Dear Heaven.....

Í morgun kláraði ég síðasta prófið mitt í skólanum og þar með er ég kominn í frí og er formlega búinn með 1. árið og þar með hálfnaður með námið. Þetta eru búinar að vera ansi strembnar tvær vikur, en ég lifði þær af...... eins og allt annað. Aldeilis gott hjá mér! 

Guðrún er farin til Portland þar sem „International Quilt Market" er haldið þetta vorið.  Þar er hún að kynna sýn nýju snið og efni. Hún fór í gær og kemur aftur á mánudaginn næsta. Ég býst fastlega við því að hún haldi áfram að sigra heiminn! Aldeilis gott hjá henni!

Atli var þriðja árið í röð valinn í landsliðshóp Minnesota (já eða fylkisliðið) í sínum aldurflokki í fótbolta. Hann var valinn í 28 manna hóp. Sá hópur verður svo skorinn niður í 18 stráka sem fara og keppa fyrir Minnesota hönd í  keppni við önnur „Midwest" fylki í lok Júlí. Hann komst í þann hóp í fyrra og vonandi nær hann að komast í þann hóp aftur. Aldeilis gott hjá honum!

Einn nágranninn okkar tók fram sláttuvélina sína í síðustu viku og fór að slá garðinn sinn, fyrstur allra í hverfinu.  Ég fór og klæddi mig í gúmmískóna og labbaði til hans út í garð og mæli hvort að grasið væri komið upp fyrir hvítu röndina. Svo var ekki!.... og ég hundskammaði hann og sagði honum að það væri ólöglegt að slá nema grasið væri komið upp fyrir hvítu röndina! Hann hlustaði nú ekkert á mig, og ef til vill skildi hann mig ekki, sennilega því að ég hundskammaði hann á Íslensku! Hann sýndi hins vegar gúmmískónum gríðarlegan áhuga og sagðist aldrei hafa séð svona skó áður. Ég sagði honum RÉTTILEGA að á Íslandi væri enginn maður með mönnum nema að eiga gúmmiskó (gummy-shoes). Ég sagði honum líka að á Íslandi seldist fleiri gúmmískór heldur en Nike skór....... Hann trúði því! Svo hélt hann áfram að slá garðinn. Aldeilis gott hjá honum!

Svana skrifar alltaf annað slagið bréf og setur í gluggann hjá sér. Síðast skrifaði hún bréf til jólasveinsins sem að ég segði ykkur frá. Í síðustu viku skrifaði hún ansi gott bréf. Þegar ég spurði hana hver ætti að fá þetta bréf þá sagði hún „it is to God" Í bréfinu stóð eftirfarandi: 

              DEAR HEAVEN 

              I AM SORRY THAT I SWEARED AND USED TO „H" WORD

              LOVE SVANA

Þess má geta að the „H" word er „Hell". Skemmtilegt bréf..... sérstaklega byrjunin „Dear Heven". Aldeilis gott hjá henni!

Aldeilis gott í bili.... kv...Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og er keppni  í einkunnum milli þín, Atla og Gísla þetta árið? 

Annars er ég að velta fyrir mér hvað þú ætlar að taka þér fyrir hendur í sumar (annað en að pakka sniðum fyrir Guðrúnu)

Og hvað er stenfan að gera að námi loknu (annað en að flytja inn gummy-shoes til USA og stefna að því að ná hærri sölutölum á þeim en Nike skóm).

Laugareunion um helgina, verður ábyggilega gaman

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:43

2 identicon

Aldeilis gott hjá ykkur öllum.  Ég hefði viljað vera vitni af því þegar þú skammaðir nágrannann HEHE. En best fannst mér að þú væri í gúmískóm

Sigurlaug Rögnvaldsdóttir bjó í Mývó (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:22

3 identicon

Hellú.  Ég hef nú ekki farið á bloggið þitt lengi Þórir þannig að ég á mikið eftir ólesið.  Þú ert alltaf sami brandarakallinn.  Það er sko alveg á hreinu að ef maður er í fúlu skapi, þá fer maður bara og les bloggið þitt, það kemur skapinu í lag.

Bestu kveðjur,

Una

Una Kristín Árnadóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:37

4 identicon

Þú ert seigur gamli minn!!

Hvað ertu eiginlega búinn að læra mikið? Er ekki Bjössi farinn að fölna við hliðina á þér? Titillinn hans er Dr Bjössi MD, Phd, DC, AMG og sennilega líka MSN! Hvað verður þú þegar þú verður stór?

Það er mikil spenna fyrir Lauga - reunioni um helgina! Ég vona að þú klikkir ekki á að mæta. Þú hefur enga afsökun fyrst þú ert búinn í prófum! Ég skal panta fyrir þig bryggjupláss í Reykjavíkurhöfn!

Sjáumst sprækir um helgina

 Kveðja, Þröstur Jón

Þröstur Jón (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:47

5 identicon

Til hamingju með daginn - ekki bara það að hafa lokið síðasta prófi þessa vors og vera kominn í sumarfrí, heldur einnig með 15 ára stúdentsafmælið sem er í dag!

Nýti tækifærið og sendi kveðju til afgangsins af hópnum sem greinilega lítur oft hér inn eins og ég.

 Vonandi skemmta þeir sér vel á Lauga-reunioni sem einhverra hluta vegna fréttist aldrei af á þessu horni landsins.

Kveðja Ella Dögg

Ella Dögg (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 20:37

6 identicon

Æ krúttið! Lífið er ekki flókið hjá 6ára skvísum! Til hamingju með próflokin og allt saman:-)  Er þá ekki bara næst Pelican Lake???? Heyri í ykkur eftir helgi!

Knús á liðið

Eydís og co (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:59

7 identicon

Auðvitað er það þannig að það eru fleiri í gúmmískóm hér upp á Íslandinu en í Nike-skóm!  ...hahahahaaa  

Annars fannst mér bréfið frá Svönu algjör snilld

Guðrún E Jak. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 19:40

8 identicon

Halló halló, Laugareunionið var hin mesta skemmtun, er búin að setja inn myndir á bloggið okkar:-)

Hafðu það sem best...

Heiðrún (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:29

9 identicon

Sæll Þórir.

Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að eiga gúmmískó, ég og dætur mínar eigum alltaf gúmmískó á Grímsstöðum einfaldlega vegna þess hversu gott það er að smeygja sér í þá á milli húsa. En ein spurning? Varstu í gúmmískóm þegar þú settir upp stúdentshúfuna? Það hefði nú verið algjör snilld hjá þér og ég býst við því að Voggar hefðu bæði verið stoltir af því og brosað líka út í annað :)

 Hafið það sem best

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:15

10 identicon

Bara ad kvitta fyrir innlitid :)

ellen (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband