Bank of the Universe

Við fjölskyldan skelltum okkur að vanda til Florida um páskana. Þetta var 4 árið í röð sem að við gerðum það, þannig að þetta er orðið árlegt hjá okkur. Við vorum í viku og þetta árið komu Gísli og Emma (tengdó) með okkur og líka Bjarki Þór (Sævars-Þórs-Gíslasonar). Ég reyndar kom fyrr heim. Ég kom heim á mánudagskvöld þar sem að ég byrjaði í skólanum aftur á Þriðjudagsmorguninn. Þannig að ég var bara 5 daga í sólinni. Restin af fjölskyldunni er á leiðinni heim akkúrat núna þegar þetta er skrifað (á miðvikudagskvöldi) og ég er að fara eftir klukkutíma út á flugvöll að sækja þau. Ferðin var að sjálfsögðu frábær, og kærkomin tími til afslöppunar.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að blogga núna er sú að ég var að upplifa mjög skemmtilegan hlut. Ég stofnaði nefnilega banka áðan. Ég stofanaði Bank of the Universe...........

Ég fór í Target áðan til að kaupa smá mat handa þeim þreyttu ferðalöngum sem eru að koma heim frá Florída. Target lokar kl. 10 að kvöldi og klukkan var rétt að smella í lokunartíma. Það voru fáir eftir í búðinni og fyrir framan mig á kassanum var ung dama sem ég hef aldrei séð áður, sjálfsagt ca. 20 ára sem var að borga með debetkortinu sínu. Það gekk hins vegar eitthvað illa og hún fékk ekki heimild á kortið. Þar sem hún var ekki með neina aðra peninga til að borga, baðst hún afsökunar og sagðist bara þurfa að koma aftur á morgun og kaupa þetta þá. Ég sá að heildarupphæðin hjá henni var um 20 dollarar. Þannig að ég sagði við dömuna að ég skyldi borga fyrir hana. Hún horfði á mig eins og ég væri eitthvað skrítinn, og sagði svo „nei takk.... þetta er allt í lagi, mig vantar þetta ekkert sárlega". Þá sagði ég við hana „Jú, ég ætla að borga...en leyfðu mér að útskýra. Ég ætla að borga fyrir þig en þú þarft ekki að borga mér aftur! Það þýðir samt ekki að ég ætli að gefa þér peningana. Hugsaðu frekar bara  að þú sért að fá lán frá „Bank of the Universe". Þessu fylgir sú kvöð að næst þegar þú lendir í þeirri aðstöðu að þú sérð einhvern sem að vantar peninga, þá borgar þú þeirri persónu 20 dollara. Þar með ert þú búin að borga lánið við „Bank of the Universe" og þú segir þessa sömu sögu við þá persónu sem að þú lánar peningana"  Daman horfði á mig þögul og sagði svo eftir langa þögn.  „Hver kemur þá til með að borga þér til baka?"  „Ég hef bara trú á því að ef að ég lána þér núna 20 dollara, þá komi ég til með að fá þann pening endurgreiddan frá einhverjum öðrum á einn eða annan hátt", sagði ég. Hún horfði ennþá á mig og hugsaði. Ég held að þú sért ruglaður, en þetta meikar samt sens. Afgreiðsludaman greip inní og sagði „þetta er sniðugt!" Ég borgaði svo 20 dollarana fyir dömuna, sem að marg þakkaði kærlega fyrir sig og hvarf í burtu brosandi. Þegar ég var búin að borga mínar vörur sagði afgreiðsludaman við mig „ég er nú búin að vinna hér í 6 ár, og það gerist ekki margt eftirminnilegt hér í vinnunni. En þetta sem þú gerðir og þessi saga um Bank of the Universe kemur til með að verða mér mjög minnistæð.

Niðurstöður kvöldsins:

1.            Það er gaman að stofna banka

2.            Bara það að hjálpa þessari dömu og borga fyrir hana 20 dollara og sjá hana fara brosandi í burtu, var 20 dollara virði.

3.            Að heyra þetta hrós frá afgreiðslukonunni var a.m.k. 20 dollara virði

4.            Þegar ég gekk út úr Target leið mér ekkert smá vel í hjartanu..... það var a.m.k. 20 dollara virði

5.            Ég er a.m.k. strax kominn með 40 dollara andlegan hagnað....... það er ómetanlegt (for everything else, there is Mastercard)

6.            Ég hef enn 100% trú á því að samkvæmt „law of attraction" þá eigi mér eftir að áskotnast 20 dollarar, eða meira, á einhven hátt, mjög fljótlega........... og þá skal ég vera fljótur að láta ykkur vita af því!

7.            Nú er kominn tími til að fara út á flugvöll og sækja liðið

 

Kv... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

awwww þetta var nú voðalega krúttlegt hjá þér :) Viðurkenni að mig langar rosalega að gera þetta og bíð alltaf eftir að lenda í þessari "aðstöðu"  hef so far bara lent í að hjálpa fólki með uppí upphæðina, 100 kr eða svo...

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:40

2 identicon

Hreinber snilld

Helga Þorsteinsd. (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:00

3 identicon

þú ert almesti snillingur sem ég hef kinnst

silla rögnvaldsd (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:31

4 identicon

Þetta var nú þér líkt. Og veistu ég er í vinnunni minni og var næstum farin að skæla (og það var nú 20 dollara virði að sjá það) Hafðu það ávallt sem allra best og við hin skulum taka þig til fyrirmyndar og hjálpa öðrum svona. Ég er viss um að það margborgi sig. Guð blessi þig (sjáðu hvað þú gerir mig viðkvæma með þessu )  :)

kv Guðný Sig

ný bók : "Þórir gerist bankastjóri " eða hvað ??

Guðný Sig (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:26

5 identicon

Góð hugmynd hjá Guðnýju, var einmitt að hugsa um þegar ég las ,,frönsku söguna´´ hvort Þórir væri nokkuð í réttu fagi í skólanum, hann ætti líklega frekar að snúa sér að skrifum. Bankastjórinn er góðu

Kv

Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:48

6 identicon

Þú ert mjög góður og mjög fallegur sál ,fallegt af þér að gera þetta og þú verður endurgreitt það er víst!!!!Biða heilsa öllum og gangið þér allt í haginn.Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:36

7 identicon

Sæll, þú þekkir mig ekkert en vona það sé í lagi að ég megi lesa skrif þín, þau veita mér þvílika gleði og innblástur, hef fylgst með þér frá því saga Ástu Lovísu hófst í fjölmiðlum hér heima(þ.e. gegnum síðuna hennar). Er cancer survivor í 11 ár í ágúst!!!!

Þú ættir að skrifa bók - óður til lífsins.

Hafðu þökk fyrlr.

Kv. netverji

Hanna Arnorsdottir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 00:36

8 identicon

Þetta var nú aldeilis herramanslegt af þér Þórir...já og sniðugt líka! 

...hafið það gott...

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:44

9 identicon

hmm

Þið þekkið greinilega ekki Þóri.  2 möguleikar

1. Guðrún er ekki heima og Þórir fer út í búð til að pikka upp ca 20 ára stelpur.

2. Auðvitað gerði hann þetta og póstaði á síðunni til þess að láta viðkæma komast við.  Þeir hinir sömu drífa sig svo að senda Þórir 20 dollara þannig að hann græðir margfalt.

Annars var þetta mjög fallegt af þér og þú hefur komið langan veg frá því á Laugum í gamla daga þegar Spörri gaf þér vitlaust til baka í sjoppunni og þú stakkst því bara í vasann (þannig að þú ert þegar kominn með 20 dollarana).  Og þá hafðirðu heilan heila og gast reiknað (og teflt) og því ekkert til afsökunar.

og hana nú

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:34

10 identicon

Góðan daginn,   Þú ert frábær og vel við hæfi að láta fylgja hér með spakmæli dagsins frá velgengni.is sem ég fékk sent í morgun  - Ein af frábæru umbunum lífsins er að ef þú í einlægni hjálpar öðrum, þá hjálpar þú sjálfum þér í leiðinni. –

Ralph Waldo Emerson

 

Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:50

11 identicon

Frábær hugmynd hjá þér!  Ég er að hugsa um að flytja viðskipti mín í Bank of the Universe.  Skemmti mér konunglega við að lesa bloggið þitt og ekki klikka snilldar athugasemdirnar hans Bjössa!  Gaman að þessu.

Inga Heiða Lauga-skvísa (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:29

12 identicon

Mér finnst þetta alveg brilljant hugmynd - ég vildi óska þess að fleiri hugsuðu svona  - ertu ekki annars með heilann heila !!!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:44

13 identicon

Þetta er náttúrulega snilld,,, og ekki skemma fyrir svörin hans Bjössa, tárin hreinlega leka

Þetta fer eins og eldur í sinu um umheiminn vertu viss.................

Kveðja frá selfossi.

Vigdís Rós (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:45

14 identicon

Frábært hjá þér Þórir, vildi að fleiri ættu þennan hugsunarhátt til

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:43

15 identicon

Þórir, værir þú til í að koma með mér í búð á fimmtudaginn, mig vantar svona sitt lítið af hverju...??? (eins og td. nýja kórónu......)

Heiðrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:53

16 identicon

Heiðrún, þú ert ekki ca 20 ára og ég verð að segja að meira segja Þórir (með sinn hálfa heila) myndi ekki einu sinni taka þig fyrir að vera 20 ára

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:45

17 identicon

hey er enginn sem getur stungið uppí hann Bjössa (hann á annars alltaf næstum síðasta svarið) segi bara svona, það er nú annars alltaf gaman af svona skotum-föstum og lausum. kv Guðný 

Guðný (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:06

18 identicon

Heiðrún! Ætlarðu ekki að svara þessu kona? ... nei ég meina stelpa?

Helga (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:49

19 identicon

þú ert nú meira fíflið....ekki furða þó að þú eigir ekki Rolex......

Rocco the freat lover from selfoss... (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:59

20 identicon

Hæ hæ Þórir, kíki oft á þessa skemmtilegu síðu þína og kominn tími að kvitta fyrir skemmtunina  

Þessi saga þín minnir mig óneitanlega mikið á eina uppáhaldsmyndunum mínum sem heitir ,,Pay it forward", hugsunin í þeirri mynd er nákvæmlega það sem þú varst að koma af stað í bankanum þínum. Mæli með þessari mynd ef þið eruð ekki búin að sjá hana.

Kveðja, Helena Ósk

p.s. Keep up a good blog :)

Helena Ósk Laugalimur (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband