3.9.2008 | 04:25
Sumarið búið... en samt ekki!
Á morgun, miðvikudag, byrjar svo enginn annar en ég sjálfur í skólanum. Hefst þar með mitt síðara ár í masters fræðunum, og veit ég ekki betur en að ég verði svo útskrifaður sem Master of the Universe" í loka maí á næsta ári. (það ku vera svipuð gráða og He-Man var með á sínum tíma)
Dagatalið segir því að það sé komið haust. Hitastigið segir hins vegar að það sé langt í haustið. Hér var t.d. um 32° hiti um helgina og það verður a.m.k. fyir 20° langt fram í október.
Jæja.... gott að vera búinn að (inn)heimta Bjössa aftur frá Kína (ég er viss um að þar borðaði hann ekkert nema kína-kál, og Peking önd). Finnst annars að Óli Ragnar hefði átt að veita Bjössa fálkaorðuna fyrir framúrskarandi árangur á ólympíu-leikunum. Hann hefði örugglega fengið gullið í keppninni um besta frjáls-íþrótta lýsarann!!!. Krefst þess svo að fá að heyra af því hvort að þú hafir ekki sigraði í 800 metra hlaupi íþróttafréttamanna!
Best að fara í háttinn...
Kv... Þórir skóladrengur
Ps. Rocco....... þú kannt ekkert að ríma.... Töff-föff!...... framan-salan!...... þarft að fara að skerpa rímna skautana áður en ég kem með mitt árlega rímnablogg" í Nóvember
Athugasemdir
Hvaða, hvaða. Rocco rímar jafn vel og Bubbi sbr elska bremsa. Og Rocco, eins og Bubbi, tapaði líka öllu sparifénu með kaupum á hlutabréfum í FL Group eins og segir í vísunni:
Rocco fjárfest'í FL Group
Fjarska þótti það gaman
Kaupin ku vera mesta skúbb
og kappinn er súr framan
(hann og konan eru ekki lengur saman)
Annars er það helst að frétta af 800 m hlaupi íþróttafréttamana að þeir ákváðu að fella keppnina niður í ár af tveimur ástæðum.
1. Það þorir enginn að keppa við mig lengur
2. Mývetnska ríkið bað um að keppnin yrði felld niður því það yrði alltof og dýrt að fljúga mér í opinni tveggja hæða einkaþotu niður Múlaveginn já og bara allan Sniðlahringinn.
Svo er náttúrulega ólöglegt að drepa fálka og eða stela eggjum þeirra í Mývatnssveit þannig að þar setir Ingi á Skútustöðum ekki neitt fálkatengt á menn. Hins vegar setti hann á mig refaskott sem er ábyggilega alveg jafn gott.
Gangi þér svo vel í skólanum og mundu að maður á að lesa skólabækurnar en ekki éta þær (enda getur það valdið heilakrabbameini - sérstaklega ef um félagsfræði er að ræða). Ég er búinn að semja við Guðrúnum um að gefa þér heitt kakó og brauð með osti áður en þú ferð í skólann á morgnanna.
Bið að heilsa öllum í Minnisótastrím
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 08:37
Sæll frændi og takk fyrir síðast. Það er náttúrulega algjör snilld að lesa vitleysuna á milli ykkar Bjössa. Ég hafði nú ekki áttað mig á að hann væri svona frægur, rétt misst af fálkaorðu. Hann hlýtur að hafa verið í lýsendaliðinu með Dolla dropa vini mínum í Peking. Nú hef ég reyndar ekki orðið svo fræg að hitta manninn, en skv lýsingum sé ég fyrir mér tvo góða í Peking. Flott þá þér að ríða á vaðið með að kenna kananum allt um alvöru íþrótt. Það er alveg stórmerkilegt að ekki finnist almennilegur handbolti í Amerikunni þar sem allt er að finna.
Hérna er hábjargræðistíminn í boltanum og berjatínslu. Það er svo mikið að gera í boltanum þetta haustið að varla gefst tími til að færa björg í bú. Pabbi (sem verður 85 síðar á þessu ári) hefur af þessu miklar áhyggjur og tilkynnti mér áðan, að hann væri búinn að týna svo mikið að hann væri reyna að finna ferð til að koma til mín berjum.
Já drengirnir standa sig vel hver á sínu sviði, Einar í utandeildinni, orðinn bikarmeistari og kominn í úrslit með Vængjum Júpiters, lang flottasta liði utandeildarinnar og Rúturinn í úrslit í Íslandsmótinu með 3ja flokki Fjölnis. Ég er farin að skilja fótboltabullurnar vel, það er hin mesta skemmtun og góð dægrastytting að horfa á góðan fótboltaleik.
Farið vel með ykkur. KK úr roki og rigningu á Fróni
Sirra og co
Sirra og co (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:40
Ætlaði bara að kvitta, alltof langt síðan ég gerði svoleiðis.... Hafið það öll sem best...
Heiðrún Björnsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.