9.2.2009 | 17:54
Atli fær bílpróf!
Í dag var mikill og merkilegur dagur, því að í dag fór Atli í bílpróf..... og stóðst það með prýði. Hann varð 16 fyrir rúmri viku, sem er jú bílprófsaldurinn hér á bæ. Hér er þessi fína mynd sem var tekin af honum í morgun þegar hann kom heim eftir ökuprófið. Hann ætlar að fara á rúntinn í kvöld.... og verður ekkert smá flottur á sjö-manna-bílnum. (Þess má geta að Atli er fyrsti meðlimur fjölskyldunnar til að standast bílprófið í fyrstu tilraun... því við Guðrún þurftum bæði tvær tilraunir þegar við fluttum hingað um árið)
Gísli átti líka afmæli fyrir rúmlega tveimur vikum og er því orðinn 9 ára. Hér er mynd af honum ásamt hluta af vinum hans úr afmælisveislunni... og fínu fimleika-afmælis-kökunni.
kv... Þórir
Athugasemdir
Til hamingju Atli. Til hamingju Gísli. Til hamingju Þórir með að vera byrjaður að skrifa aftur. Og Guðrún og Svana til hamingju með eitthvað.
Baldvin, Bryndís og Birkir Örn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:09
Til hamingju Atli og Gísli - legg til að Gísli fari að reyna við bílprófið.
Tvær tilraunir??? Bílpróf í USA eru auðveldustu próf sem til eru enda gerð til þess að heimskasta þjóð í heimi geti keyrt. Mig minnir að ég hafi nú bara skilað inn stóra flotta bleika skírteininu mínu og fengið í staðinn USAískt próf.
Bjössi Arngíms (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:40
Til hamingju með afmælið Gísli. Vonandi gengur vel í fimleikunum, flott kaka :)
kv,
Dýri
Dýri Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:07
Fór inn á linkinn fyrir tilviljun og sá þá að búið var að skrifa nýjar fréttir. Til hamingju Atli og Gísli með alla ykkar áfanga. Vona að prinsessurnar á bænum hafi það gott og sendi ykkur öllum bestu kveðjur úr Þóristúninu.
Eygló Lilja Gränz (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.