25.8.2008 | 05:35
Áfram Ísland!
Það var gríðarleg stemming og að sjálfsögðu mikið fagnað í lok leiks þegar spanjólarnir höfðu verið lagðir að velli. Við sungum hástöfum... Öxar við ána... loff-mala-koff... Gamla nóa... piparkökusönginn... og fleiri hetjusöngva. Svo fór ég og hljóp hringinn í kring um götuna með íslenska fánann á herðunum!!!. Nágrannarnar voru ánægðir.... ég er samt ekki alveg viss um hvort þeir voru meira ánægðir með sigur Íslands í handboltaleiknum, eða það að hafa fengið dýrindis góðan morgunmat hjá Guðrúnu.
Úrslitaleikurinn var á mjög óheppilegum tíma fyrir okkur. Hann byrjaði kl. 2:45 aðfaranótt sunnudags. Enginn kom í heimsókn þá.... enda allir í Minnesotastrím farnir að sofa kl. 10 að kvöldi. Við Guðrún og Atli horfðum þó að sjálfsögðu á leikinn. Lítið var um dýrðir í þeim leik! Jon... nágranni okkar ætlaði reyndar að horfa á leikinn með okkur en hann sofnaði kl 2 eftir miðnætti. Við Atli erum búnir að kenna honum handbolta, og fórum með hann í vítakeppni í gær..... en hann gat nú ekkert í því og sagði bara BEINT... RASSGAT í hvert skipti sem hann klikkaði á skoti. Hins vegar kom hann til mín í morgun og óskaði mér til hamingju með silfur verðlaunin. Hann sagði að það fyrsta sem hann gerði þegar hann vaknaði hafi verið að kíkja á netið og tékka á úrslitunum í leiknum. Svo sagði hann frá því að honum hafi dreymt handbolta um nóttina. Hann sagði: mig dreymdi að Ísland hafi verið 28 mörkum yfir í hálfleik... en svo klúðruðu þeir því niður og töpuðu í restina"...... ég er reyndar ekki alveg viss um að honum hafi verið að dreyma handbolta (frekar körfubolta). Það er fjári erfitt að vera 28 mörkum yfir í hálfleik... hvað þá að tapa því niður!
Við sættum okkur þó alveg við silfrið... enda er Ísland jú stórasta land í heimi"
Kv... Þórir
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir lesninguna í DV, frá okkur skötuhjúunum í Þingholtshreppi, mögnuð af þér áran á prenti, gangi þér sem best við skrif og nám og bara allt saman og hlýjar kveðjur til frú Guðrúnar.
Vilborg og Björgvin (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 23:39
Þórir hann er rosa töff
myndast vel í framan
eldist eins og Jói Töff
og eykst þá búta salan
Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 18:53
Var í Kína. Er búinn að reyna að nálgast þetta DV viðtal á vefnum en það finnst ekki. Held að öllum eintökum af þessu blaði hafi bara verið brennt :(
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:11
Það spurning um að nýta sér sambönd sjálfs blaðamannsin Bjössi minn. Ég skal senda Þóri viðtalið á pdf skjali. Hann getur þá sent þér það eða birt það á síðunni.
Kær kveðja, Kolla
Kolbrún Pálína (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.