kyssti Guðrúnu og gaf krökkunum sleikjó.....

Gísli á ekki lengur 2 kærustur! Önnur þeirra henti í hann blýanti...... og hann var ekki mjög ánægður með það..... og tilkynnti henni að hún væri ekki kærastan sín lengur!!! He,he... hann er efnilegur!

Hraðlestrar prógrammið sem ég keypti er að skila þessum fína árangri. Eins og ég sagði frá fyrir þremur vikum þá var lestrarhraðinn minn þegar ég byrjaði 75 orð/mín. Þá sagði ég líka að markmiðið væri sett á 100 orð/mín. Ég er búinn að vera töluvert duglegur að fylgja æfingaprógramminu og árangurinn er framar vonum. Í dag setti ég persónulegt heimsmet, en þá náði ég að lesa 145 orð/mín. !!!!!!! Ekki nóg með það, þá var ég að horfa á LOST í gærkvöldi þar sem smá hluti þáttarins fór ekki fram á ensku og var þar með textaður. Í fyrsta skipti frá því ég var með „heilan heila" gat ég aftur lesið allan textann.... allan tímann !!!! Ég fagnaði að sjálfsögðu gríðarlega..... kyssti Guðrúnu og gaf krökkunum sleikjó!. Ég er búinn að vera að gera lestrar tilraunir á fjölskyldumeðlimum og niðurstöður urðu þær að lestrarhraðinn hjá Gísla var 99 orð/mín, Atli var 367 orð/mín og Guðrún var 530 orð/mín. Það var gríðarlegaur sálfræðilegur sigur að fá það staðfest að ég les hraðar en Gísli....... he,he seigur er ég! Þess má svo geta að þegar ég var með „heilan heila" þá fannst mér alveg óþolandi að lesa eitthvað á sama tíma og Guðrún, því að hún var svo hrikalega lengi að lesa. Það segir mér að ég hef líklega verið með lestrarhraða í kringum 700-800 orð/mín áður......... Hey! Kannski var það þess vegna sem heilinn í mér brann yfir!!

Þar með er ég búinn að auka lestrarhraðann minn um 100% á þremur vikum!!! Það er nokkuð gott og enn og aftur er það sannfæring fyrir sjálfan mig að ég get unnið lestrarhraðann upp aftur..... ef ég bara er tilbúinn að leggja nógu mikið á mig. Næsta markmið verður að komast yfir 200 orð/mín! Fyrir áhugasama og forvitna (eins og til dæmis Bjössa) þá er hægt að fara á heimasíðu hjá þessu ágæta fyrirtæki og taka eitt stykki „Demo" af samkonar hraðlestaræfingu eins og ég er að gera. Slóðin á síðuna er http://www.infmind.com/ og er smellt á „free demo" til að prófa (of hafa hátalarana í gangi). Síðan legg ég til að þeir sem prófa þetta (eins og til dæmis Bjössi) láti mig vita hver lestrarhraðinn er, bæði í byrjun og lok æfingarinnar.

Kv...Þórir

Ps. Guðrún er farin að blogga bútasaumsblogg á engilsaxneskri tungu. Ég er samt ekki alveg viss um hvurs konar síða það eiginlega er, því að síðast þegar ég kíkti var hún að auglýsa eftir „stripp stjörnum"!!! Hmmmmm..... þetta er mjög dularfullt. Kíkið á það http://www.gudrun.typepad.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þennan frábæru met eins og ég sagði fyrir ekki svo langt síðan ,ég átti ekki von á öðru þú á eftir að rulla yfir okkur með lesturs hraðin.Gangi þér sem allra bestog Góða helgi !!!!Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 09:54

2 Smámynd: Adda bloggar

velkomin á moggamafíuna.hef lengi lesið gamla bloggið þitt.kv adda og krissi.

Adda bloggar, 17.2.2008 kl. 19:59

3 identicon

Fluttur að heiman - það er nú hægt að láta mann missa úr slag með fréttum öðru hvoru - en ekki svona reglulega.

Hlakka til að lesa meira - síðuna mína nota ég bara í kennslunni. Unglingarnir skila mér hinum ýmsu verkefnum þangað. Svo þar eru engar fréttir af norðurlandi eða neitt slíkt...

Bestu kveðjur

Berglind

Berglind Bj. (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband