Big Shocker!!

Guðrún Erla skrifar:

Nú þegar eru aðeins um tvær vikur í næstu myndatökur hjá Þóri, fengum við mesta sjokk ársins í gær....

...Þórir kom heim úr skólanum í gær um sex leytið og var löngu búinn að ákveða að drífa sig nú út á keppnishjólið og fara í fyrsta hjólatúr sumarsins. Veðrið er búið að vera svo gott þessa vikuna. Hann hjólaði í um hálftíma , og ef ég þekki hann rétt var hann nú ekkert að fara rólega. Hann kom inn móður og másandi, hlammaði sér í stólinn á móti mér þar sem ég var að horfa á fréttirnar. Örfáum mínútum síðar hrekk ég svo við er ég sé hann í svakalegum líkamlegum flogakrampa. „Grand Mal seizure" Kastið var með því lengsta sem ég hef heyrt um því hann var í fullkomnum líkamlegum krampa í 10-12 mínútur.  Ég hringdi strax í 911 á meðan ég reyndi að halda öndunarveginum hjá Þóri opnum, því hann átti mjög erfitt með það. Það var reyndar mjög erfitt að hagga honum þegar allir vöðvar eru í krampa, þannig að ég gat ekki annað en bara veitt honum stuðning. Rétt þegar það fór að slakna á líkamskrampanum hjá honum komu lögreglumennirnir og svo sjúkrabíllinn skömmu síðar. Þórir var enn algjörlega út úr heiminum þegar þeir keyrðu hann út, svaraði ekki neinu sem var sagt við hann né sagði neitt og þá var um 30 mínútur síðan krampinn hafði byrjað. Það var farið með hann á bráðamóttökuna niðri í bæ , Gísli var heima þannig að ég komst ekki með í sjúkrabílnum. Hann varð því miður vitni af öllu saman og var skiljanlega mjög sjokkeraður. Nágrannakonur mínar voru komnar á staðinn fljótt og það var strax komin í gang keðjuverkun um að ná í Svönu í fimleika, vera hjá krökkunum  og koma mér upp á sjúkrahús sem fyrst. Þegar við komum þangað var Þórir fullkomlega kominn út úr floginu og virtist í góðu ástandi, nema kvartaði verulega um verki í öllum líkamanum, enda engin smá átök sem áttu sér stað. Það fyrsta sem hann sagði var „Hvað Gerðist?" Hann hafði fengið töluverðan vökva í æð enda var hann orðinn verulega uppþornaður. Bráðamóttökulæknarnir höfðu samband við tauga- og krabbameinslækninn hans Þóris sem ávísaði aukinn skammt af flogalyfjunum og með það máttum við bara fara heim, með því skilyrði að bóka tíma sem fyrst hjá Truscheim. Læknirinn útskrifaði svo Þóri með því að segja okkur að samkvæmt Minnesota lögum, eftir að hafa fengið Grand Mal flog, þá má hann ekki keyra bíl næstu 6 mánuði!!!!!!

Þegar við komum heim beið okkar eðlilega spurningaflóð frá krökkunum og tók það langan tíma að róa þau niður. Þau eru náttúrulega orðin 2 árum eldri en þegar Þórir greindist en þá voru þau bara 4 og 6 ára og pældu nú ekki eins mikið í hlutunum og nú. Þau fóru seint að sofa eðlilega og því leyfðum við þeim að sofa út í morgun til að hafa tækifæri á að tala við kennarana þeirra og skólasálfræðinginn áður en þau komu í skólann. Það fór allt mjög vel og virðast þau vera mun rólegri núna. Við verðum bara að bíða og sjá, þangað til pössum við okkur bara á að svara öllum þeirra spurningum.

Þórir fer í blóðprufutékk í fyrramálið til að sjá hvort öll lyfja level séu ekki í góðu lagi. Truscheim vill ekkert flýta myndatökunum, enda eru bara 2 vikur í þær. Hann telur að ástæðan fyrir floginu þurfi ekki endilega að vera vegna einhverra breytinga á æxlinu, það geti alveg hafa orsakast bara af ofreynslunni og vökvaskorti. Þetta er samt sem áður í fyrsta skipti sem Þórir fær svona líkamleg flog sem gerir okkur eðlilega dálítið áhyggjufull. Við erum þó ákveðin í því að halda okkar striki í að taka bara einn dag í einu og njóta hans til fulls án þess að hafa áhyggjur af einhverju sem við getum ekki stjórnað.  Næstu mánuðir verða krefjandi sem aldrei fyrr þar sem Þórir má ekki keyra en það eru allir boðnir og búnir til að aðstoða okkur þannig að þetta hefst örugglega allt saman.

Þórir verður örugglega klár með sína hlið á sögunni fljótlega.

Kveð í bili eftir krefjandi dag......Guðrún Erla       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku þið öll ! Já þetta er mikið sjokk. Við leggjumst öll á eitt með að hafa ykkur áfram í okkar bænum. Gott er að heyra þó að í nágrenninu við ykkur er svona mikið af góðu fólki sem er boðið og búið að rétta hjálparhönd.

Megi allir himins englar vaka yfir ykkur.

og auðvitað veit maður að þið ætlið að tækla þetta eins og þið hafið gert hingað til

kv Guðný Sig og có

Guðný Sig (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:21

2 identicon

Gangi ykkur vel...það er fljótt að venjast að mega ekki keyra bíl. Ég má ekki keyra í amk ár eftir "grand mal flog" sem ég fékk um jólin, það var erfitt fyrst að geta ekki keyrt en ég finn ekkert fyrir því núna.

Sigurjón Valgeir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 08:48

3 identicon

Þetta er hrikalegt að lesa, tárin byrjuðu bara að streyma :( Gangi ykkur rosalega vel, megi góður guð vaka yfir ykkur elsku fjölskylda.

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:17

4 identicon

Húff þetta var erfitt að lesa þó svo við vorum buin að heyra þetta,

en gangi ykkur alveg ofboðslega vel, við sendum ykkur strauma..

Kv frá Selfossi 

Halldóra og Sævar (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:17

5 identicon

Gangi ykkur vel. Þetta er ekki það sem manni langar að upplifa við erum búin að standa í þessum sporum núna frá því í des. en allt á góðum batavegi núna . En aftur gangi ykkur vel kveðja frá Selfossi

Erla Sigurjónsd.Selfossi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Úff skelfileg lýsing.

Held einmitt að það sé lítið hægt að gera en að taka einn dag í einu og auðvitað vona það besta.

Bestu kveðjur Rannveig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:38

7 identicon

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur. Sendi ykkur hlýjar hugsanir og kveðjur.

Sigga Ása 

Sigríður Ása Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:56

8 identicon

Agalegt að heyra.  Finnst þetta samt lýsandi dæmi um Þóri, hann lætur ekkert stoppa sig og ég er viss um að hann hefur verið að taka Armstrong á hjólinu og ekki slakað neitt á.  Hann stendur þetta af sér og kemur sterkur til baka.  Hlýjar kveðjur og ósk um skjótan bata.

Sævar og Sunna

Sævar og Sunna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:04

9 identicon

Gangi ykkur vel Þórir þú tæklar þetta eins og allt annað
                        
                   
 kveðja  Baldvin, Bryndís og Birkir Örn

Baldvin, Bryndís og Birkir Örna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:04

10 identicon

Leiðinlegt að heyra þessar fréttir. En það er rétt Guðrún, best að taka einn dag í einu og njóta hans til fulls. Gangi ykkur rosalega vel, sendi góða strauma......

Kv Heiðrún Jóhanna.

Heiðrún Jóhanna (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 22:29

11 identicon

Þúsund kossar frá mér til þín Þórir, þú rúllar þessu upp eins og öllu öðru:-) Sendi styrktarstrauma til ykkar allra.

Heiðrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:52

12 identicon

Hef eftir sem áður fulla trú á að þú takir þetta með annarri Þórir!  Hef ykkur í bænum mínum og vona að krakkarnir jafni sig fljótt og vel líka, sem og Guðrún.  Gangi ykkur sem allra best.

Helga (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:15

13 identicon

Elsku þórir
Leiðinlegt að heyra með þessar fréttir en ég veit að þú rúllar myndatökunum upp rétt einsog ég enda eru ekki til margir einsog við erum :)
Knús til þín og þinna
Þín þuríður arna

Þuríður Arna (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 16:29

14 identicon

Ekki var þetta það sem maður bjóst við. En við sem þekkjum ykkur vitum að þetta er enn ein áskorunin.

Baráttukveðjur úr vorinu

Kristín og fjölskylda

Kristín og co (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:58

15 identicon

Rakst á síðuna ykkar í gegnum síðu Ástu Lovísu.  Bið Guð að styrkja ykkur og blessa og gangi ykkur vel í baráttunni.

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:18

16 identicon

Jæja, sæl verið þið öll sömul,

                                                ég vona innilega að þetta var bara út af ofreynsla og vökvatapi,Guð verið með ykkur öll kæra fjölskylda þið eru frábært öll sömul.Guð geymið ykkar

Kær kveðja Gaui Dee og Börn og tommy hundur og gullfiskar Ö)

Dolores (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:38

17 identicon

Jæja félagi. 

Það var nú óþarfi að vera hræða fjölskylduna svona (1. apríl er löngu liðinn).  Það er náttúrulega alveg eftir þér að gera allt í botn og úr því að þú fékkst flog tókstu náttúrulega Grand mal flog.  Það góða er kannski að loksins er búið að komast að því að þú ert gersamlega óhæfur til aksturs, nokkuð sem við höfum vitað frá því að við sáum þig á rauða rosanum.

Þú hristir þetta af þér eins og annað og ég er viss um að allt verði í góðu með MRI myndatökuna.  Bestu kveðjur til ykkar allra frá okkur hér og Guð vaki yfir ykkur.

Bjössi og co

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:28

18 identicon

P.S. meðan ég man, þá tókum við þrjár skákir meðan þú varst í floginu og þó svo að þú hafir teflt betur en venjulega þá tapaðirðu öllum.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:29

19 identicon

Úffff.... ég viðurkenni að þetta var ekki það sem ég bjóst við hérna á síðunni núna, kom til að athuga með framhald af Bank of the Universe.  Sendum ykkur góða strauma og gangi ykkur vel. 

 Kv Dagný og Helgi Már

Dagný og Helgi Már (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:52

20 identicon

Ekki alveg það sem maður bjóst við að lesa, maður er svo fljótur að gleyma þessu ´vonda´. Svo kemur það og minnir mann á að það er þarna.  Baráttu kveðjur.

Arnar

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:48

21 identicon

Langaði bara að senda ykkur góðar kveðjur, er enn með gæsahúð eftir lesturinn.  Mundu líka að huga að þér Guðrún, ég efast ekki um að þetta hafi verið sjokk fyrir þig eins og börnin.

Bestu kveðjur frá Egils

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 17:50

22 identicon

Stundum segja orð svo alltof, alltof lítið en þá vonar maður bara að hugsanir og hlýjir straumar geri það sem á vantar.

Farðu vel með þig Þórir og gangi ykkur öllum vel.

Aldís 

Aldís Björns. (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband