14.3.2008 | 19:42
Prófin búin!!!!
Var að koma úr síðasta prófinu. Gekk eins og í sögu!. Er búinn að vera límdur ofan í skólabækurnar undanfarna 10 daga, og er þokkalega feginn því að vera nú kominn í páskafrí (spring break). Mínir háttvirtu tengdaforledrar komu í gær, með beinu flugi frá Selfossi flugvelli, með hlaðnar töskur af íslesku góðgæti. Í morgunmat í dag fékk mér mér KEA skyr, rúgbrauð með 7 ostasneiðum, flatbrauð (sem Selfyssingar kalla flatköku) með hangkéts áleggi,...... og síðast en ekki síst..... Lifrarpilsu. Ég er ekki frá því að þetta íslenska góðsæti hafi átt mestan heiður af því hversu vel mér gekk í prófinu í morgun.
Nú tekur við rúmlega viku frí..... til 25. mars.... og það verður nú aldeilis ágætt að fá smá pásu frá heimalærdómi.
Annars er hér allt í sóma í Ameríkuhreppi. Veturinn er farinn, Atli er í Victoria fylki að keppa í fótbolta. Gísli er að fara að keppa á state meet" í fimleikum á morgun.... þannig að það er í nógu að snúast. Ég ætla að safna kröftum um helgina, hlaða mig upp af Íslenskum mat-og-nammi orku og safna í sarpinn fyrir þétt mánudagsblogg.
Góða helgi!
Kv.....Þórir
Athugasemdir
Til hamingju með að vera komin í frí og líka að vera búin í prófum ,eigðu góðan helgi Besta kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:50
Monday my ass.
Þetta hefur verið þétt helgi því meira að segja á vogískum Minnesotatíma er kominn ÞRIÐJUDAGUR
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.