25.2.2008 | 05:26
Nýjasta útflutningsvara Íslands
Um daginn þá var ég til dæmis spurður hvaðan ég væri, og ég svaraði Iceland" Sá sem spurði var ungur og myndarlegur maður (ekki samt jafn ungur og ég........ og ekki heldur jafn myndarlegur) Hann varð alveg stórhissa á svarinu og svaraði Is that a country?"
Já.....sagði ég
Hann: And is it all covered with ice?
Innskot: þegar hann sagði þetta þá hafði ég um tvennt að velja. Að vera heiðarlegur og kurteis og svara skilmerkilega...... eða svara þessari heimskulegu spurningu á enn heimskulegri hátt!. Ég notaði minn hálfa heila til að hugsa á gríðarlegum hraða og ákvað svo að svara með þeim hætti sem ég nefndi síðar.
Ég: já..... það er allt þakið í ís, allt árið um kring.
Hann: whoooo... that is amazing.. I have never heard of a country named Iceland!
Ég: Það er ekki nema von, við erum ekki mjög stór þjóð.... en ég er viss um að þú hefur borðað matinn okkar!
Hann: What......have I eaten something from Iceland?
Ég: Já væni minn...... hefur þú ekki annars keypt frosið grænmeti?
Hann: Yes?
Ég: Við erum eina landið í heiminum sem ræktar frosið grænmeti
Hann: Huh? What do you mean?
Ég: sko á veturnar þegar að kemur snjór þá plöntum við í snjóinn fullt af sérhönnuðum grænmetisfræjum. Þessi fræ stækka og dafna í snjónum og svo tveimur mánuðum síðar þá er uppskerutími og við tökum upp úr snjónum fullræktað frosið grænmeti. Þessu pökkum við svo og seljum út um alltan heim.
Hann: Really???????
Ég: já ég get svarið það....... og þetta er algjörlega lífrækt ræktað..... það eruð engin rotvarnarefni sett í snjóinn og þetta er alveg rosalega góð vara, og rosalega vinsæl um allan heim.
Hann: Wow, I have never heard this before!
Ég: Frábært!.... þá er eitthvað nýtt sem þú hefur lært í dag. Prófaðu svo endilega að fara inn á heimasíðuna http://www.icelandicfrosenvegetables.com/ það er frábær síða og gefur þér fullt af fleiri upplýsingum..... en nú þarf ég að fara (því að ég er að springa úr hlátri).... það var gaman að tala við þig.
Ég held að þessum ágæta Bandaríkjamanni sé ekki viðbjargandi. Það hefði átt að gefa honum ónýta helminginn úr heilanum úr mér!
Svona er lífið hér í Ameríkuhreppi!
Kv...Þórir
Athugasemdir
Hmm
Ég man eftir að hafa sagt frá því að það væri svo ógeðslega kalt á Íslandi að öll börn væru í hitakassa til 5 ára aldurs og lærðu því ekki að ganga fyrr en þá. Þau lærðu auk þess einungis að tala vegna þess að það væru hátalarar í hitakassanum og það væri talað við þau í gegnum þá 2 tíma á dag.
Og maður fékk að sjálfsögðu REALLY og að sjálfsögðu sagði maður Really.
Svo er það manndómssagan sem er þannig að við fermingaraldur er öllum drengjum sparkað út úr snjóhúsinu og þeir mega ekki koma heim fyrir þeir hafa náð manndómsprófinu sem felst í því að finna ísbjörn og sjúga úr honum annað augað. Og þá er hakan á flestum dottin niður á jörðina en flestir fatta að verið er að grínast þegar maður heldur áfram og segir eitt helsta vandamálið á Íslandi í dag eru allir blindu ísbirnirnir sem ráfa bara um landið.
Annars hef ég ekki haft tíma til að taka lestraræfinguna þína enda ábyggilega ekki hægt að bæta lestrarhraðann. Ef þú hefur lesið 700 orð á mín með þínum heila heila í denn þá hlýt ég að hafa verið í kringum 1000 orð á mín.
Svo er Röggi alltaf í blöðunum þessa dagana, seríósið hrekkur ofaní mann þegar maður situr í mesta sakleysi og borðar morgunmatinn og fléttir blöðunum - ég er farinn að halda að hann ætli í framboð fyrir Framsókn.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:25
Og ekki gleyma þegar maður fær sér ís
Oh it is so funny that you are from Iceland and you are eating ice cream. 100 kall fyrir það ásamt Grennland is ice, Iceland is green og ég hefði efni á að leyfa Hannesi Smárasyni að fjárfesta fyrir mig.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:28
Sæll Þórir
Ég þekki þig ekkert nema af skrifum þínum hér. Ég hef fylgst með þér í soldin tíma og finnst þú ferlega skemmtilegur penni. Ég hef aldrei kvittað áður en núna varð ég .........
Ég bjó í Ameríku í nokkur ár og kannast svo sannarlega við það sem þú ert að skrifa hér. Ég lenti einusinni í svipuðu atviki. Ég var að kaupa mér bíl og sat inni á bílasölunni og var að bíða eftir einhverjum pappírum. út í horni sat gamall maður og fer að tala við mig og einhvervegin berst talið að því hvaðan ég sé og ég segi honum það.
Hann: Are you going to drive your car to Iceland?
Ég: Nei það væri nú soldið erfitt
Hann: Where is Iceland?
Ég: Það er í skandinavíu
Hann: Where is that?????
Ég: Í evrópu
Hann: ???????
Þegar hér var komið við sögu vissi ég hreinlega bara eina leið til að reyna að komast frá þessu samtali .........
Ég: Veistu hvar jólasveininn á heima?
Hann: (Mjög ánægður með sjálfan sig) Yes the North Pole!!!!!
Ég: Well Iceland is not very far from there .......
og með þeim orðum dreif ég mig út í bíl
Guðný (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:30
Ha ha Það er ekki bara bandaríkjamenn sem er ekki von að heyra um Iceland og hvort það er til land sem heitir það.Hmmm Nóg um það ,Þú ert rósalega fyndið og alveg búin að bjarga deginum fyrir mig í dag .Takk fyrir .Ég biða heilsa öllum,Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:17
þú ert svooooooooooooooo fyndinn penni og reyndar bara líka fyndinn svo þú sjálfur. hafið það sem best og veistu ég held það sé 30 stiga frost hér á klakanum og meira að segja ísbirnirnir neita að fara út úr snjóhúsunum sínum. brrrrrr........
kv Guðný Sig
Guðný Sig (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:16
hahaha, fyrir mig hérna í Redneck landi þá er 95% svarið "Oh Greenland is Ice and Iceland is green" Annars þá hitti ég bráðgáfaðan dreng á bar eitt kvöldið í Florida og hann var að monta sig af því hvað hann hefði ferðast mikið og að hann væri mjög góður í landafræði. Svo þegar hann upgötvaði að ég væri frá Íslandi þá sá ég að hann hafði ekki hugmynd hvar það væri, svo litli púkinn kom upp í mér og ég sannfærði hann að við værum fylki í norður ameríku....um leið og hann snéri sér við, þá auðvitað veltist ég um að hlátri :)
Vala Björk Vieregg, 26.2.2008 kl. 01:40
Sæll! Stóðst ekki mátið að kommenta hérna. Ég bý líka erlendis (reyndar ekki í bandaríkjunum) og fæ mjög oft fáránlegar athugasemdir og pælingar frá svíum sem maður myndi þó halda að ættu að vita eitthvað meira um Ísland.. en nei svo er ekki endilega! Þessi komment um Ísland og Grænland eru nú reyndar kannski ekkert alveg út í hött þó svo að fyndin séu. Þær kenningar hafa nefnilega verið uppi um að fyrstu íbúar eyjunnar okkar fögru hafi gefið henni nafnið Ísland til þess að halda fólki í burtu frá henni því að þau vildu hafa eyjuna útaf fyrir sig. Grænland á svo að hafa fengið sitt nafn til þess að villa um fyrir fólki því að það er jú miklu líklegra að fólk vilji búa á stað sem heitir Greenland heldur en Iceland. Þó svo að þessi kenning gefi kannski ekki rétta mynd af stöðunni eins og hún er núna þá gerði hún það kannski fyrir mörgþúsundbilljón árum síðan. En þetta er nú bara ein af mörgum kenningum held ég...
Sigrún (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:06
Bandaríkjamenn eru snillingar!!
Elva frænka Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:58
How log does it take to drive to Iceland? well... just head Eaest When you get to Boston.. STEP ON IT!! þetta var mitt svar þegar ég skrapp Til Ameríku hrepps fyrir mörgum árum..
en það er staðreynd að við erum langsamlega best og mest miðað við höfðatölu... sér í lagi Mývetningar og þó mest Voggar...
Stefán jak (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:16
Bestir eru þó kanarnir sem neyddust til að gista á Íslandi í millilendingu í júlí hérna um árið. Þeir sögðu við starfsfólk Icelandair að það væri ekki möguleiki fyrir þá að fara út úr flugstöðinni þar sem þeir væru ekki með neinn snjófatnað. Greyin.
Hef ofsalega gaman af því að lesa bloggin, enda ert þú skemmtilegur penni þrátt fyrir einungis hálfan heila. Hversu fyndinn varstu eiginlega með "heilan heila" ??
Bestu kveðjur,
Júlía
Júlía (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 13:35
obbobbobb...nú er ég viss um að Þórir verður alsæll með kommentið hérna fyrir ofan, gott fyrir egóið...jafnvel einum of!
Annars er hann ekkert montinn! Hann er voggi og þeir eru bara einfaldlega bestir í öllu! It´s a fact
Hafið það gott þarna útfrá, Guðrún og kvenfélagið!
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.