5.3.2008 | 05:17
VOGGAR!!
Margrét spurði: af hverju þið fluttuð út til Minnesota?
Svar: Við fjölskyldan fluttum til USA til að láta drauma okkar rætast. (hljómar væmið.... En er nú samt satt) Við fluttum til Minnesota, því að við þekktum Minneapolis-höfuðborgar-svæðið mjög vel, svo vildum við líka vera á svæði sem væri með fjórar árstíðir. Þar að auki þá er um 30% af íbúum Minnesota sem eiga rætur sínar að rekja til Skandinavíu, þannig að við pössum hér ágætlega inn í kúltúrinn.
Kjartan P.S. spurði: Hvar er fjallið Vindbelgur?
Svar: Góð spurning, sem einungis fáir útvaldir vita. En að spyrja Mývetning hvar fjallið Vindbelgur sé, er svipað og að spyrja Reykvíking "hvar er Kringlan?". Kýs því að svara ekki spurningunni , en þeir sem eru forvitnir geta farið í Mývatnssveit..... skellt sér í sundlaugina..... rennt sér niður rennibrautina (ef hún er þar ennþá)..... synt eina ferð í suðurátt, yfir í djúpu laugina. Klifrað upp úr djúpu lauginni í stiganum í suð vestur horninu... gengið 10 stór skref í norður..... stoppað og horft í vestur... Þá ættuð þið að sjá fjall í fjarska.... Það ku vera Vindbelgur... Belgjarfjall... Vindbelgjarfjall eða hvað svo sem það heitir á Mývetnsku (sem er by the way ekki sama tungumál og Íslenska)
Hólmdís H. frá Húsavík spruði: Hvaðan ertu úr Mývatnssveit?
Svar: Ég er úr Vogum (stoltur VOGGI). Við voggar dreifum okkur skipulega um allan heiminn til að sjá til þess að Velferð heimsins sé ekki ógnað. Sjálfur sé ég um að vera verndari Ameríkuhrepps. Aðrir voggar sjá um hin ýmsustu héruð, sveitir, borgir og bæi Íslands. Fulltrúar Vogga á Húsavík eru m.a. Jónas Hallgríms, Skúli Hallgríms og Gunni Bó. Hvar væri Húsavík án þessarra heiðursmanna?!?!?!
Heiðrún Drottning spurði: Og á ekkert að skella sér til Iceland í "spring break"??
Svar: Nei... ég þori ekki, því að þú mundir þá örugglega ráðast á mig og krefja mig um nýja Kórónu..... OG ég er búinn að segja þér frá því 1980 að þú færð ekki nýja kórónu!!!!!! Hættu svo þessu tuði drottning!!................. en líkt og undanfarin ár þá förum við til Florida í "spring break" (meira um það síðar)
BJÖSSI...... síðast en ekki síst...... Hann kom reyndar ekki með neina spurningu, en hans skrif kölluðu á svar frá mér. Hann hélt því fram að ég skammaðist mín svo mikið fyrir það að vera VOGGI. En ég segi nú bara eins og Mikki refur sagði forðum "nei, nei, nei, nei...... það er alveg öfugt" Öfugt...... hvernig öfugt !! sagði þá bangsapabbi........ OK... þetta verður svolítið langt svar hjá mér og það byrjar með formála.
Sko....... Í öllum heiminum eru aðeins tvær gerðir af fólki. Annars vegar þeir sem eru Íslendingar, og hins vegar þeir sem vildu að þeir væru Íslendingar. Allir vilja jú vera Íslendingar því að við erum, samkvæmt áliti Sameinuðu þjóðanna, besta land heims til að búa í, svo erum við með hreinasta loftið, besta vatnið, fallegasta kvenfólkið o.fl. o.fl. ofl.
Ef við þrengjum svo þessa hugsun aðeins, þá er það staðreynd að á öllu Íslandi eru líka tvær gerðir af fólki. Annars vegar þeir sem eru að norðan, og hins vegar þeir sem vildu óska að þeir væru að norðan. Það er mjög eðlilegt, enda erum við Norðlendingar miklu montnari, tölum almennilega Íslensku, fundum upp Bautann, og Brynju-ís, fundum upp hvalaskoðun, höfum hinn landsþekta Laugaskóla, og svo má lengi telja.
Enn þrengjum við þessa hugsun og næst bera að geta þess að það er líka staðreynd að það eru aðeins til tvær gerðir af Norðlendingum. Þeir sem eru Mývetningar og þeir sem að vildu að þeir væru Mývetningar. Ekki er það nema von því að við Mývetningar erum ekki bara með eindæmum montnir, þrjóskir og gáfaðir, heldur eigum við líka heimsmet í fjölda mýflugna per fermetra, við eigum besta silunginn, besta laxinn, fallegustu fjöllinn, mestan fjölda af gúmmískóm per íbúa, stærsta sveitarfélag á Íslandi, við eigum Dimmuborgir, Hverfjall, OKKAR EIGIÐ bláa lón, hið landsþekkta knattspyrnulið HSÞ-b, ofl. Ofl, ofl, ofl.
Mývetningar skiptast líka í tvo flokka. Annars vegar VOGGAR og hins vegar þeir sem að vildu óska að þeir væru VOGGAR. Ekki nema von því að VOGGAR eru yfirburðar kynstofn, sem ekki þarf að útskýra nánar. Við VOGGAR erum fáir útvaldir............ og get ég nú loksins farið að útskýra commentið hjá Bjössa frá því í gær. Hann er nefnilega sjáið þið til Mývetningur, sem er ekki VOGGI. Samkvæmt kenningunni er hann þar af leiðandi einn af þeim sem "vildi óska þess að hann væri VOGGI".... he,he... Engin ástæða er því til að láta rigna svívirðingum yfir Bjössa, eins og hann sjálfur óskaði eftir. Þetta eru típísk viðbrögð hjá fólki sem að vildu óska þess að þau væru VOGGAR. Bjössi er þó ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera. Hann nefnilega ákvað að giftast VOGGA konu. Það gerði honum kleift að umgangast VOGGA og svo á hann líka tvö gríðarlega skynsöm og vitur VOGGA börn. Með því tryggði hann örugga framtíð afkomenda sinna. Bjössi sjálfur verður hins vegar aldrei VOGGI, og yfir því verður hann alla ævi sár og svekktur.
Lýkur þar með pistli þessum.....
Kv... Þórir
Ps. Bjössi.... Þetta er alveg eins og í gamla daga... þú telur þig hafa leikið stórleik.... En áttar þig svo allt í einu á því að þú hefur leikið af þér, svo að enn og aftur segi ég......... SKÁK OG MÁT!!!!
Athugasemdir
Ég held nú að heilaleysið hrjái þig eitthvað. Kannski átti ég ekki stórleik en er pottþétt ekki skák og mát því þú lékst hreinlega út af taflborðinu og ert því riddara undir.
Ég segi nefninlega eins og Mikki refur forðum "nei, nei, nei, nei...... það er alveg öfugt" Voggar voru nefninlega á sínum tíma yfirburðakynstofn en eftir að síðustu ættliðirnir höfðu gifst sytrum sínum og bræðrum (nú eða frændum og frænkum) í nokkrun tíma höfðu hinir eldri Voggar miklar áhyggjur af því að stofninn væri að úrkynjast. Tengdapabbi flokkast nú undir eldri Vogga (86 ára) og ákvað að kynbæta Voggastofninn. Hann gifti því 3 elstu börnin sín utan Voga en gerði þau reginmistök að gifta þau utan Mývatnssveitar þannig að kynbætur urðu engar. Því leitaði hann logandi ljósi að manni innan Mývatnssveitar handa yngstu dóttur sinni og fann þann langsamlega besta (mig - bara svona ef það skildi vefjast fyrir hálfanum í þér) í Suðursveit og hvar annars staðar þar sem við höfum borið höfuð og herðar yfir Mývetninga í langan tíma þó svo að við höfum af eintómri hógværð leyft Voggum að halda að þeir séu Mývetninga mestir (eina ljósið í ættfræði Vogga er í raun að þeir eru upphaflega Grænvetningar og bera þ.a.l. af öðrum útsveitungum). Þessar kynbætur hafa tekist með eindæmum vel og munu þessi tvö börn sem Gunnhildur á án efa halda merki Vogga á lofti vel og lengi en munu að sjálfsögðu draga niður meðaltal Suðursveitunga.
Skýringar fyrir þá sem ekki þekkja til í Mývatnssveit
Suðursveit = Sá hluti sveitarinnar sem er sunnan Mývatns - Þeir sem búa þar eru kallaðir Suðursveitungar
Grænvetningar = þeir sem eru frá Grænavatni sem er bær sunnan Mývatns (Grænvetningar eru Suðursveitungar)
Útsveitungar = þeir sem búa norðan Mývatns (Voggar eru útsveitungar)
Voggar koma upphaflega frá Grænavatni því ættfaðir þeirra bjó þar en hafði jarðaskipti við bróður sinn (sautjánhundruðogsúrkál) og flutti þar með í Voga
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:42
Veistu það ekki maður að núna heitir þetta ekki lengur HVERFJALL heldur HVERFELL.
Lísa (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 11:22
jeminn þið eruð alveg dásamlegir 2.stykki af ríg-montnum Mývetningum. að berjast á banaspjótum hvor sé stærri sætari og meiri ???' hlýtur að vera soldið gaman að vera fluga á vegg þegar þið eyðið kvöldstund saman. en annars hafðu það sem best og mikið öfunda ég ykkur þarna að hlaupa út í vorið á næstu dögum. Njótið - lifið og leikið ykkur. kv guðný
Guðný (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:35
Bjössi er klárlega minni en Þórir!
Hverféll? Kannski Bjössi?! Hverfjall er hins vegar á sínum stað og er ekkert við það að falla!
Þetta er sérdeilis skemmtilegt umræðuefni ;) og allt er þetta flest alveg rétt hjá Bjössa...Voggar koma upphaflega frá Grænavatni sem er í suðursveit...svo er hægt að spyrja AF HVERJU skildi hin forni ættfaðir hafa haft jarðskipti við bróður sinn...jú, af því að hann afi minn var vitur maður og sá það að það var gjörsamlega ómögulegt að búa í suðursveit...Vogar er miklu fallegri og betri jörð en Grænavatn...!
Voggar eru ekkert montnir eða neitt sko...þeir eru bara bestir og vitaða!
Hilsur til ykkar, Guðrún.
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:51
...einhvern tíman var nú líka talað um að vera RÉTTUM megin við vatnið.. og svo sunnan megin við vatnið... og þegar skín á réttláta þá skín sólin norðan við vatn.. er það ekki alveg á hreinu?
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:17
kvitt maður verður að kvitta fyrir heimsókn kíki stundum hér inná síðuna ykkar læt fylgja slóð inná síðuna hans Sigujóns hann er að glíma eftirköst eftir heilhimnubólgu . kveðja Erla Sigurjónsd.Selfossi.blog.central.is/sigurjonv
Erla Sigurjónsd.Selfossi (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:02
Og þar sem Grímsstaðir og Vogar eru réttu megin við vatnið þá er þetta fullkomið er það ekki? Alla vega mjög nálægt því :)
Auður Kjartans (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:48
Ab ba ba, held nú ekki, Hvalaskoðunarferðir voru fyrst farnar frá Höfn í Hornafirði fyrir mjög mörgum árum síðan. En vegna þess hvernig landið liggur þá sáu menn ekki framtíðina fyrir sér í þessu þar og svo fór þetta af stað frá Húsavík sem hefur gefið allt gott af sér. En þetta byrjaði á Höfn
kv, Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 10:56
Ég les oft en kvitta sjaldan.
Óskaplega er gaman að sjá að Þórir hefur ekki fengið snert af minnimáttarkennd þarna í Ameríkuhreppi, ég dáist að hugmyndafluginu þegar þið metist um sveitina,( þori ekki að nefna hana, gæti farið rangt með). Þá var ekki leiðinlegt að lesa um snjó og Ameríkana, eða hvað þeir eru ,,fróðir´´ um Ísland. En þetta er ekkert nýtt, fyrir ca. 30 árum var námsmaður að koma til USA og var bara með miða aðra leiðina. Eftirlitið spurði hvernig hann ætlaði til baka, hann sagðist ætla keyra. Og hvaða leið;spurðu þeir. Atlantshafsleiðina, svaraði námsmaðurinn, það var samþykkt.
Bestu kveðjur
Guðrún S.Þorsteinsd.
Guðrún (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:04
Hvar er helv.... kórónan mín??? Reyndu bara að flýja til Florida, aldrei að vita nema ég mæti á svæðið...... þú ert hvergi óhultur....
HEiðrún drolla (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.