðjur til þín..... Áfram Brasílía.
Arnar Egilsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 21:09
Af hverju ertu sigurvegarinn??? Ertu búinn að hlaupa 5 km undir 20 mínútum? Þegar þú ert búinn að gera það þá skora ég ábyggilega 2 sigurmörk með 7. flokki Selfoss (sem er mitt getustig í knattspyrnu). Annars var ég að velta fyrir mér að fara bara til reynslu til meistarflokks Selfoss með öllum hinu útlendingunum úr því að félagaskiptaglugginn er að opnast. Tel víst að þeir taki fegins hendi við varnarjaxli úr innanhússbattabolta fyrstu deildarliði HSÞb (reyndar á ég engan leik með þeim og fór ekki einu sinni á skýrslu) sem kann bæði að hlaupa (beint og beygja á svona 100 m fresti til vinstri) og glímu. Ég á alla vega fleiri skallamörk á ferlinum en þú (þú er hins vegar með fleiri skalla á hvirflinum en ég) og skoraði aldrei sjálfsmark.
Annars vissi ég ekki að þú ætlaðir að halda áfram að skrifa hér inn. Mun reyna að fylgjast betur með og svívirða þig eftir bestu getu því allir aðrir virðast ekki sjá að hér fer úlfur í sauðagæru (eða í þínu tilfelli sauður í sauðagæru) og skjalla þig alveg hægri vinstri (eða í þínu tilfelli vinstri vinstri því hægri fóturinn á þér var alla tíð ónýtur).
Láttu þér batna - stefni á að koma í gegnum minnisódastrímborg næsta vor á leið minni á árlega ráðstefnu.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:01
P.S.
Ég gleymdi að ég spái því að Þýskaland taki Argentínu út og Spánn taki svo Þýskaland og Robben klúðri svo dauðafærum (tveimur) í úrslitaleiknum og Spánn verði heimsmeistari 1-0 því þeir virðast alltaf þurfa að leika inn í markið og skjóta helst ekki.
Kolkrabbinn Páll hvað
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:03
Haha alltaf gaman að lesa athugasemdirnar frá Bjössa
Ella Dögg (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.