30.6.2008 | 04:51
Kannt þú að fljúga flugvél???
Annasöm vika framundan. Við Guðrún eigum annars 8 ára brúðkaupsafmæli þann 1.júlí. Það ku vera tengt við brons" hér í landi, en ég get með engu móti fundið út hvort að það er það sama á íslandi! Fínt að fá brons" við erum þá að minnsta kosti komin í verðlauasæti!
Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna... með tilheyrandi húllumhæi. Hátíðarhöldin byrja á fimmtudaginn.... því að þeir þurfa alltaf að super-siza all hér í þessu ágæta landi!
Guðrún fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að fara að hlaupa maraþonhlaup í október. Það leist mér vel á..... nema þá fóru af stað í mér þankagangar um hvort ég ætti að hlaupa með.... henni til skemmtunar og yndisauka. Hún er heimsfrægur milli-landa-hlaupari" þannig að þetta verður örugglega ekkert mál fyrir hana. Ég er hins vegar aðallega þekktur fyrir að vera latur fótboltamaður og mér finnst einstaklega leiðinlegt að hlaupa. Hins vegar veit ég að Bjössi hefur aldrei hlaupið maraþonhlaup þannig að þetta er kannski tækifæri fyrir mig..... að eiga betri tíma en hann í einhverju hlaupi! Ég fór a.m.k. út að hlaupa í dag og hljóp í kring um húsið, svo í kring um bílinn og síðast en ekki síst hljóp ég í kring um skottið á refnum. Á morgun ætla ég að hlaupa í kringum einiberjarunn! Ég læt vita hvernig þessum hugsana-þanka-maraþon-gangi framvindur.
Kveð að sinni.... Þórir
Athugasemdir
til hamingju með daginn á morgun, það ku vera sama fyrirkomu lag á milli landa ef marka má upplýsingarnar af eftirfarandi link:
http://brudurin.is/athofn/hjatru_og_hefdir/?ew_news_onlyarea=&ew_news_onlyposition=1&cat_id=1390&ew_1_a_id=757
Gangi ykkur allt í haginn, kveðja frá Selfossinu
Ragga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:34
Til hamingju með daginn!
Það er Gúmmískór um verslunarmannahelgina...þú nottlega skverar þér í flugnám og mætir! Er haggi....!?
Guðrún E Jak. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.