Of langt síðan ég hef borðað súra lifrarpylsu!

Var skrambi þreyttur fram eftir síðustu viku, meðan líkaminn var enn að ná áttum eftir flogið. Þurfti alltaf að leggja mig þegar ég kom heim úr skólanum, en á miðvikudaginn fannst mér ég loksins vera orðinn eðlilegur á ný...... og er sprækur sem aldrei fyrr núna. Ég er búinn að lesa mér töluvert til um svona Grand Mal flog og er búinn að komast að því að svona flogaköst eru miklu algengari heldur en ég hélt, og í mjög mörgum tilvikum finnst nákvæmlega engin ástæða fyrir svona flogi. Oft er þetta tengt við þreytu, svefnleysi, vatnsskort, ofreynslu, o.fl., o.fl. Nú svo náttúrulega er líka bara stundum tilfellið að tunglið er ekki á réttum stað miðað við sólina og það getur MJÖG oft leitt til svona flogs.

Ég er hins vegar viss um að ekkert að þessum ástæðum á við mig. Ég hef mínar hugmyndur um af hverju ég fékk þetta flog, og hér koma 10 helstu ástæðurnar:

1.            Þetta voru bara fráhvarfs einkenni frá því að vera á Pelican Lake

2.            Það er of langt síðan ég hef farið í fjallgöngu

3.            Guðrún sagði mér að Ástþór Magnússon væri orðinn forseti Íslands

4.            Það er of langt síðan ég hef komið í Mývatnssveit

5.            Mig dreymdi að ég hefði verið valinn besti skallamaður allra tíma í íslenskri fótboltasögu

6.            Það er sennilega orðið of langt síðan Heiðrún drottning fékk nýja kórónu

7.            Það er of langt síðan ég hef borðað súra lifrarpylsu

8.            Það er of langt síðan Leeds varð enskur meistari í fótbolta

9.            Það er orðið of langt síðan ég sá Bjössa nudda saman lófunum í fýsn og ákafa

10.          Ég er ekki búinn að vera nógu montinn að undanförnu

Og þá vendum við okkar kvæði í kross!!! Í lok Mars 2007 fór ég í fallhlífastökk í fyrsta sinn.Það var í Titusville, Florida. Þá voru um 10 mánuðir frá því að ég fór í heila aðgerðirnar. Það var mjög gaman og allt var þetta tekið upp á vídeó. Ég henti þessu inn á YouTube í dag og þið getið því séð og heyrt vídeóið hér að neðan. Þess má geta á myndbandinu má næstum því sjá Rocco the great lover from Selfoss, en hann stökk í felur þegar upptökuvélarnar fóru í gang því að hann skammaðist sín svo mikið fyrir að þora ekki að stökkva með mér. Þess má líka geta að á myndbandinu er ekki hægt að sjá Þröst, því að hann vildi frekar vera heima að borða beikon.

  

"Life is either a daring adventure........ or....... nothing at all!" 

Kv... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað gerðis þegar ég las nr 9

Ég fór að nudda saman lófunum í fýsn og ákafa

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 08:21

2 identicon

Það er nú meira bullið í þér drengur!!

Ég man ekki betur en að ég hafi ekki getað stokkið með þér þar sem ég var á bæði sund- og hlaupaæfingu einmitt meðan þú stökkst! Einnig sá ég um að hafa salatbarinn klárann þennan dag (það má vera að boðið hafi verið uppá bacon spæni með salatinu). Manstu ekki hvað grasið var gómsætt þegar þú komst heim?

Þröstur Jón (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:32

3 identicon

Úff ég er svo hrikalega lofthrædd að ég gat varla horft!!!  Geggjað!

En það er ALDREI of langt síðan maður borðaði súra lifrarpylsu!

Þórunn Birna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:25

4 identicon

Sko ..... ef myndbandið er skoðað vel..þá sést að ég er að fljúga vélini....og ef þetta er skoðað betur t.d þegar þetta er sýnt hægt þá sjá það allir að þetta er Valli Reynis en ekki þú sem stekkur út úr vélini ! Varðandi Heiðar Ástvaldsson ( Þröstur ) þá man ég eftir því að hann var fastur á dolluni og vildi alls ekki koma fram þegar við lögðum í hann ( alveg merkilegt hvað maðurinn getur verið lengi á klósettinu )......og hana nú !

kv Rocco

Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 20:12

5 identicon

Sjitt...er ekkert búin að lesa í smá tíma og það er bara allt að gerast!!!  Skelfing varð ég hrædd þegar ég las um flogið...hef einmitt orðið vitni að svona flogi hjá mínum manni, hann fékk svona grand mal flog um miðja nótt í svefni og ekki bara einu sinni heldur 2x á 2 vikum...engin skýring svo sem á þessum flogum en þetta er einmitt ótrúlega algengt...hann var settur á lyf og engin flog hafa átt sér stað síðan þarna fyrir rúmum 2 árum sem betur fer...það þykir víst bara eðlilegt að fá svona flog 1x -2x á ævinni!!! 

Frábært að MRI kom svona fínt út :)  Þú ert sönn hetja Þórir og þið öll!

Bestu kveðjur, Guðrún sem á súrt slátur í ísskápnum sínum ;)

Guðrún Elísabet (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 11:12

6 identicon

Ótrúlega gaman að sjá myndbandið með stökkinu þínu Þórir!

Það var ekki laust við að það rifjaðist upp magafiðringurinn sem ég fékk þegar ég stökk og samt eru nú örugglega ein tólf eða þrettán ár síðan -en þetta er bara eitthvað sem aldrei gleymist!

En hvað er þetta annars með nr. 9 á listanum þínum?

Bjössi að nudda saman lófunum í FÝSN og ákafa.....

Einhverjar nánari útskýringar eða túlkanir ??? anyone ??? 

kv. Aldís

Aldís Björns (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:47

7 identicon

Frábært video, vonandi þori ég einhvern tímann í fallhlífastökk!  Gott að heyra að þú sért að verða sprækur á ný.  Bloggið þitt er holl og góð lesning og líka frábærlega fyndið!  Mér finnst líka skemmtilegt að lesa kommentin frá öllu gamla Lauga-liðinu og nota nú tækifærið til að kasta kveðju á línuna :)

Hafðu það gott !!

Inga Heiða (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:51

8 identicon

Heill og sæll

Ef ástæðan fyrir floginu er ein af þessum 10 sem þú nefnir þá mundi ég veðja á nr 5.  Ef mig mundi dreyma að þú hefðir verið valinn besti skallamaður allra tíma þá mundi ég líka fá flog...  Annars vona ég bara að næsta vika verði aðeins betri og þú tekur því bara rólega á hjólinu.  Svo næst þegar þú ætlar að stökkva út úr flugvél, þá vil ég fá að koma með :)

kv

SP

Sævar Pétursson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:35

9 identicon

Huh

SP þorði nú ekki í teygjustökkið um árið en konan hans stökk

Kjeeeeelling

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 10:40

10 identicon

BJössi sé að þú hefur ekkert breyst, ferð margoft vitlaust með staðreyndir. Hef margoft orðið var við þetta í lýsingum þínum í frjálsum þar sem þú vitnar í hin og þessi met, mér hefur reiknast til að um ca 60% af því sem þú segir sé bara bull en þú talar bara svo hratt að menn eru ekki að ná þessu nógu vel.  Tala bara um hvað þú sért vel að þér í þessum efnum en það er bara vegna þess að almenningur veit ekkert um þetta mál.  Fyrir okkur sem eru með staðreyndirnar á hreinu þá tökum við alveg eftir því þrátt fyrir gríðarlegan hraða í lýsingum hjá þér :)

 En bara til að hafa það á svart og hvítu þá er ég búinn að stökkva út úr 12.000 fetum og er til aftur sérstaklega með þér :)

Sævar (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:34

11 identicon

Heill og sæll

 

Mér hefur fundist bankastarfsemin þín alveg frábær hugmynd og er búinn að vera að hugsa um þetta í nokkurn tíma.  Vitir menn svo í morgun fékk ég þennan póst, en er ekki alveg viss hvernig ég á að túlka þetta.  Ég hef svo sannarlega ekki verið að borga einhverjum svona mikinn pening út í búð, en kannski er einhver sem vil greiða mér þetta og leggja inn í Bank of the Universe.  Ef svo er þá þarf ég að fara að leita að einhverjum til að styrkja :)

 

kv

sp

 

>From The Desk Of:

Professor Charles Soludo,

Executive Governor,

Central Bank Of Nigeria .

ATTN: Honourable Contractor,

Email:centralbankofnigeria.nigeria17@yahoo.es

RE: IMMEDIATE CONTRACT PAYMENT CONTRACT #: AV/NNPC/FGN/MIN/009

On behalf of the entire Staff of the Central Bank of Nigeria and the Federal Government of Nigeria in collaboration with IMF and World Bank.

We apologise for the delay of your Contract Payment and all the Inconveniences you encountered while pursuing this payment.

However,from the Records of outstanding Contractors due for payment  with the Federal Government of Nigeria, your Name and Company was discovered as next on the list of the outstanding Contractors who have  not yet received their payments.

I wish to inform you now that the square peg is now in square hole and your payment is being processed and will be released to you as soon as you respond to this letter.

Also note that from the record in my file, your outstanding Contract Payment is US$10,700,000.00 (Ten Million Seven Hundred Thousand United States Dollars).

Kindly re-confirm to me the followings:

Your Full Name: ______________________________

 

Your Complete Address (Physical Address with Zip Code not P.O.BOX) :

 _______________

 

Name of City of Residence:_______________________________

 

Country:____________________________________

 

Direct Telephone Number:______________________________

 

Mobile Number:____________________________________

  

OCCUPATION:___________________________

Nearest airport:________________________________

Working Identity Card/Int'l Passport:________________________________

As soon as the above mentioned details are received, your payment will be made to you via diplomatic courier delivery inaccordance to World Bank and IMF recommendations. A diplomat  with international travel immunity will be contracted to deliver the funds at your doorstep.

YOURS SINCERELY,

Email:centralbankofnigeria.nigeria17@yahoo.es

PROFESSOR CHARLES C. SOLUDO,

GOVERNOR, CENTRAL BANK OF NIGERIA (CBN).

Sævar og Sunna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband