Maraþonið: Guðrún stóð sig eins og hetja í Chicago maraþoninu.... og komst í mark... sem var jú aðalmarkmiðið. hún kom... sá... og kláraði" þrátt fyrir þvílíka magakrampa sem byrjuðu eftir 15 kílómetra. Hún hægði bara á sér og harkaði sér í mark. Það voru um 40,000 manns sem tóku þátt og um um 500,000 manns sem hvöttu hlauparana áfram. Það var hrikalega gaman að fylgjast með hlaupinu. Ég var búinn að plana að reyna að sjá Guðrúnu á fimm mismundandi stöðum, en slíkt var mannhafið að ég sá hana bara tvisvar, eftir c.a. 5 km. og svo aftur eftir 40km. Þrisvar sinnum missti ég af henni í mannhafinu. Aðstæður til maraþons voru frekar slæmar, þ.e. um mitt hlaupið var kominn 29 stiga hiti sem telst vera frekar heitt fyrir svona hlaup. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var vitni að maraþon hlaupi og það merkilegasta sem ég lærði frá því var eftirfarandi: Maraþon hlaup er ekki keppni" (nema fyrir ca 1% af þeim sem taka þátt). Maraþon snýt bara um að komast í mark. Það fannst mér mjög merkilegt því að ég stóð alltaf í þeirri trú um að maraþon væri keppni. Og..... ástæðan fyrir því að ég hef ekki viljað hlaupa maraþon er sú að ég hélt að ég væri ekki nógu góður til þess.... ég myndi ekki ná nógu góðum tíma..... Þvílík bull og vitleysa... sigurinn snýst í því að hlaupa yfir endamarkið. Það er alveg ljóst að þetta þarf ég að gera fyrr en síðar.
Prófavika: Við keyrðum heim frá Chicago samdægurs eftir maraþonið. Fórum fyrst á kvöldverðar fögnuð hjá Team McGraw, sem var mjög gaman. Við komum heim um miðja nótt aðfaranótt mánudags 13 okt. Þar tók svo við prófavika hjá mér í skólanum (miðannar-prófin). Búin að fá einkunnir út úr því öllu núna.... og sigli lygnan sjó! Allt samkvæmt áætlun.
MRI nr. 9: svo fór ég um daginn í tékk. Læknirinn sagði að það væri ekkert að frétta úr heilanum á mér. Fyrir þig - engar fréttir... eru góðar fréttir" sagði hann. Gott mál!... næst tékk eftir 6 mánuði.
Guðrún í Houston: Guðrún er búin að vera undanfarna viku í sinni árlegu haust-Houston-International-Quiltmarket-ferð. Hún kemur aftur heim á morgun og þar með endar spaghetti og frosen pizza" dietið sem við restin af fjölskyldunni erum búin að vera á undanfarna viku.
Nýtt.... Mardonna: er orðinn landsliðsþjálfari Argentínu. Frábærar fréttir fyrir okkur öll sem erum æstir aðdáendur Argentínu í fótbolta. Þar með er það bókað að Argentína verður heimsmeistari 2010 í Suður Afríku. Því að þegar þjálfarinn er með "hendi Guðs" þá hlýtur liðið að verða ósigrandi....
Með bros á vör... Þórir
Athugasemdir
Frábært að heyra góðar fréttir. skrítið að vita að það séu engar fréttir úr heilanum á þér, mér finnst þú alltaf uppfullur af fréttum. þær geymast þá annars staðar en í heilanum greinilega og Guðrún Erla til lukku með hlupið. Áfram þið
Guðný Sig (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:39
Heill og sæll gott að sjá að þú komst lifandi út úr prófunum og heilaskanninu. Get ekki annað en samgleðst með það að Maradonna sé búinn að taka við Argentínu það þýðir bara að þetta frábæra lið verður í ruglinu næsu árin. Þannig að megi fegurð knattspyrnunnar lifa ÁFRAM Ítalía !!!
kveðja úr
Hriðjuverkaríkinu :I
Sævar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:46
Góðar fréttir af ykkur - gaman að lesa
Helga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:41
Ekki er ég hissa á þessu
"Ekkert að frétta úr heilanum á mér"
Það er ekkert á heilanum á þér og í raun ekkert í heilanum á þér og þess vegna er ekkert að frétta úr heilanum á þér (og hefur aldrei verið). Þetta hef ég vitað lengi eða alveg frá því að ég hitti þig fyrst og kenndi þér mannganginn (og svo léstu skera þá þekkingu í burtu ). Ég hefði getað sparað þér stórfé á þessum krepputímum og sagt þér þetta fyrir 1000 kall. EMM ERR I, SMEMM ERR, I
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:49
Til hamingju með þetta stóra áfanga 8 okt Þórir og líka að það gengur allt vel með þér og til lukku með skólanum og hvað þér gengur vel ,og innilega til hamingju með maraþónið Guðrún þú ert einstaklega dúgleg og gangið ykkar bara allt í haginn ,og síðast en ekki sýdst Guð verið með ykkar öll ,kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 07:22
Var að lesa aftur í tímann og tókst að vekja fjölskylduna með hlátri yfir Hræsnis sögu Þóris.
Þú verður að gefa út bók! Ég heimta bók!!!!
Ég skellihlæ iðulega þegar ég kíki hér inn!
Takk fyrir mig :)
Katrín Brynja Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 01:30
Glæsilegur árangur hjá þinni konu og glæsilegar niðurstöðurnar úr MRI....til hamingju með þetta allt :) já og auðvitað til hamingju með að vera búinn í miðannaprófum líka :)
Kveðjur góðar til ykkar, Guðrún E. og fjölsk.
Guðrún E (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:44
Stórar og miklar hamingjuóskir með allt saman en mest af öllu með ekki-fréttirnar! Og til hamingju með nýja forsetann
Vilborg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:29
Búin að senda þér mail.. kveðja frá Selfossi
Erla Sigurjónsd.Selfossi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:27
Gott að það er ekkert að fréta úr búinu(heilabúinu) Konan þín er hetja og það er frábær árangur að klára. sjálfur hef ég hlaupið 2 maraþon og klárað annað en þurfti að lúta í malbik í öðru og veit full vel að þar keppir maður ekki við tíma eða klukku.
Stebbi Nóna (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.