16.4.2008 | 05:37
Stuttar fréttir frá Ameríkuhreppi
Guðrún er byrjuð að læra spænsku. Fer einu sinni í viku og finnst rosa gaman. Ég þarf hins vegar ekkert að læra spænsku. Ég kann nefnilega heilmikið í spænsku. Ég átti nefnilega plötuna með Kötlu Maríu í gamla daga og get ennþá sungið reiprennandi lítill Mexíkani með som-som brero" Guðrún getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.
Atli er að fara að keppa á fótboltamóti á gömlum heimaslóðum Bjössa og Gunnhildar um helgina, til Illinois fylkis. Mótið verður í Rockford, IL og ég fer með og keyri hluta af liðinu í sjö-manna bílnum. Við förum á föstudag og komum til baka seint á Sunnudagskvöld. Ég er nokkuð vongóður um góð úrslit, enda eru Atli og co með gott lið. Markmaðurinn þeirra var reyndar á Englandi fyrir tveimur vikum á æfingum hjá West Ham. Eins gott að Björgúlfur láti hann nú í friði! Atli getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.
Gísli fór á Stuttbuxum í skólann í dag. Hann er byrjaður af æfa fimleika með nýju liði. Það lið heitir Mini-Hops. Það er gríðarleg spenna. Hann er búinn að fara á tvær æfingar og finnst rosa gaman. Svo erum við búin að skrá hann á fótbolta æfingabúðir í sumar (þ.e. gamli góði fótboltinn). Svo er líka búið að skrá hann í fótbolta æfingabúðir (þ.e. Amerískan fótbolta). Gísli getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.
Svana fór með húfu og vettlinga í skólann í dag. Hún, eins og mamma sín, gengur fyrir sólarorku (það þýðir að henni líður best í sól og 30° hita.) Er enn að æfa fimleika 9 klst í viku og ætlar að fara í blak æfingabúðir í sumar. Svana getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake, og fara á Elvis!
Ég er ennþá í skóla! Verð búinn 13. Maí. Ég er ekki búinn að skrá mig í neinar sumarbúðir! Get ekki beðið eftir því að fara á Pelican Lake.
Over....and out! Kv... Þórir
Ps. Aníta Torisson... þú fékst póst frá Lifetime með nýju membership" korti. Viltu fá það sent til þín?
Athugasemdir
hahahahahahahahahah þú ert svo fyndinn. vildi að ég gæti ekki heldur beðið með að fara Pelican Lake . hér er enn allt voða hvítt og jólalegt yfir að líta. þó var vorinu spáð í gærkvöldi.... kv Guðný
Guðný Sig (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:20
Ég geng líka fyrir sólorku og ég ekki beðið eftir að komast til Mývatns
Bið að heilsa Illini
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:07
Sæl verið þið í Ameríku.
Verð nú að viðurkenna að ég hef verið löt að kommenta, en kíki hér við á hverjum degi til að fylgjast með ykkur. Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína Þórir og fær mann oftar en ekki til að brosa og jafnvel flissa :) Ég get ekki beðið eftir sumrinu, en það virðist ætla að koma hægt. Í dag er samt hið besta veður á Akureyri, sól, gola og ekki ský á himni....vona að þetta sé góð byrjun á vori og sumri í framhaldi af því.
Hafið það sem best.
Auður Kjartans (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.