24.9.2008 | 06:06
12. okt. nálgast...
Eins og ég sagði frá fyrr í sumar þá er Guðrún að fara að taka þátt í Chicago maraþoninu. Hún er að fara að hlaupa maraþon í fyrsta sinn og er búinn að æfa stíft fyrir það. Hlaupið er 12 okt. þannig að það eru bara rétt rúmlega tvær vikur til stefnu. Eins og ég var líka búinn að segja áður þá er Guðrún að hlaupa til styrktar góðs málefnis.....míns málefnis.... til styrktar rannsóknum á heilakrabbameini. Hún er að hlaupa fyrir Tug McGraw foundation" og er ein af 27 útvöldum sem að valin voru í lið Team McGraw". Allir hlaupararnir í þessum hópi eru að hlaupa fyrir einvherja ákveðna persónu og að sjálfsögðu er frúin að hlaupa fyrir mig!!!
Eins og áður sagði er markmið samtakanna að safna peningum sem fara beint í heilakrabbameins rannsóknir, og því yrðum við mjög þakklát ef einhverjir frá landinu Ísa myndi sína þessu framtaki stuðning og láta gott af sér leiða. Guðrún setti sér það markmið að safna 2.500 dollurum og nú þegar er hún nær hálfnuð að takmarkinu með góðri hjálp nágrannar okkar og vina, gamalla skólafélaga minna og kennara.
Skoðið a.m.k. vefslóðina inn á Team McGraw" siðuna hennar Guðrúnar . http://www.active.com/donate/teammcgrawchicago08/tugGGislad. Þar er líka hægt að fræðast meira um þessi samtök og allt það frábæra starf sem þau eru að vinna...... Allur stuðningur er vel þeginn
Kv... Þórir
Update frá hlauparanum: Undirbúningurinn gengur vel, hefur gengið nokkuð hnökralaust og nokkurn vegin án meiðsla. Ég hljóp mitt síðasta langa hlaup um helgina (32 kílómetra) og er mjög fegin að vera búin með það. Erfiðasti parturinn er án efa andlegi hlutinn, það er meira en að segja það að vera að hlaupa aleinn úti í nokkra klukkutíma. Það sem knýr mig áfram þó á æfingunum er hugsunin um hvers vegna ég er að leggja þetta allt á mig. Kanski getur mitt framlag orðið til þess að einhverjum vísindamanninum tekst að finna lækningu við þessum sjúkdómi og þar með losað okkur við þessa hlekki sem fylgja okkur daglega. Mér finnst gott að geta notað líkamlega orku á þennan hátt og það er alveg á hreinu að ég held ég hefði aldrei haft andlegan styrk í að leggja svona nokkuð á mig án þess að hafa svona sterkt og raunverulegt Motivation". Ég hef í raun komið sjálfri mér nokkuð á óvart hvað það varðar. Hugurinn hvarflar víða á þessum hlaupum mínum.........ef þið bara vissuð hvað mér dettur í hug stundum!!!!
Guðrún
PS. Vildi bæta við link á frábært video á YouTube sem vekur athygli á sjúkdómnum. Kíkið á þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=5FSCfBw_MEc
Athugasemdir
GVÖÐ ég ætti kannski að láta tékka á mér! ..því eins og Una sagði þá átti ég nærri því eins gleraugu... en ég gerði líka eins og þú og fór í laser, þvílíkur munur
Vona að frúnni gangi vel í hlaupinu, áfram Guðrún!
Þórunn Birna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:01
Hlaupa ein!!! Áttu ekki mann??? Ég held að hann geti nú rétt tekið eitt af hjólunum sínum og hjólað með þér nú eða keyrt með þér á garðsláttuvélinni eða snjóblásaranum.
Gangi þér annars vel og ég vona að það verði ekki of hvasst í the Windy City. þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lagt á mig.
Bjössi (sem verður skorinn á báðum nárum á eftir - vona að læknirinn hósti ekki mikið á meðan)
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 06:21
Sæll Þórir
Geturðu bara ekki farið með henni á plötuspilaranum ?
kveðja Baldvin og fjölsk
Baldvin, Bryndís og Birkir Örn (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:39
Frábært hjá þér Guðrún.
Áttu einhvern íslenskan reikning sem ég get lagt inná og þú millifært því síðan lofar ekki öruggu svæði.
Vil endilega styðja málefnið. Frábær að lesa bloggið alltaf hreint Þórir, SJÁ YFIR ENDIMÖRK ALHEIMSINS gleraugun eru bara rétt ókomin í tísku aftur vertu viss.
Kveðja Vigdís Rós.
frudis@simnet.is
Vigdís Rós (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:05
Áfram Guðrún !
Gangi þér vel í hlaupinu, veit þú rúllar þessu upp
Baráttukveðjur
Eva
Eva Björnsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:36
Takk fyrir spjallið í kvöld . Hér er slóðin inná heimasíðuna http://sigurjonv.blogcentral.is/
kveðja frá Selfossi Erla og co
Erla Sigurjónsd.Selfossi (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:55
Glæsilegt framtak Guðrún og eins skringilega og það hljómar þá öfundum við þig aðeins að vera að fara að taka þátt í þessu. Það er sama hversu djöfullega erfitt það er að hlaupa maraþon þá er tilfinningin að klára eitt slíkt alveg mögnuð og ekki skemmir það fyrir að hafa svona göfugan málsstað til að vekja athygli á í leiðinni. Hugsum til þín á leiðinni.
Gaui, Þórdís og co. (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:34
Sæll frændi, ekki bregst þér pennalistinn að þessu sinni frekar en endranær þegar þú ferð í ham.
12. október verður eftirminnilegur þetta árið ekki síður en í fyrra, en þá er 1 ár liðið frá andláti mömmu. Guðrúnar þín líkt og nafna hennar, verður því án efa í hug okkar allra þann daginn, en við ætlum einmitt að hittast systur hjá pabba um helgina.
Mamma blessunin hefði sagt að þetta væru engar tilviljanir - og hafi Guðrún einhvern tímann efast um að þetta hefðist ekki hjá henni, þá er enginn vafi lengur.
Þú getur bókað að við skoðum það hvort ekki hægt að styrkja þetta frábæra málefni.
Gangi ykkur allt í haginn.
KK úr slyddu, roki og rigningu Sirra og co
Sirra og co (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:19
Gangi þér vel Guðrún mín, þetta verður örugglega drullu erfitt en dásamlegt samt :) góða skemmtun svo hjá ykkur vinkonunum.
bkv. Guðfinna og co.
Guðfinna Tr. (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:13
Til hamingju með daginn karl.
Nú ert þú formlega orðinn öldungur og ættir því að taka fram spjótið að nýju og skrá þig til keppni. Spurning hvort þú sért enn það latur að þú nennir ekki að sækja það þegar þú ert búinn að kasta því. Ólafur "sentimetri" Guðmundsson stendur fyrir kastþraut á Laugarvatni á hverju hausti og ég er þess heiðurs aðnjótandi að hafa alltaf orðið síðastur þegar ég hef keppt nema einu sinni þegar Jóndi varð neðstur (en reyndar fékk hann bara stig fyrir eina grein en ég kastaði öllum 5 áhöldunum og tókst þannig að skríða fram úr honum). En ég er alveg viss um miðað við hvað ég hef mikla yfirburði yfir þig á öllum sviðum (skák, glímu, hlaupum, lestrarhraða, tónlistarsmekk (Duran Duran hvað) og síðast en ekki síst talhraða) að mætir þú til leikst muni ég ábyggilega skáka þér. Ég legg undir öll hlutabréfin mín í Landsbankanum og Glitni (og Stoðum og Baugi).
Við (ég, Gunnhildur og börnin hennar) biðjum að heilsa fjölskyldunni og vonumst til að þú sért búinn að slá í síðasta sinn en ekki farinn að moka í fyrsta sinn.
Bjössi
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 07:40
Hann á afmæli í dag-
hann á afmæli í dag-
hann á afmæli hann Þórir-
hann á afmæli í dag.
Til lukku með daginn Þórir
kv Guðný
Guðný Sig (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.