Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Hæhæ Þórir og fjölskylda
Rakst á þetta blogg hjá þér. Veist kannski ekki hver ég er, ég er Dúna dóttir Árna bónda eins og flestir þekkja hann. Finnst þetta flott framtak hjá þér að blogga um dvöl ykkar í ameríkunni. Það er orðið svo langt síðan ég sá ykkur seinast. Var að segja pabba frá þessu hjá þér og hann bað kærlega að heilsa. Allavega var gaman að fá skoða hvað þið eru að gera. Ég er sjálf með blogg síðu, http://sjonarholl.bloggar.is Kv. Dúna
Guðrún Jóna Árnadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 30. jan. 2009
Hvar ertu Þ'orir ??
það heyrist ekkert frá þér ? er allt´í góðu hjá ykkur ? gengur skólinn vel og börnin búin að fá sleikjó og og og ???
Guðný Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 9. jan. 2009
kveðja
Hæhæ bara að kvitta fyrir mig- bestu kveðjur Steinunn ;)
Steinunn Pálmadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 13. des. 2008
Einmitt
einmitt ! hvar ertu og hvar er nýtt blogg ??
guðný sig (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 11. des. 2008
SKRIFA
Ertu dauður??? Ástu kannski skólabækurnar þínar líka í ár? Tók félagsfræðieiturinn sig upp?
Bjössi Arngríms (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 10. des. 2008
Guðný Sig
Halló ?????????? við viljum smá blogg um haluparann og eitthvað fleira. sko ef hægt er
Guðný Sig (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 18. okt. 2008
Þakkir
Sæll aftur Þórir og takk fyrir skjót og góða svör. Þarf aðeins að laga til handritið sem ég hef í höndum og ætla svo að setja þetta inn. Ég er sjálfur Austfirðingur svo það er ekki langt á milli okkar. Gangi ykkur vel
Gísli Blöndal, fim. 4. sept. 2008
Árekstur
Hæ, rakst á bloggið þitt og vildi bara kvitta fyrir mig. Kveðja, Hæda
Hæda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. sept. 2008
Svana afmælisbarn ;)!
Langaði að skila kveðju til hennar Svönu sem á afmæli í dag, hlakka rosalega til að hitta ykkur í vikunni ;)!
Aníta Roccodóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. ágú. 2008
Fyrirspurn frá Hellu
Góðan daginn! Mig langar að spyrjast fyrir hvort nokkur leið væri að fjá hjálp við að komast í tengiflug til Oklohoma frá Minneappolis á ferð okkar hjóna 3. ág. n.k. en við nutum hjálpar ykkar fyrir nokkrum árum og minnumst þess með mikilli þökk. Við mundum greiða vel fyrir en vitum jafnframt að þessi þjónusta er ekki í gangi hjá ykkur. Bið afsökunar á þessari framhleypni en neyðin kennir naktri konu að spinna. póstfang mitt er sigrun.olafsdottir@skatur.is ef nokkur kostur er á þið ansið þessu kvabbi mínu. Bestu óskir og kveðjur Sigrún Ólafsdóttir, Hellu, Rang.
Sigrun ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. júní 2008
Ertu hættur að blogga drengur ?
Farin að sakna þess að þú skrifir..... Er kannski svona heitt að þú orkir ekki að rita neitt? eða ertu alltaf á þessum Lake þínum og gleymir fréttaþyrstum Íslendingum ? hafið það sem allra best. kv Guðný Sig
Guðný Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. júní 2008
Kveðja frá Akureyri
Sæll frændi og fjölskylda. Smá vorkveðja úr góða veðrinu hér hjá okkur á Akureyri. Höfum haft frábært veður að undanförnu, 20 stig í dag. Grasið slegið hér í síðustu viku þrátt fyrir að engar skó mælingar fóru fram eins og hjá þér enda engir gúmmískór til á þessu heimili, bara Nike. Afi þinn búinn að fara sína árlegu vor-eggjaferð til Grímseyjar svo nú hakkar mannskapurinn í sig ósköpin öll af eggju, kveðjur frá honum til ykkar. Gott að þú ert að jafna þig eftir uppákomuna um daginn og til hamingju með að vera búin með skólann - gott hjá þér. Flott fallhlífarmyndbandið. Kærar kveðjur til Guðrúnar og duglegu barnanna. Stefanía Sigm.
Stefanía Sigmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 25. maí 2008
sæll Voggi
VIð feðgar duttum inná bloggið þitt og vorum að lesa færsluna um vogga og fylltumst stolti og það var eins og væri verið að tala úr okkar hjörtum. Það er allt gott að frétta af okkur og sá gamli farinn að þjálfa aftur.... Biðjum vel að heilsa!! kv. Haddi, jónas og bjarki ( Voggar ) p.s vá hvað Gísli er líkur mér! ég fæ kjánahroll að sjá myndir af honum hehe
Haddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
sæll Voggi
VIð feðgar duttum inná bloggið þitt og vorum að lesa færsluna um vogga og fylltumst stolti og það var eins og væri verið að tala úr okkar hjörtum. Það er allt gott að frétta af okkur og sá gamli farinn að þjálfa aftur.... Biðjum vel að heilsa!! kv. Haddi, jónas og bjarki ( Voggar ) p.s vá hvað Gísli er líkur mér! ég fæ kjánahroll að sjá myndir af honum hehe
Haddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
sæll Voggi
VIð feðgar duttum inná bloggið þitt og vorum að lesa færsluna um vogga og fylltumst stolti og það var eins og væri verið að tala úr okkar hjörtum. Það er allt gott að frétta af okkur og sá gamli farinn að þjálfa aftur.... Biðjum vel að heilsa!! kv. Haddi, jónas og bjarki ( Voggar ) p.s vá hvað Gísli er líkur mér! ég fæ kjánahroll að sjá myndir af honum hehe
Haddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
sæll Voggi
VIð feðgar duttum inná bloggið þitt og vorum að lesa færsluna um vogga og fylltumst stolti og það var eins og væri verið að tala úr okkar hjörtum. Það er allt gott að frétta af okkur og sá gamli farinn að þjálfa aftur.... Biðjum vel að heilsa!! kv. Haddi, jónas og bjarki ( Voggar ) p.s vá hvað Gísli er líkur mér! ég fæ kjánahroll að sjá myndir af honum hehe
Haddi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 23. mars 2008
Gaman að lesa bloggið ykkar.
Ég heiti Edda og einus sinni fyrir langa löngu var hún Guðrún litla trítla að vinna hjá mér og þáverandi manni mínum á Selfossi. Og auðvitað á kafi í íþróttum. Gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur. Ég vildi bara kvitta og segja takk fyrir skemmtilegt blogg. Kv. Edda.
Edda Jónasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008