30.7.2008 | 13:09
Íslenskt mál... 2. Hluti (af þremur)
Ég held að það hafi verið einhver mistök gerð þegar við fundum íslenskt heiti fyrir þessa annars ágætu hluti. Sko....... Púðursykur heitir á ensku Brown sugar" og Flórsykur heitir á ensku Powdered sugar". Það segir mér í fyrsta lagi að sennilega hefði flórsykur ekki átt að heita flórsykur..... heldur púðursykur. (bein þýðing á orðinu powdered sugar" er jú púðursykur". Þar að auki lítur púður út eins og flórsykur en alls ekki eins og púðursykur. Þannig að það er mín niðurstaða nr. 1 að púðursykur ætti alls ekki að heita púðursykur!!!
Ekki veit ég hvaðan orðið flórsykur kemur (gæti samt verið sambland af ensku orðunum fyrir hveiti og sykur.... flour + sugar). Eitt veit ég þó..... og það er að orðið flórsykur er alveg út í hött. Ég veit að hundamatur er fyrir hunda.... kattamatur er fyrir ketti.... gúmmískór eru gerðir úr gúmmí.... tómatsósa er gerð úr tómötum.... hestakerra er kerra sem er dregin af hestum.......... og... flórsykur ætti því að vera sykur sem að kúabændur nota í gríð og erg til að sturta ofan í flórinn hjá sér!!!!! Niðurstaða nr. 2 er því sú að flórsykur ætti að heita púðursykur.
Heimspekileg kveðja... Þórir
Athugasemdir
hafið það sem best og haltu áfram með þessa heila-vinnu sem þú ert að iðka
kv. Guðný
Guðný Sig (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 19:12
Góðan dagin Minnisótastrím
hvaða andskotans rugl er þetta....ég hef nú meiri áhyggjur af gengisláninu...ofátinu í Eydísi...helvítis Rolex úrunum 16 talsins sem ég þarf að fara punga út fyrir 16x500þ....8 millur....vegna þess að Sævar þór er að setja mig á kúpuna....ég kem hvorki til með að eiga fyrir púðursykri né sápu á löngutöng...ef hann hættir ekki að skora og hana nú !
ps...áttu íslensk nafn yfir Corvettu ?
Rocco the great lover fron Selfoss (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:23
Er þetta ekki bara eitthvað vitlaust hjá ameríkananum? Hann ætti að elta okkur í nafngiftum þar sem okkar ástkæra ylhýra er elsta tungumálið.....er það ekki??? en þetta eru mjög gildar pælingar og oft sem svona nokkuð hvarflar að manni.
Kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:41
Nokkuð til í þessu hjá þér :) bara alveg sammála, nema gúmmískór eru fyrir Mývetninga .....:) alla vega þegar ég var á Laugum . Annars gaman að lesa bloggin þín :)
kv Kolla
Kolla ókunn:) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:47
Púður er dökkt og kannski hafa þeir ákveðið að kalla púðursykur púðursykur af því að hann líktist svo byssupúðri. Og kannski hefur þeim fundist flórsykurinn lýkjast hveiti (bæði í lit, útliti og viðkomu) og hann hefur svo sannarlega dreifst eins og hveit hafi þeir blásið á hann eða hnerrað. Þess vegna hafa þeir ákveðið að kalla hann hveitisykur (flour + sugar = floursykur = flórsykur).
Gúmmískór eru aðallega fyrir Vogga og voru hannaðir svo þeir vissu hvenær þeir ættu að fara að slá.
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 09:55
Þetta eru góðar heilaæfingar - held ég sé komin með strengi bara af að lesa þetta !!!
Íris Dögg (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 12:07
Sæll Þórir, ég kíki hér annað slagið án þess að kvitta
En þessar vangaveltur þínar minntu mig á vangaveltur mínar fyrir nokkrum árum varðandi íslensku og dönsku, ég bý jú í DK.
Á dönsku sefur maður í en seng og undir en dyne og í sengen er en madras ef maður er heppinn.
Á íslensku sefur maður í rúmi og undir sæng og í rúminu er dýna ef maður er heppinn.
Held að sá sem fór til DK að læra ný orð hafi gerst ölvaður og ekki munað þetta alveg þegar hann kom heim.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.8.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.