Ég á afmæli í dag.......

Það er ekki „fæðingardags-afmæli".... því það er í október. Í dag á ég annars konar afmæli! Í dag eru tvö ár síðan ég var greindur með heilakrabbamein. Í dag er ég þar með orðinn tvegga ára krabbameins survivor!....... og er þokkalega stoltur af því!

Þessi síðustu tvö ár í lífi mínu hafa verið gríðarlega lærdómsrík, og ég er búinn að læra margt um sjálfan mig, og um lífið sjálft. Eins og ég hef svo oft sagt áður, þá lít ég svo á að það að fá heilakrabbamein hafi ekki verið endirinn á mínu lífi...... heldur var það byrjunin á mínu lífi!

Í tilefni dagsins koma hér tvö góð You-Tube myndbönd sem að veita mér (og sjálfsagt fleirum) góðan innblástur. Vel má vera að ég hafi bent á þessi myndbönd einhvern tíman áður.... en aldrei er góð vísa of oft kveðin!

Þetta fyrsta er lag sem heitir „Maybe Tonight, Maybe Tomorrow". Þetta einhvers konar baráttulag fyrir okkur „survivors". Þetta lag er ég með inni á i-pod hjá mér. Þegar ég fer í líkamræktarstöðina okkar (LifeTime) þá er þetta ALLTAF fyrsta lagið sem ég hlusta á þegar ég fer að æfa. Það hjálpar mér að muna „af hverju" ég er að æfa. Frábært lag! Þess má geta að það er hægt að kaupa þetta lag á i-tunes og allur ágóði rennur til LIVESTRONG - Lance Armstrong Foundation.

 

Seinna myndband er frá LIVESTRONG - Lance Armstrong Foundation. Þetta er þeirra „manifesto" sem mundi á íslensku vera einhverskonar opinber yfirlýsing á því sem að þessi stofnun stendur fyrir, þeirra skoðunum, hugmyndum og hvað þau ætla sér að gera. Þetta er gríðarlega öflugt og áhrifamikið myndband og ekki sakar þessi líka fína íslenska tónlist sem er í bakgrunninum.

 

Að öðru leyti hef ég átt frábæra daga að undanförnu og helgin var frábær. Ég hef frá fullt af skemmtilegum að segja. Ég læt hins vegar þetta blogg og þessi You-Tube myndbönd njóta sín í dag.

Kv...Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og til hamingju með afmælið.... það eru sko forréttindi að eiga tvö afmælisdaga frábært að fá að fylgjast með ykkur hér á blogginu bið að heilsa fólkinu þínu bestu kveðjur frá Selfossi

Stefanía Þóra (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 19:28

2 identicon

Til hamingju með afmælið og megir þú eiga óteljandi fleiri survivor afmælisdaga. Gott að heyra að þú ert eins og blóm í eggi ( á þessi lýsing ekki vel við Þóri ???) (óska eftir kommentum  á það ) og greinilegt að Guðrún Erla fer mjúkum höndum um þig. haltu áfram að kyssa kellu og gefa krökkunum sleikjó.

 kv. Guðný Sig

Guðný Sig (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:09

3 identicon

Innilegar hamingjuóskir með "afmælið" megir þú eiga mörg slík í viðbót :)

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:34

4 identicon

Til hamingju með tveggja ára kempuafmælið (kempa, tilraun yðar einlægrar til þýðingar á ,,cancer survivor"). Takk fyrir myndböndin. Takk fyrir að deila lífsviðhorfi þínu og lífsreynslu á Netinu.

Vilborg D. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:25

5 identicon

Til hammó með ammó elsku Þórir.

Þuríður Arna (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:41

6 identicon

Heyrðu

Hvernig í fjandanum á ég að kommenta á færslur eins og þessa að ofan????

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:21

7 identicon

Til hamingju með gærdaginn - glæsilegt að eiga tvo afmælisdaga á ári!

Bestu kveðjur Ella Dögg

Ella Dögg (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 17:16

8 identicon

Sæll og til lukku með daginn

Vona að þú hafir það gott.  Kveðja af klakanum

sp

Sævar og Sunna (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband