Mývetningar vs. rest!!!

Nú á mánudagskveldi er hitastigið hjá okkur í Minneapolis -26°. Hitinn er búinn að vera undir frostmarki stanslaust í 63 daga, eða síðan 13. desember!! Það hefur ekki verið svona kaldur vetur hérna síðan við fluttum hingað 2003. Reynda segja „elstu menn" að það hafi ekki verið svona kalt í Minni-sota-strím síðan 1955. Þess má geta að hitastig í venjulegri frystikystu er -17°....... enda er ég of búinn að smella mér ofan í frystikystuna í vetur til að hita mig upp, eftir að hafa brugðið mér út í kuldann.  Þetta finnst Minnesota fólki nú samt ekkert tiltökumál, enda ekki nema von að Minneapolis sé kölluð „The Capital of cold".  Þar sem ég er frá Mývatnssveit þá þykir mér þetta ekki vera neitt tiltökumál heldur, enda vanur miklum frosthörkum þaðan..... oft og iðulega -40°, stórhríð, og alltaf mótvindur!!!! Ekki nema von að við Mýventningar séum svona hraustir.

Hér kemur til að mynda dæmi um hvernig fólk á mismundandi stöðum bregst við kulda:

15°: Fók á Kanarí byrja að hita upp húsin sín. Mývetningar tuða yfir "djöfulsins hita"

10°: Fólk á Flórída fær kuldahroll. Mývetningar fara í sólbað

5°: Ítalskir og Enskir bílar fara ekki í gang. Mývetningar keyra með allar rúður opnar

Frostmark : Vatn frýs. Vatnið í Mývatni þykknar smá

-5°: Fólk í Reykjavík fer í norpara, föðurlandið, ullarpeysu, húfu og vettlinga og kuldaskó . Mývetningar bretta niður ermarnar

-10°: Sunnlendingar setja alla ofna í botn. Mývetningar grilla í síðasta sinn.... Áður en það verður kalt úti

-15°: Allir í Florída deyja. Mývetningar loka gluggunum í húsinu sínu.

-20°: Allir skólar felldir niður í Reykjavík. Krakkar í Mývatnssveit labba í skólann

-30°: Engin í Reykjavík mætir í vinnuna. Krakkar í Mývatnssveit safna í tombólu.... Mýflugurnar leggjast í dvala

-40°: Hitaveitan á Suðurlandi hættir að virka. Mývetningar leyfa loksins hundunum að sofa inni

-70°: Jólasveinninn flýr í burtu frá norðurpólnum. Mývetningar tuða yfir því að gamli Land-Róverinn fer ekki í gang

-273°: Öll atom og mólíkúl frjósa.... Al-kul.!!!! Mývetningar sleppa morgun-hey-gjöfinni í fjárhúsunum.... Gefa þeim mun meira hey í kvöldgjöfinni

-300°: Helvíti frýs. Skólanum í Mývatnsveit er seinkar um tvo klukkutíma....  allir Mývetningar fara í spari-gúmmískóna í tilefni dagsins!

 

Kv...Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Smá viðbót :)

Hvar er fjallið Vindbelgur?

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/443962/

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.2.2008 kl. 06:53

2 identicon

MONTINN- hvað er nú það. hafið það sem hlýjast þarna í frostinu. kv Guðný

Guðný Sig (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:48

3 identicon

djö. var þetta fyndið

Baldvin, Bryndís og Birkir Örn (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 20:59

4 identicon

Hah hah ,

                 þú ert snillingur!!!!!!Það er bara gaman að lesa þessi blogg þú ert með alveg frábært húmor.Takk fyrir að gera deginum munn betra .Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:06

5 identicon

bara snilld..

alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt...

nb til hamingju með lestrahraðann ... ;)

bið að heilsa

kv

Silja og co

Silja (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:45

6 identicon

Þetta er allt dagsatt

Arnar Egils (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:15

7 identicon

Þetta kalla ég nú ekki mont...svona er þetta nú bara í sveitinni og allt alveg dagsatt. Og Þórir þú er snillingur snillinganna :)

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:05

8 identicon

Já, svona er þetta bara í sveitinni! Alveg dagsatt...

Gamanaðessu!

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband