1.7.2008 | 05:37
fótbolti og maraþon...
Guðrún er að fara að taka þátt í Chicago maraþoninu sem fer fram 12 október. Það fékk hún staðfest í dag, en hún var búin að sækja um að fá að hlaupa fyrir Team McGraw". Team McGraw er spunnið upp úr samtökum sem heitir Tug McGraw Foundation" . Þessi samtök eru heila krabbameins samtök og Tug McGraw, sá sem samtökin eru tengd við, var þekktur hafnarboltaleikmaður, en hann lést úr heila krabbameini árið 2004. Sjálfsagt kannast ekki margir við hann á íslandi er hann var faðir hins þekkta söngvara Tim McGraw, sem ég er nú oft búinn að minnast á í mínu bloggi. Allir sem eru í Team McGraw" hlaupa fyrir hönd einhvers sem hefur fengið heila krabbamein, þannig að Guðrún ætlar að hlaupa fyrir mína hönd. Hún þarf einnig að safna áheitum sem renna beint í rannsóknir á heilakrabbameini með það að markmiði að finna lækningu á þessum sjúkdómi. (Guðrún ég elska þig...) Annars getur vel verið að eitthvað meira vaki fyrir henni. A.m.k. er hún búin að vera í símanum við hljómborðsleikarann í hljómsveitinni hjá Tim McGraw, meira og minna í allan dag! Hann var staddur í hljómsveitarrútunni á leiðinni frá Colorado til Cleveland en þeir eru einmitt á tónleikaferðalagi núna. Til meiri ánægu og yndisþokka kemur hér eitt youtube stykki um Team McGraw"
Vefslóðin á heimasíðu Tug McGraw Foundation" er http://www.tugmcgraw.org/home.asp
Meira síðar.... Þórir
Athugasemdir
Hva maður skreppur í víking til Svíþjóðar þá er eins og bloggputtarnir á þér hafi þiðnað. Þú ættir endilega að drífa þig í maraþon því ég hef aldrei hlaupið það, hins vegar hefur mér oftar en einu sinni staðið til boða að vera kynnir í RVK maraþoni (eða Glitnis maraþoni eða hvað þetta nú heitir allt saman) sem er sennilega næst því sem ég kemst að hlaupa maraþon.
Svo áttirðu náttúrulega að segja já að þú værir flugmaður og gætir flogið vélinni og fá allt frítt fyrir familíuna í staðinn. En 2 dögum fyrir flug ættirðu að hringja og segjast því miður hafa fengið flog og læknirinn hefði bannað þér að stýra flugvél í 6 mánuði.
Svo myndi vara mig á þessu "Guðrún ég elska þig" því Bubbi var alltaf að segja þetta (nema hann sagði Brynja) og þegar hann var búinn að segja það nógu oft, skildi Brynja bara við hann og hann sat uppi með eina miklu yngri. Ef þetta myndi gerast hjá þér og þú þyrftir að sætta þig við eina sem er jafnmiklu yngri en þú og nýja konan hans Bubba er yngri en hann, þá þyrftirðu að fara að skipta á bleyjum aftur.
Til hamingju Atli
Bjössi
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:35
Nóg að gera hjá ykkur sé ég og frábær frammistaða hjá Atla fótboltatöffara
Góða ferð til Íslands og hafðu það sem best.....
Heiðrún Bj (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:57
Þar sem Selfoss City er að verða besta liðið á landinu og eru taplausir eftir 10 umferðir þá sé ég þetta fyrir mér eins og Arnór og Eiður um árið............Sævar orðin hundgamall og lúin...skipting hjá Zoran....og viti menn....Atli kemur inn á.....allt ætlar um koll að keyra....áhorfendur kalla " Atli the great lover from Minnisotastrím....ye ye ye " Gísli Jóns tárfellir í stúkuni ( sem ég er búin að lofa ) og 25 mín seinna kemur sms frá þjálfara Nottingham Forest sem vill fá hann strax yfir.....já ég er sammála Bjössa..með ástarjátninguna...þetta endar alltaf með óskupum...Bubbi og Brynja...Bjarki og Fríður...Einar og Kata....Linda og Gunni Bragi...Eydís og Teddi...vonandi nær sambandið að hanga yfir fermingu Atla vegna !
kv Rocco
Rocco the great lover from Selfoss (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:00
Djö... erum við ánægð með Guðrúnu - manni vantar alltaf fleiri sem nenna að velta alls konar hlaupapælingum fyrir sér. Það er ekki laust við að fólk sé farið að horfa á mann undarlegum augum, alltaf íklædd e.k. spandexbuxum, með vaselínkrukkuna á lofti að spá í "pace" og vegalengdir og annað misskemmtilegt. Það er kjörið hjá ykkur að fá hlauparáðgjöf hjá Rocco - hann getur byrjað á að segja ykkur hvernig hann fór að því að hlaupa 10 km á 25 mín Eða urðu 3,5 km að 10 km í frásögn bílasalans ??? Maður verður stundum aðeins ringlaður þegar bílasalar fara með tölur og "staðreyndir"
Gaui, Þórdís og co. (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.