3.4.2008 | 05:04
Endurgreiðsla frá Bank of the Universe
Ég var í löngu hádegishléi í skólanum í dag og mér datt allt í einu í hug að hringja í Guðrúnu og athuga hvort að hún vildi ekki hitta mig einhvers staðar og borða með mér hádegismat. Það eru reyndar um 40 mínútna akstur að heiman í skólann...... en engu að síður þá höfum við nú nokkrum sinnum hittst svona í hádeginu. Guðrún hins vegar var að borða þegar ég hringdi þannig að hún nennti ekki hitta mig. Þá voru góð ráð dýr!. Ég gat ekki hugsað mér að borða í skóla mötuneytinu (sem heitir Food for Thoughts"). Sá matur er ekki mjög góður, og ætti ekki sénst í góðgætið sem ég fékk í mötuneytunum í Skútustaðaskóla, Laugum, Laugavatni og Kröflu.
Hvað um það...... ég var svangur og ákvað að stökkva út í bíl og keyra eitthvað og athuga hvort að ég gæti ekki fundið mér eitthvað í gogginn. Ég keyrði í ca 5 mín. út úr miðbænum og sá þá bunka af veitingastöðum. Þar á meðal sá ég LeeAnn Chin skyndibitastað. Ég var ekkert smá ánægður með það því að þar er frábær réttur sem heitir Bankok curry chicken". Glaður í bragði lagði ég bílnum og hélt svo inn til að fá mér að eta. Þegar ég kom þangað inn fannst mér eitthvað vera skrýtið. Ég fattaði ekki alveg hvað það var en þegar ég sá matseðilinn þeirra, hugsaði ég: hmmmmmm.... nýr matseðill! Með mínum gríðarlega lestrarhraða leit ég yfir matseðilinn og sá að það var hvergi á honum að finna Bankok curry chicken" Hver fjandinn.... hugsaði ég....... en á því sama augnabliki gerði ég mér grein fyrir af hverju mér fannst allt svona skrýtið þarna inni! ÉG VAR Á VITLAUSUM VEITINGASTAÐ!!!!. Bankok curry chicken fæst á stað sem heitir Noodle´s and Company"...... en ég var staddur á LeeAnn Chin. Frekar heimskuleg mistök.. Það mætti halda að það vantaði eitthvað í heilann á mér!!
Engu að síður fékk ég þó ágætis asískan man á LeeAnn Chin, og át hann upp til agna. Eftir að hafa sagt doi,doi,doi,doi,doi,doi" gekk ég út, og í átt að bílnum. Þegar ég nálgaðist bílinn sá ég allt í einu peningaseðil liggja beint fyrir framan mig. Ég beygði mig niður og tók hann upp.... og viti menn.... þetta var 20 dollara seðill!!! Ég trúði ekki mínum eigin augum!!!! Ég hafði fengið greitt frá Bank of the Universe" Þetta var alveg eins og í bíómynd.... það hefði örugglega verið spiluð dramatísk tónlist þegar ég tók upp peninginn!!!!!
Þetta fannst mér mjög merkilegt.... sérstaklega því að ég var á þessum stað og þessum tíma fyrir algera tilviljun. Ætlaði að fara út að borða með Guðrúnu.... fór á svæði sem ég hef aldrei farið á áður.... og fór þar að auki óvart á vitlausan veitingastað. Flestir myndiu sjálfsagt kalla þetta heppni, en fyrir okkur sem höfum lesið the Secret" þá heitir þetta nú bara the law of attraction"
Kv... Þórir
Ps. Hanna Arnórsdóttir kvittaði hjá mér þann 28.mars. Ef þú lest þetta Hanna viltu þá vera svo væn að senda mér tölvupóst með netfanginu þínu. Ég þarf að segja þér svolítið sniðugt!
Pss. Heiðrún.... komdu bara í heimsókn til Minnesotastrím. Þá geturðu farið í búðir og grætt miklu meira en 20 dollara, því að hér er allt svo ódýrt! Svo getur þú bara hundskast til að kaupa þér sjálf nýja kórónu!
Psss. Bjössi... Þú værir miklu fyndnari ef þú værir Voggi!
Pssss. Rocco the great lover from Selfoss..... Ég á kannski ekki Rolex, en ég veit samt hvað klukkan er. En getur þitt Rolex flotið á vatni, tekið 9 farþega, og farið með þig á Elvis Show?
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína Þórir, einstaklega skemmtilegur penni! En ekkert smá magnað með seðilinn, eins og þú sagðir þá var þetta alveg eins og í bíómynd.....
Hafið það gott, kveðja Heiðrún Jóhanna.
Heiðrún Jóhanna (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:15
sko ef báturinn sekkur og Lykla Pétur spyr okkur við gullna hliðið..." hvað var klukkan þegar þið drukknuðuð....." hverju ætlar þú þá að svara ??
Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:10
Góður Rocco
Gott að einhver er með mér í að takmarka vitleysuna sem vellur upp úr þessum Vogga.
Ef þú hefðir ekki haft neinn pening og einhver borgað fyrir þennan asíska mat á stað sem þú þekkir ekki neitt og á svæði sem þú hefur aldrei verið á áður (í stað þess að láta þig vaska upp og skúra fyrir matinn) þá væri Bank of the Universe að virka. Það að 20 dollarar dragist að þér eins og segli (law of attraction eða e-d) úti á götu er ekki Bank of the Universe að verki.
Það hefur einhver fátækur krakki týnd mánaðarskammti af vasapeningum fyrir að fara út með ruslið. Svo hefur hann farið að rekja slóð sína í huganum og rekur leið sína yfir á þetta bílastæði en finnur hann peningana sína. Nei því SVEI einhver Voggi hirti bara peningana í stað þess að auglýsa eftir réttum eiganda. Þú hefur bara ekkert breytst frá því að stakkst skiptimyntinni frá Spörra í vasann hér um árið.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:15
Heimsóknir hingað eru alveg snilldar skemmtun
Það er auðvitað ekkert sem toppar HjördísaríHólmum-mat í mötuneytinu í Kröflu, já og þær kjérlingar sem þar voru um leið og ég var þar að vinna sem verkstjóri yfir Þóri í gamla daga! ...þar á eftir mundi ég setja Skútustaðaskóla og þriðja sætið vermir mötuneytið í Laugaskóla..........í fleiri mötuneytum hef ég ekki þurft að borða!
Annars bara góða helgi til ykkar!
Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 16:48
Snilld! Ég rakaði saman klinkinu á sínum tíma á götum Edinborgar og alltaf boðaði það meira af svo góðu á skjánum, þannig að eflaust áttu eftir að taka inn vextina líka. Verst hvað Reygvígingar eru passasamir á klinkið sitt, hér finnst ekkert á götunum nema tyggjóklessur.
Vilborg D. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.