Viðtal í DV

Vildi bara benda á að þegar ég var á Íslandi fór ég í viðtal hjá því ágæta dagblaði DV. Það viðtal mun birtast í blaðinu á morgun föstudag.

Gæti verið sniðugt að smella sér á eintak.........

kv... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott viðtal Þórir, fjallmyndarlegur og kemur vel fyrir  sjálfum þér og þínu fólki til sóma.

Helga Þ (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:15

2 identicon

Sæll frændi,

Vildi bara óska þér til hamingju með þessa frábæru grein! Maður fyllist bara þvílíku stolti og náttúrulega bara af því að þú ert frændi manns! Annars er gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur. Lofa að vera duglegri að lesa bloggið þitt, og kannski óhræddari við að skrifa athugasemd!

Sendum svo kveðju til ykkar allra og ég veit að pabbi (Lalli) vill að ég skili alveg innilegri kveðju frá honum og mömmu!

Kær kveðja

Ásthildur frænka (þú veist, dóttir Lalla )

Og að sjálfsögðu ÁFRAM ÍSLAND!!!

Ásthildur Lárusdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 18:22

3 identicon

Frábært viðtal við þig í D.V. þú ert sko hetja í mínum augum og örugglega margra annara. Jákvætt hugarfar þitt og æðruleysi er stórkostlegt. Hlakka til að lesa bókina þína  Ég sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur kv Stebba Þóra

Stefanía Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:34

4 identicon

Greinin er eins og þín er von og vísa. "Frábær"  Megi Guð og gæfan áfram fylgja ykkur um alla framtíð.

kv Guðný

Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:39

5 identicon

Frábær grein. Myndin af þér á forsíðu DV blasti við manni á auglýsinga standinum, þegar farið var í Bónus og blaðið því keypt snarlega. Búið að fara með það á Mánó og lesa upphátt fyrir gömlurnar og svo verður greinin örugglega römmuð inn. Alla veganna geymd á góðum stað og ef við þekkjum "Hebba afa" rétt, verður hún sýnd gestum og gangandi !  

Eygló og Viðar (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 10:31

6 identicon

Virkilega gott viðtal, Þórir.  Hafðu það gott og takk fyrir að leyfa okkur að lesa bloggið þitt sem er stórskemmtilegt

Inga Heiða Lauga-skvísa (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Gísli Blöndal

Sæll Þórir og þúsund þakkir fyrir þetta frábæra viðtal.  Ég heiti Gísli Blöndal og dóttir mín, Elsa Rosenwald sem búsett er í Bandaríkjunum hefur greinst með þennan sama sjúkdóm og gengist undir skurðaðgerð og er nú vondni á batavegi. Eftir flóknum krókaleiðum barst mér þetta viðtal í tölvupósti og nú langar mig að spyrja hvort þú hafir nokkuð á móti því að ég birti þetta á bloggsíðunni minni?
Vegni þér og þínu fólki sem allra berst og ég hlakka til að lesa bókina þína.

Gísli Blöndal, 1.9.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband