4.3.2008 | 04:47
Fjölskyldu fréttir
Atli er svo til búinn að yfirtaka 7 manna bílinn. Hann er nú búinn að vera með æfingaleyfi í tæplega mánuð og gengur alveg þræl vel. Ég fer svo til daglega með honum í smá bíltúr, og hann hefur mikið gaman af því að sitja undir stýri. Á sunnudaginn lét ég hann keyra sjálfan sig á fótboltaæfingu. Það var um 45 mínútna leið, sjálfsagt einir 50 kílómetrar. Hann stóð sig gríðarlega vel... enda held ég að ég hljóti að vera afbragðs ökukennari. Hann stefnir í að verða afbragðs bílstjóri. Ég er nokkuð viss um að allir jafnaldrar hans frá Íslandi öfunda hann gríðarlega yfir því að vera kominn með æfingaleyfi 15 ára!!
Á föstudaginn fór að snjóa..... sem varð til þess að bíla-traffíkin heim úr skólanum varð frekar hæg. Ég get svo svarið það að það tók mig tvo daga að komast heim þann daginn!!. Á laugardaginn gerðist svo þau undur og stórmerki að hitinn fór upp yfir frostmark og ruddist upp í 3 stiga hita. Ég var ekki lengi að fara og strauja stuttbuxurnar og fara í HSÞ-b sokkana í tilefni dagsins!! Þvílík veðurblíða!! Svo gerðist líka annað mjög ánægjulegt..... það kom smá rigning. Það þýðir að nú er farið að styttast í vorið, og er nú kominn tími til. Þar með gátu Gísli og Svana líka loksins farið út og búið til snjókall því að snjórinn var ekki lengur harðari en grjót.
Guðrún er smátt og smátt að skríða saman eftir bílslysið. Hún fer núna bara í meðferð hjá kírópraktórnum tvisvar í viku og er loksins búin að fá leyfi til að fara að byrja að hlaupa og hreyfa sig. Hún er hins vegar frekar fljót að þreytast í bakinu og hálsinum..... en þetta er allt að koma.Sjálfur er ég að fara að byrja í miðannar-prófum í skólanum. Fyrsta prófið verður núna á næsta föstudag og síðasta prófið verður á föstudaginn viku síðar... og þá verð ég kominn í páskafrí (spring break" heitir það víst). Það verður nú aldeilis gaman þegar sú törn verður búin.
Á sunnudaginn skiptum við USA fólk yfir í sumartíma. Við færum tímann áfram um einn klukkutíma, og verður því tímamunurinn á Minneapolis og Íslandi 5 klst. Vonandi gengur betur að færa tímann núna heldur en þegar við færðum okkur yfir í vetrartímann. Eins og þið munið sem hafið fylgst með blogginu þá fór allt í vitleysu, tíminn var óvart færður fram um 5 ár.... og allt í vitleysu! Enda var kallinn sem sá um að færa tímann rekinn með það sama! Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvað gerist..... og vona það besta!
Kv... Þórir
Athugasemdir
Hvaðan ertu úr Mývatnssveit......spyr Húsvíkingur
Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2008 kl. 05:00
Hann er ættaður úr Vogum og skammast sín að sjálfsögðu fyrir það eins og þú getur lesið í pistlunum....NOT Vogungar eru hins vegar svo vitlausir að þeir átta sig ekki á því að þeir eiga að skammast sín fyrir að vera úr Vogum. Og nú verð ég svekktur ef ekki kemur holskefla af svívirðingum.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:35
Bjössi! Sko........heyrðu nú mig *hrmpf* æj einhver annar verður að koma með holskefluna af svívirðingum, ég ætla að fá mér kaffi!
...skemmtilegur pistill Þórir...takk fyrir mig, Guðrún og fullt af stelpum!
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:01
Og á ekkert að skella sér til Iceland í "spring break"??
Heiðrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:09
Sæll og blessaður,
wow hvað það er skrýtið að sjá Atli bak við stýrið ,tilhamingju með þetta áfang Atli frábært hjá þér.Ég biða heilsa Guðrúnu og vona að hún hafi það gott .Flott snjókarl hjá krökkunum.Þú ert helv hress eins og alltaf bara gaman að lesa bloggið þitt.Ganga þér sem allra best í prófanum og vonandi verður tíminn rétt núna þegar það er breytt.Það rignir hér í dag, míg rignir ,excuse my language !enn það á eftir að snjóa aftur á fimmtudaginn, svo það endist ekki lengi vor hugmyndinn okkar.Ja ja hafið það sem allra best .Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 21:35
Ég kíki hér reglulega og les þessi stórskemmtilegu blogg þín. Aldrei kvittað fyrr... takk fyrir mig og bestu kveðjur Ágústa
Ágústa (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.