Sönn saga frá Frönsku veitingahúsi

Á föstudags kvöldið var okkur Guðrúnu boðið í afmæli hjá vinafólki okkar. Þetta var mjög látlaust, bara hópur af fólki frá „Pelican Lake" sem hittist og það var farið út að borða. Sá sem átti afmæli, á son sem er í kokkaskóla og við borðuðum sem sagt á veitingastað kokkaskólans. Þangað mættum við Guðrún um kvöldmatarleytið og ég var glor-hungraður...... að vanda. Það voru einhverjar svona smábrauðsneiðar og smjör á borðum þegar við mættum og ég fékk mér strax nokkrar sneiðar til að svala sárasta hungrinu. Ég renndi augunum yfir matseðilinn, við áttum að fá fjögurra rétta máltíð og í fyrstu leist mér bara mjög vel á þetta allt saman........... en annað átti nú eftir að koma í ljós!

Forréttur: Frönsk lauksúpa: Nammi namm.... einmitt ein af uppáhalds súpunum mínum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa mínum eigin augum þegar súpan var borin fram, því að það var svo lítið af súpu á diskinum að það var rétt svo botnfylli. Súpan var hrikalega góð..... en eftir að hafa dýft skeiðinni fjórum sinnum ofan í súpuna var hún búin!! Ég hallaði mér að Guðrúnu og hvíslaði að henni að vonandi væri þetta ekki það sem koma skyldi, því að ég væri ennþá svangur. Hún brosti bara, enda var henni alveg sama. Hún var svo ánægð með hvítvínið sem var borið fram með súpunni. Hins vegar finnst mér hvítvín hundvont..... svo að ég bað um „ice tea".

Aðalréttur: Kjúklinga bringur með einhverju skrítnu: Birtist ekki listaverk á diski. Allir guðuðu upp yfir sig hvað þetta væri rosalega flott borið fram á diskinum!!...... nema ég, því að ég var í óða önn við að reyna að finna hvar maturinn væri. Ég nefnilega sá ekki betur en að á diskinum mínum væru tveir pínulitlir bitar af kjúklingi, ein hundasúra, eitt kartöfluspjót sem stóð beint upp í loftið, og utan um þetta var eitthvað rautt sem var eins breitt og tvinni....... og reyndist vera sósa!!! Ég horfði lengi á þetta og sagði svo...... við sjálfan mig...... það getur ekki verið að þessi skammtur eigi að vera fyrir fullorðinn mann, því að þetta myndi ekki einu sinni vera nógur matur fyrir ungabarn. Ég sneri mér að Guðrúnu sem fór að hlæja... því að hún vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa..... og sagði mér svo að þetta væri nú einu sinni franskt veitingahús. „FRANSKT!!!!!!!!!!" sagði ég „af hverju í ósköpunum léstu mig ekki vita af því" hélt ég áfram „þá hefði ég nefnilega étið á mig gat ÁÐUR en ég kom hingað" Guðrún sagði bara SKÁL úr nýju víntegundinni sem hún hafði fengið með kjötinu! Fjórtán sekúndum síðar var ég búinn með aðalréttinn.... enn glorsoltinn!! Það voru bornar fram þrjár mismundandi víntegundir með kjúklingnum........ en ég hélt áfram að drekka íste.

Milliréttur: Ostar, ávextir, og salat: Þetta hljómaði mjög skrítið! Það datt af mér andlitið þegar þessi réttur var lagður fyrir framan mig. Á diskinum voru tvær ostasneiðar, sem hvor um sig voru álíka stórar og eldspítustokkur.... samt eins þunnar og venjuleg ostasneið. Þar var líka ostakúla.... sem var eins stór og sykurmoli, ein sneið af stjórnuávexti, pínulítið hindber og svo smá arfi til hliðar sem ku hafa átt að vera salat!!!!! Nú var annað fólk í kringum mig farið að skemmta sér konunglega yfir mínum viðbrögðum við matnum. Ég gat ekki skilið betur en að ég ætti nú að fara að borða þessar ostasneiðar með hníf og gaffli! Þá sagði ég nú eins og Mikki refur sagði forðum „þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurn tíman heyrt"  Ég er nú vanur því að fá mér ost ofan á brauð... en ekki borða hann með hníf og gaffli! Ég hins vegar fékk allt í einu snilldar hugmynd. Ég lét rétta mér smábrauðin sem voru enn á borðinu, smurði tvær sneiðar með smjöri, setta sína hvora ostasneiðina ofan á, og var þar með búinn að búa mér til tvær brauðsneiðar með osti!! Svo smelli ég fingrum og bað þjóninn um mjólkurglas með ostabrauðinu, og svo borðaði ég þetta allt með bestu lyst....... við mikla kátínu þeirra sem sáu!!.

Eftirréttur: Panna cotta: Það er einhver svona hlaup-búðingur, frekar skrítinn..... var ekki borinn fram í magn-pakkningum frekar en annað þetta kvöldið. Náði næstum því að fylla út í eina te-skeið, og hvarf ofan í mig.

Niðurstöður kvöldsins:

1.            Þegar maturinn var búinn var ég enn algjörlega að-fram-kominn úr hungri

2.            Það er ekki mjög skynsamt að fara á franskt veitingahús ef maður vill fá eitthvað að éta

3.            Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

4.            Ég vill frekar borða mikið af mat sem er ekkert sérstaklega góður.... frekar er sýnishorn af mat sem lítur út eins og listaverk og er hrikalega gott á bragðið. Þ.e. magn er betra en gæði!

5.            Ef maður fær eitthvað í matinn, sem manni líst ekki á, þá er bara að reyna að gera gott úr því og t.d. búa sér til brauð með osti, og brosa framan í heiminn!

6.            Ef eitthvað gerist í lífi manns, sem manni líst ekki á , þá er bara að reyna að gera gott úr því og halda áfram að bosa framan í heiminn!

 

Kv... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er spurning um að fara að "fíla" vínin!!!!!!!!!!!!!!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 16:49

2 identicon

Alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar. Ég er ´´regular´´ og hlæ með sjálfri mér. Ég kannast þarna við margar hugsanir í sambandi við USA og fleira. Hittir alltaf naglann á höfuðið!!!

Nr. 5 og 6. Vel sagt...........

Sigrún í Marblehead (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 23:34

3 identicon

Sæll Þórir og fjölskylda,

 Sirrý heiti ég og kíki stundum inn hjá ykkur. Hef alveg rosalega gaman af því sem þú skrifar. Kannast við margt þar sem við búum í Los Angeles. Ég hló upphátt núna að þessari færslu, sé þig alveg fyrir mér þó svo ég hafi aldrei séð þig....

Vildi bara loksins láta verða af því að kvitta. Dáist líka að konunni þinni fyrir að ná góðum árangri með bútasauminn í þessu stóra landi.

kv. Sirrý

sirrý Jónasar (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 07:02

4 identicon

Kvedja fra svensku systrunum sem aetla ad eyda paskunum saman i Gautaborg og a morgun verda islenskar sodnar kjötfarsbollur bornar fram med hvitkali og braeddu smjöri. Kom med 10 paskaegg, kjötfars og Royal buding i handfarangri...... Gledilega paska

Heidrun og Ellen (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:43

5 identicon

Hehehe!  Sé þig alveg fyrir mér Þórir, ekki alveg að fíla þetta!   Þú ert líka svo góðu vanur hjá meistarakokkinum konunni þinni;-)  Nú eruð þið væntanlega komin í sól og blíðu......væri alveg til í að vera með ykkur......en læt mig dreyma og hugsa bara um tvær síðustu ferðir....bara dásamlegt!   Hafið það sem allra best og njótið frísins!  Knús frá okkur á klakanum.

Eydís (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:44

6 identicon

Rétt einu sinni er mér skemmt við að lesa Ameríkubloggið. Alveg furðulegt þegar fólk heldur að matur sé eitthvað upp á punt. Líklega manstu héreftir að athuga áður en þú ferð út að borða hvort staðurinn er nokkuð með franskt eldhús

KV

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:19

7 identicon

Þú ert alveg yndislegur Þórir, hér sit ég og skemmti mér konunglega yfir skrifum þínum hahahaha. Gleðilega páska og hafið það dásamlegt :)

bestu kveðjur frá okkur

gtogco

Guðfinna Tryggvad. (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:01

8 identicon

ja hérna...þetta skeður ekki í Múlakaffi.....frakkar kunna ekki að smíða bíla og ekki að elda mat...bara að plata kellingar upp í rúm.....svo skíta þeir á sig...þeir erum aumingjar sem sást best í seinni heimstyrjöldini...það er annað en Bretar.....Aston martin....egg og beikon....Ford Cortina.......orrustan um Bretland....Nottingham Forest.....

kv Rocco

Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:35

9 identicon

Farðu bara til elgsins... og hann kemur með gulrætur og salat blöð. já eða til íkornafjölskyldunar. íkornamamman kemur með fulla skál af... hnetum.. gerðu eins og ég segi þér og þ´æer líður miklu betur á eftir.

Stefán jak og co (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:02

10 identicon

Langt síðan maður hefur kommentað hér - þessi helv... ruslpóstvörn er svo hrikalega flókinn ;-)  Fannst mér þó renna blóðið til skyldunnar til að tjá mig um þetta og tjá innilegar samúðarkveðjur mínar vegna þessarar ömurlegu uppákomu.  Hef fullan skilning á vonbrigðum þínum Þórir.

Annars allt fínt  frá Hlöðum.  Hér er alltaf NÓG að borða enginn hætta á öðru. 

Gaui, Þórdís og co. (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 00:31

11 identicon

He he he,

Var að koma úr Mývatnssveit þar sem einhverra hluta vegna er alltaf étið á þriggja tíma fresti og ekkert franskt.  Og ef maður skildi t.d. einhverrra hluta vegna missa úr máltíð (t.d. sofið of lengi og misst af morgunmatnum) þá eru bara 2 máltíðir teknar í einu (t.d. maður vaknaði bara í tæka tíð fyrir morgunkaffið (sem nota bene er ekki það sama og morgunmatur) þá byrjar maður á því að fá sér morgunmat (því maður missti af honum því maður var sofandi) og skellir sér svo beint í að éta kruðeríið sem fylgir morgunkaffinu).

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband