... ég er nefnilega að skrifa bók!

Að undanförnu er ég búinn að fá slatta af kommentum um að ég ætti nú að fara að drífa mig í að fara að skrifa bók. Ég hef hingað til ekki getað annað en brosað yfir því! Staðreyndin er nefnilega sú að frá því í byrjun þessa árs hef ég setið við skriftir. Í byrjun 2007 fór ég að hugsa um að ef til vill ætti ég að skrifa bók um mína krabbameins-lífsreynslu...... það tók mig sem sagt heilt ár að drattast til að byrja að skrifa.

Bókin er nú komin vel á veg. Hún segir sögu sem byrjar 26. Maí 2006..... daginn sem 'eg greindist með heila æxli. Ég ætla að segja nokkuð ýtarlega frá minni krabbameins lífsreynslu og þeim breytingum sem hafa orðið á mínu lífi síðan þá. Þótt að ég komi til með að lýsa þessari lífsreynslu, þá kemur þessi bók EKKI til með að verða „bók um krabbamein". Þetta kemur til með að verða „BÓK UM LÍFIÐ". Skrifin koma til með að vera á jákvæðum nótum, eins og minn stíll hefur verið hér á blogginu. Ég kem hins vegar ekki til með að fela neinar staðreyndir, og það verða fullt af tilfinningasveiflum sem koma til með að skína í gegn um lesturinn, og ég get líka lofað að það verður þó nokkuð af léttum húmor..... að vanda. Markmiðið með þessari bók verður að vekja fók til umhugsunar um lífið sjálft frá mörgum mismundandi sjónarhornum.

Ég er ekki kominn með neitt nafn á bókina, en er kominn með góðan stafla af nöfnum sem mér er búinn að detta í hug. Besta hugmyndin sem ég hef fengið kom hins vegar ekki frá mér heldur frá 11 ára krabbameins survivor sem kvittaði inn á síðuna hjá mér fyrir stuttu. Hún heitir Hanna Arnórsdóttir og stakk upp á bókarheitinu „Óður til Lífsins". Það nafn líst mér afskaplega vel á og þar til annað kemur í ljós.... þá verður þetta hér með vinnuheiti á bókinni.

Hvenær og hvort þessi bók verður einhvern tímann gefin út er óvíst að svo stöddu. Ef allt gengur að óskum þá ætti ég að vera búinn að skrifa bókina í lok ágúst. Næsta mál verður þá að reyna að komast að því hvort eitthvað vit og samhengi er í því sem ég hef skrifað, eða hvort allt sé eintómur leirburður. Ef ég verð sáttur við útkomuna og fæ jákvætt feedback frá þeim sem ég læt lesa yfir bókina, þá eru allar líkur á því að ég láti til skarar skríða og láti gefa bókina út. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá er aldrei að vita nema að bókin felist einhvers staðar í jólabókaflóðinu fyrir næstu jól...eða einhvern tímann á næsta ári...eða þarnæstu jól...! Hver veit svo nema bókaútgáfa Guðnýjar tryggi sér útgáfuréttinn á svona alvöru bók!

Ég fer bráðum að birta svona glefsur úr bókinni, til að halda mér.... og ykkur við efnið.

Þetta voru fréttir dagsins!

Kv... Þórir

 

Ps. Rocco the great lover from Selfoss.. Ég sá að Bjössi hrósaði þér fyrir kommendið sem þú skrifaðir síðast. Ekki nema vona...Þú ert farinn að verða eins og Bjössi..... þ.e. farinn að skjóta sjálfan þig í fótinn!. SKO.. ef að báturinn sekkur og Lykla Pétur spyr við gullna hliðið..." hvað var klukkan þegar þið drukknuðuð.....", þá lít á á úrið mitt sem ég keypti í Target fyrir 25 dollara. Það er að sjálfsögðu svo lélegt að það stoppaði um leið og ég lenti í vatninu. Þar með get ég mjög einfaldlega svarað spurningunni hjá Lykla Pétri og hann hleypir mér inn um hliðið. (he,he)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm það er erfitt að eiga við þig þegar þú ert bara með einhverjar fréttir sem ekki er hægt að snúa út úr eða gera grín að án þess að eiga á hættu að fá á sig líflátshótanir.  Ég hefði þó lagt til að upphafði á bókinni væri ekki sá dagur sem þú greindist með heilaæxlið heldur dagurinn í desember 1989 þegar þú ávaðst að éta félagsfræðibókina þína.  Allir vita að félagsfræði er stórhættuleg og er áreiðnalega orsakavaldur þíns krabbameins (ásamt einstaklega lélegri getu í skák og snjókasti)

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:11

2 identicon

Já það kom að því að út kæmi alvöru bók eftir sjálfan þig Þórir. Til lukku með það og ég pant ætla að kaupa fyrsta eintakið.  Og aldrei að vita nema bókaforlag Guðnýjar gefi ritið út. ef hægt er að semja svo vel að öllum líki. En áfram þú og þið öll. Þið eruð frábær ( en segðu mér eitt í trúnaði ? hvað var það sem hann Bjössi vinur þinn át ?? )

Hafið það sem best.

kv guðný bókaútgefandi

Guðný (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:55

3 identicon

Mikið hlakka ég til að lesa þessa bók! Þú leyfir blaðamanninum að fylgjast með gangi mála!

Kær kveðja, Kolla og strákarnir

Kolbrún Pálína (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sæll Þórir.

Frábær lýsing hjá þér á franska veitingahúsinu og við mamma grenjuðum úr hlátri þegar við lásum þetta   Ja hérna hér.  Ég fer líklega aldrei á franskt veitingahús því ég vil fá að borða þegar ég fer út að borða 

Ég er ekkert hissa þó ég hafi eitt sinn verið pennavinkona þín hehe.

Bestu kveðjur til Guðrúnar og barnanna frá Rannveigu og Þuru. 

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:12

5 identicon

Blessaður gamli.  Það er algjör snilld að fylgjast með þér hér og við hlökkum mikið til að lesa bókina þína.  Bjössi, þú ert nottlega bara klikk, en skemmtilega klikk

Kv Dagný og Helgi Már

Dagný Bald (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:11

6 identicon

Hei snilld hjá þér að skrifa bók! Hlakka til að lesa hana

Góða helgi til ykkar!

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 09:08

7 identicon

humm....ég er mikið búin að hugsa hvernig í andsk..þú fannst þetta út ( he he )...en þú mátt ekki gleyma því að ég er líka að skrifa bók...hún er reyfari sem er sambland úr lögbyrtingablaðinu...tígulgosanum...Playboy...og á eftir að rok seljast...aðal söguhetjan heitir Tom.....hann er alltaf fullur..keyrir um á Corvettu...þekkir Bjössa vin þinn ( fyrrverandi maður konunar hans ) og elskar pílukast.....ég mun dúndra þessari bók á markað um leið og þú...fyrst í Finnlandi svo Perú...og svo USA.....

kv Rocco

Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband