Sönn saga frá Frönsku veitingahúsi

Á föstudags kvöldið var okkur Guðrúnu boðið í afmæli hjá vinafólki okkar. Þetta var mjög látlaust, bara hópur af fólki frá „Pelican Lake" sem hittist og það var farið út að borða. Sá sem átti afmæli, á son sem er í kokkaskóla og við borðuðum sem sagt á veitingastað kokkaskólans. Þangað mættum við Guðrún um kvöldmatarleytið og ég var glor-hungraður...... að vanda. Það voru einhverjar svona smábrauðsneiðar og smjör á borðum þegar við mættum og ég fékk mér strax nokkrar sneiðar til að svala sárasta hungrinu. Ég renndi augunum yfir matseðilinn, við áttum að fá fjögurra rétta máltíð og í fyrstu leist mér bara mjög vel á þetta allt saman........... en annað átti nú eftir að koma í ljós!

Forréttur: Frönsk lauksúpa: Nammi namm.... einmitt ein af uppáhalds súpunum mínum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa mínum eigin augum þegar súpan var borin fram, því að það var svo lítið af súpu á diskinum að það var rétt svo botnfylli. Súpan var hrikalega góð..... en eftir að hafa dýft skeiðinni fjórum sinnum ofan í súpuna var hún búin!! Ég hallaði mér að Guðrúnu og hvíslaði að henni að vonandi væri þetta ekki það sem koma skyldi, því að ég væri ennþá svangur. Hún brosti bara, enda var henni alveg sama. Hún var svo ánægð með hvítvínið sem var borið fram með súpunni. Hins vegar finnst mér hvítvín hundvont..... svo að ég bað um „ice tea".

Aðalréttur: Kjúklinga bringur með einhverju skrítnu: Birtist ekki listaverk á diski. Allir guðuðu upp yfir sig hvað þetta væri rosalega flott borið fram á diskinum!!...... nema ég, því að ég var í óða önn við að reyna að finna hvar maturinn væri. Ég nefnilega sá ekki betur en að á diskinum mínum væru tveir pínulitlir bitar af kjúklingi, ein hundasúra, eitt kartöfluspjót sem stóð beint upp í loftið, og utan um þetta var eitthvað rautt sem var eins breitt og tvinni....... og reyndist vera sósa!!! Ég horfði lengi á þetta og sagði svo...... við sjálfan mig...... það getur ekki verið að þessi skammtur eigi að vera fyrir fullorðinn mann, því að þetta myndi ekki einu sinni vera nógur matur fyrir ungabarn. Ég sneri mér að Guðrúnu sem fór að hlæja... því að hún vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa..... og sagði mér svo að þetta væri nú einu sinni franskt veitingahús. „FRANSKT!!!!!!!!!!" sagði ég „af hverju í ósköpunum léstu mig ekki vita af því" hélt ég áfram „þá hefði ég nefnilega étið á mig gat ÁÐUR en ég kom hingað" Guðrún sagði bara SKÁL úr nýju víntegundinni sem hún hafði fengið með kjötinu! Fjórtán sekúndum síðar var ég búinn með aðalréttinn.... enn glorsoltinn!! Það voru bornar fram þrjár mismundandi víntegundir með kjúklingnum........ en ég hélt áfram að drekka íste.

Milliréttur: Ostar, ávextir, og salat: Þetta hljómaði mjög skrítið! Það datt af mér andlitið þegar þessi réttur var lagður fyrir framan mig. Á diskinum voru tvær ostasneiðar, sem hvor um sig voru álíka stórar og eldspítustokkur.... samt eins þunnar og venjuleg ostasneið. Þar var líka ostakúla.... sem var eins stór og sykurmoli, ein sneið af stjórnuávexti, pínulítið hindber og svo smá arfi til hliðar sem ku hafa átt að vera salat!!!!! Nú var annað fólk í kringum mig farið að skemmta sér konunglega yfir mínum viðbrögðum við matnum. Ég gat ekki skilið betur en að ég ætti nú að fara að borða þessar ostasneiðar með hníf og gaffli! Þá sagði ég nú eins og Mikki refur sagði forðum „þetta er það mesta bull sem ég hef nokkurn tíman heyrt"  Ég er nú vanur því að fá mér ost ofan á brauð... en ekki borða hann með hníf og gaffli! Ég hins vegar fékk allt í einu snilldar hugmynd. Ég lét rétta mér smábrauðin sem voru enn á borðinu, smurði tvær sneiðar með smjöri, setta sína hvora ostasneiðina ofan á, og var þar með búinn að búa mér til tvær brauðsneiðar með osti!! Svo smelli ég fingrum og bað þjóninn um mjólkurglas með ostabrauðinu, og svo borðaði ég þetta allt með bestu lyst....... við mikla kátínu þeirra sem sáu!!.

Eftirréttur: Panna cotta: Það er einhver svona hlaup-búðingur, frekar skrítinn..... var ekki borinn fram í magn-pakkningum frekar en annað þetta kvöldið. Náði næstum því að fylla út í eina te-skeið, og hvarf ofan í mig.

Niðurstöður kvöldsins:

1.            Þegar maturinn var búinn var ég enn algjörlega að-fram-kominn úr hungri

2.            Það er ekki mjög skynsamt að fara á franskt veitingahús ef maður vill fá eitthvað að éta

3.            Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir

4.            Ég vill frekar borða mikið af mat sem er ekkert sérstaklega góður.... frekar er sýnishorn af mat sem lítur út eins og listaverk og er hrikalega gott á bragðið. Þ.e. magn er betra en gæði!

5.            Ef maður fær eitthvað í matinn, sem manni líst ekki á, þá er bara að reyna að gera gott úr því og t.d. búa sér til brauð með osti, og brosa framan í heiminn!

6.            Ef eitthvað gerist í lífi manns, sem manni líst ekki á , þá er bara að reyna að gera gott úr því og halda áfram að bosa framan í heiminn!

 

Kv... Þórir


Prófin búin!!!!

Var að koma úr síðasta prófinu. Gekk eins og í sögu!. Er búinn að vera límdur ofan í skólabækurnar undanfarna 10 daga, og er þokkalega feginn því að vera nú kominn í páskafrí (spring break). Mínir háttvirtu tengdaforledrar komu í gær, með beinu flugi frá Selfossi flugvelli, með hlaðnar töskur af íslesku góðgæti. Í morgunmat í dag fékk mér mér KEA skyr, rúgbrauð með 7 ostasneiðum,  flatbrauð (sem Selfyssingar kalla flatköku) með hangkéts áleggi,...... og síðast en ekki síst..... Lifrarpilsu. Ég er ekki frá því að þetta íslenska góðsæti hafi átt mestan heiður af því hversu vel mér gekk í prófinu í morgun.

Nú tekur við rúmlega viku frí..... til 25. mars.... og það verður nú aldeilis ágætt að fá smá pásu frá heimalærdómi.

Annars er hér allt í sóma í Ameríkuhreppi. Veturinn er farinn, Atli er í Victoria fylki að keppa í fótbolta. Gísli er að fara að keppa á „state meet" í fimleikum á morgun.... þannig að það er í nógu að snúast. Ég ætla að safna kröftum um helgina, hlaða mig upp  af Íslenskum mat-og-nammi orku og safna í sarpinn fyrir þétt mánudagsblogg.

Góða helgi!

Kv.....Þórir


VOGGAR!!

Það eru ár og dagar síðan ég hef skrifað blogg tvo daga í röð. En með mikilli ánægju sá ég hér kjörið tækifæri til að svara nokkrum spurningum sem mér hafa borist. Að sjálfsögðu skal Bjössi fá svar við sínum hugleiðingum..... Og hefst nú lesturinn:

Margrét spurði: af hverju þið fluttuð út til Minnesota?

               Svar: Við fjölskyldan fluttum til USA til að láta drauma okkar rætast. (hljómar væmið.... En er nú samt satt) Við fluttum til Minnesota, því að við þekktum Minneapolis-höfuðborgar-svæðið mjög vel, svo vildum við líka vera á svæði sem væri með fjórar árstíðir. Þar að auki þá er um 30% af íbúum Minnesota sem eiga rætur sínar að rekja til Skandinavíu, þannig að við pössum hér ágætlega inn í kúltúrinn.        

Kjartan P.S. spurði: Hvar er fjallið Vindbelgur?

                Svar: Góð spurning, sem einungis fáir útvaldir vita. En að spyrja Mývetning hvar fjallið Vindbelgur sé, er svipað og að spyrja Reykvíking "hvar er Kringlan?". Kýs því að svara ekki spurningunni , en þeir sem eru forvitnir geta farið í Mývatnssveit..... skellt sér í sundlaugina..... rennt sér niður rennibrautina (ef hún er þar ennþá)..... synt eina ferð í suðurátt, yfir í djúpu laugina. Klifrað upp úr djúpu lauginni í stiganum í suð vestur horninu... gengið 10 stór skref í norður..... stoppað og horft í vestur... Þá ættuð þið að sjá fjall í fjarska.... Það ku vera Vindbelgur... Belgjarfjall... Vindbelgjarfjall eða hvað svo sem það heitir á Mývetnsku (sem er by the way ekki sama tungumál og Íslenska)

Hólmdís H. frá Húsavík spruði: Hvaðan ertu úr Mývatnssveit?

                Svar: Ég er úr Vogum (stoltur VOGGI). Við voggar dreifum okkur skipulega um allan heiminn til að sjá til þess að Velferð heimsins sé ekki ógnað. Sjálfur sé ég um að vera verndari Ameríkuhrepps. Aðrir voggar sjá um hin ýmsustu héruð, sveitir, borgir og bæi Íslands. Fulltrúar Vogga á Húsavík eru m.a. Jónas Hallgríms, Skúli Hallgríms og Gunni Bó. Hvar væri Húsavík án þessarra heiðursmanna?!?!?!

Heiðrún Drottning spurði: Og á ekkert að skella sér til Iceland í "spring break"??

                Svar: Nei... ég þori ekki, því að þú mundir þá örugglega ráðast á mig og krefja mig um nýja Kórónu..... OG ég er búinn að segja þér frá því 1980 að þú færð ekki nýja kórónu!!!!!! Hættu svo þessu tuði drottning!!................. en líkt og undanfarin ár þá förum við til Florida í "spring break" (meira um það síðar)

BJÖSSI...... síðast en ekki síst...... Hann kom reyndar ekki með neina spurningu, en hans skrif kölluðu á svar frá mér. Hann hélt því fram að ég skammaðist mín svo mikið fyrir það að vera VOGGI. En ég segi nú bara eins og Mikki refur sagði forðum "nei, nei, nei, nei...... það er alveg öfugt" Öfugt...... hvernig öfugt !! sagði þá bangsapabbi........ OK... þetta verður svolítið langt svar hjá mér og það byrjar með formála.

Sko....... Í öllum heiminum eru aðeins tvær gerðir af fólki. Annars vegar þeir sem eru Íslendingar, og hins vegar þeir sem vildu að þeir væru Íslendingar. Allir vilja jú vera Íslendingar því að við erum, samkvæmt áliti Sameinuðu þjóðanna, besta land heims til að búa í, svo erum við með hreinasta loftið, besta vatnið, fallegasta kvenfólkið o.fl. o.fl. ofl.

Ef við þrengjum svo þessa hugsun aðeins, þá er það staðreynd að á öllu Íslandi eru líka tvær gerðir af fólki. Annars vegar þeir sem eru að norðan, og hins vegar þeir sem vildu óska að þeir væru að norðan. Það er mjög eðlilegt, enda erum við Norðlendingar miklu montnari, tölum almennilega Íslensku, fundum upp Bautann, og Brynju-ís, fundum upp hvalaskoðun, höfum hinn landsþekta Laugaskóla, og svo má lengi telja.

Enn þrengjum við þessa hugsun og næst bera að geta þess að það er líka staðreynd að það eru aðeins til tvær gerðir af Norðlendingum. Þeir sem eru Mývetningar og þeir sem að vildu að þeir væru Mývetningar. Ekki er það nema von því að við Mývetningar erum ekki bara með eindæmum montnir, þrjóskir og gáfaðir, heldur eigum við líka heimsmet í fjölda mýflugna per fermetra, við eigum besta silunginn, besta laxinn, fallegustu fjöllinn, mestan fjölda af gúmmískóm per íbúa, stærsta sveitarfélag á Íslandi, við eigum Dimmuborgir, Hverfjall, OKKAR EIGIÐ bláa lón, hið landsþekkta knattspyrnulið HSÞ-b,  ofl. Ofl, ofl, ofl.

Mývetningar skiptast líka í tvo flokka. Annars vegar VOGGAR og hins vegar þeir sem að vildu óska að þeir væru VOGGAR. Ekki nema von því að VOGGAR eru yfirburðar kynstofn, sem ekki þarf að útskýra nánar. Við VOGGAR erum fáir útvaldir............ og get ég nú loksins farið að útskýra commentið hjá Bjössa frá því í gær. Hann er nefnilega sjáið þið til Mývetningur, sem er ekki VOGGI. Samkvæmt kenningunni er hann þar af leiðandi einn af þeim sem "vildi óska þess að hann væri VOGGI".... he,he... Engin ástæða er því til að láta rigna svívirðingum yfir Bjössa, eins og hann sjálfur óskaði eftir. Þetta eru típísk viðbrögð hjá fólki sem að vildu óska þess að þau væru VOGGAR. Bjössi er þó ekki eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera. Hann nefnilega ákvað að giftast VOGGA konu. Það gerði honum kleift að umgangast VOGGA og svo á hann líka tvö gríðarlega skynsöm og vitur VOGGA börn. Með því tryggði hann örugga framtíð afkomenda sinna. Bjössi sjálfur verður hins vegar aldrei VOGGI, og yfir því verður hann alla ævi sár og svekktur.

Lýkur þar með pistli þessum.....

Kv... Þórir

Ps. Bjössi.... Þetta er alveg eins og í gamla daga... þú telur þig hafa leikið stórleik.... En áttar þig svo allt í einu á því að þú hefur leikið af þér, svo að enn og aftur segi ég......... SKÁK OG MÁT!!!!


Fjölskyldu fréttir

 

Atli ad keyra

 Atli er svo til búinn að yfirtaka 7 manna bílinn. Hann er nú búinn að vera með æfingaleyfi í tæplega mánuð og gengur alveg þræl vel. Ég fer svo til daglega með honum í smá bíltúr, og hann hefur mikið gaman af því að sitja undir stýri. Á sunnudaginn lét ég hann keyra sjálfan sig á fótboltaæfingu. Það var um 45 mínútna leið, sjálfsagt einir 50 kílómetrar. Hann stóð sig gríðarlega vel... enda held ég að ég hljóti að vera afbragðs ökukennari. Hann stefnir í að verða afbragðs bílstjóri. Ég er nokkuð viss um að allir jafnaldrar hans frá Íslandi öfunda hann gríðarlega yfir því að vera kominn með æfingaleyfi 15 ára!!

Á föstudaginn fór að snjóa..... sem varð til þess að bíla-traffíkin heim úr skólanum varð frekar hæg. Ég get svo svarið það að það tók mig tvo daga að komast heim þann daginn!!. Á laugardaginn gerðist svo þau undur og stórmerki að hitinn fór upp yfir frostmark og ruddist upp í 3 stiga hita. Ég var ekki lengi að fara og strauja stuttbuxurnar og fara í HSÞ-b sokkana í tilefni dagsins!! Þvílík veðurblíða!! Svo gerðist líka annað mjög ánægjulegt..... það kom smá rigning. Það þýðir að nú er farið að styttast í vorið, og er nú kominn tími til. Þar með gátu Gísli og Svana líka loksins farið út og búið til snjókall því að snjórinn var ekki lengur harðari en grjót.

Svana Gísli og snjókallinn

  Guðrún er smátt og smátt að skríða saman eftir bílslysið. Hún fer núna bara í meðferð hjá kírópraktórnum tvisvar  í viku og er loksins búin að fá leyfi til að fara að byrja að hlaupa og hreyfa sig. Hún er hins vegar frekar fljót að þreytast í bakinu og hálsinum..... en þetta er allt að koma.

Sjálfur er ég að fara að byrja í miðannar-prófum í skólanum. Fyrsta prófið verður núna á næsta föstudag og síðasta prófið verður á föstudaginn  viku síðar... og þá verð ég kominn í páskafrí („spring break" heitir það víst). Það verður nú aldeilis gaman þegar sú törn verður búin.

Á sunnudaginn skiptum við USA fólk yfir í sumartíma. Við færum tímann áfram um einn klukkutíma, og verður því tímamunurinn á Minneapolis og Íslandi 5 klst.  Vonandi gengur betur að færa tímann núna heldur en þegar við færðum okkur yfir í vetrartímann. Eins og þið munið sem hafið fylgst með blogginu þá fór allt í vitleysu, tíminn var óvart færður fram um 5 ár.... og allt í vitleysu!  Enda var kallinn sem sá um að færa tímann rekinn með það sama! Ég bíð spenntur eftir því að sjá hvað gerist..... og vona það besta!

Kv... Þórir


Nýjasta útflutningsvara Íslands

Ég er oft og iðulega spurður hvaðan ég sé og svara því að sjálfsögðu með gríðarlegu monti að ég sé frá „ICELAND". Þegar kemur að vitneskju bandaríkjamanna um Ísland, þá skiptast þeir í þrjá hópa. Í fyrsta hópnum er fólk sem segir með aðdáun: „Iceland........ I have always wanted to go there" Þessum hópi tilheyrir um það bil 20% af fólki. Næsta hópi tilheyra ca 70% af fólki sem þegar ég segi að ég sé frá Íslandi segja á móti „Iceland...... hey, I heard that Greenland should have been named Iceland, because It is all covered with ice, and Iceland should have been named Greenland" Ef ég hefði fengið 100 krónur fyrir hvert skipti sem ég hef heyrt þetta, þá væri ég án vafa langríkasti maður í heimi!!!. Þetta fólk veit greinilega ekki mjög mikið, því að ég get nú ekki sagt að Ísland sé sérstaklega grænt! Það er hins vegar einn hópur fólks eftir og honum tilheyra 10% fólks. Þegar þetta fólk heyrir nafnið „Iceland" þá kemur það alveg af fjöllum og veit ekkert hvað maður er að tala um. Þetta fólk er ekki með mikið á milli eyrnanna og fyrst eftir að ég flutti hingað þá var ég frekar pirraður á þessu fólki sem vissi ekkert um Ísland. En núna á síðustu árum þá er mér farið að finnast þetta bráðfyndið!

Um daginn þá var ég til dæmis spurður hvaðan ég væri, og ég svaraði „Iceland" Sá sem spurði var ungur og myndarlegur maður (ekki samt jafn ungur og ég........ og ekki heldur jafn myndarlegur) Hann varð alveg stórhissa á svarinu og svaraði „Is that a country?"

Já.....sagði ég

Hann: And is it all covered with ice?

Innskot: þegar hann sagði þetta þá hafði ég um tvennt að velja. Að vera heiðarlegur og kurteis og svara skilmerkilega...... eða svara þessari heimskulegu spurningu á enn heimskulegri hátt!. Ég notaði minn hálfa heila til að hugsa á gríðarlegum hraða og ákvað svo að svara með þeim hætti sem ég nefndi síðar.

Ég: já..... það er allt þakið í ís, allt árið um kring.

Hann: whoooo... that is amazing.. I have never heard of a country named Iceland!

Ég: Það er ekki nema von, við erum ekki mjög stór þjóð.... en ég er viss um að þú hefur borðað matinn okkar!

Hann: What......have I eaten something from Iceland?

Ég: Já væni minn...... hefur þú ekki annars keypt frosið grænmeti?

Hann: Yes?

Ég: Við erum eina landið í heiminum sem ræktar frosið grænmeti

Hann: Huh? What do you mean?

Ég: sko á veturnar þegar að kemur snjór þá plöntum við í snjóinn fullt af sérhönnuðum grænmetisfræjum. Þessi fræ stækka og dafna í snjónum og svo tveimur mánuðum síðar þá er uppskerutími og við tökum upp úr snjónum fullræktað frosið grænmeti. Þessu pökkum við svo og seljum út um alltan heim.

Hann: Really???????

Ég: já ég get svarið það....... og þetta er algjörlega lífrækt ræktað..... það eruð engin rotvarnarefni sett í snjóinn og þetta er alveg rosalega góð vara, og rosalega vinsæl um allan heim.

Hann: Wow, I have never heard this before!

Ég: Frábært!.... þá er eitthvað nýtt sem þú hefur lært í dag. Prófaðu svo endilega að fara inn á heimasíðuna http://www.icelandicfrosenvegetables.com/ það er frábær síða og gefur þér fullt af fleiri upplýsingum..... en nú þarf ég að fara (því að ég er að springa úr hlátri).... það var gaman að tala við þig.

Ég held að þessum ágæta Bandaríkjamanni sé ekki viðbjargandi. Það hefði átt að gefa honum ónýta helminginn úr heilanum úr mér!

Svona er lífið hér í Ameríkuhreppi!

Kv...Þórir


Mývetningar vs. rest!!!

Nú á mánudagskveldi er hitastigið hjá okkur í Minneapolis -26°. Hitinn er búinn að vera undir frostmarki stanslaust í 63 daga, eða síðan 13. desember!! Það hefur ekki verið svona kaldur vetur hérna síðan við fluttum hingað 2003. Reynda segja „elstu menn" að það hafi ekki verið svona kalt í Minni-sota-strím síðan 1955. Þess má geta að hitastig í venjulegri frystikystu er -17°....... enda er ég of búinn að smella mér ofan í frystikystuna í vetur til að hita mig upp, eftir að hafa brugðið mér út í kuldann.  Þetta finnst Minnesota fólki nú samt ekkert tiltökumál, enda ekki nema von að Minneapolis sé kölluð „The Capital of cold".  Þar sem ég er frá Mývatnssveit þá þykir mér þetta ekki vera neitt tiltökumál heldur, enda vanur miklum frosthörkum þaðan..... oft og iðulega -40°, stórhríð, og alltaf mótvindur!!!! Ekki nema von að við Mýventningar séum svona hraustir.

Hér kemur til að mynda dæmi um hvernig fólk á mismundandi stöðum bregst við kulda:

15°: Fók á Kanarí byrja að hita upp húsin sín. Mývetningar tuða yfir "djöfulsins hita"

10°: Fólk á Flórída fær kuldahroll. Mývetningar fara í sólbað

5°: Ítalskir og Enskir bílar fara ekki í gang. Mývetningar keyra með allar rúður opnar

Frostmark : Vatn frýs. Vatnið í Mývatni þykknar smá

-5°: Fólk í Reykjavík fer í norpara, föðurlandið, ullarpeysu, húfu og vettlinga og kuldaskó . Mývetningar bretta niður ermarnar

-10°: Sunnlendingar setja alla ofna í botn. Mývetningar grilla í síðasta sinn.... Áður en það verður kalt úti

-15°: Allir í Florída deyja. Mývetningar loka gluggunum í húsinu sínu.

-20°: Allir skólar felldir niður í Reykjavík. Krakkar í Mývatnssveit labba í skólann

-30°: Engin í Reykjavík mætir í vinnuna. Krakkar í Mývatnssveit safna í tombólu.... Mýflugurnar leggjast í dvala

-40°: Hitaveitan á Suðurlandi hættir að virka. Mývetningar leyfa loksins hundunum að sofa inni

-70°: Jólasveinninn flýr í burtu frá norðurpólnum. Mývetningar tuða yfir því að gamli Land-Róverinn fer ekki í gang

-273°: Öll atom og mólíkúl frjósa.... Al-kul.!!!! Mývetningar sleppa morgun-hey-gjöfinni í fjárhúsunum.... Gefa þeim mun meira hey í kvöldgjöfinni

-300°: Helvíti frýs. Skólanum í Mývatnsveit er seinkar um tvo klukkutíma....  allir Mývetningar fara í spari-gúmmískóna í tilefni dagsins!

 

Kv...Þórir


kyssti Guðrúnu og gaf krökkunum sleikjó.....

Gísli á ekki lengur 2 kærustur! Önnur þeirra henti í hann blýanti...... og hann var ekki mjög ánægður með það..... og tilkynnti henni að hún væri ekki kærastan sín lengur!!! He,he... hann er efnilegur!

Hraðlestrar prógrammið sem ég keypti er að skila þessum fína árangri. Eins og ég sagði frá fyrir þremur vikum þá var lestrarhraðinn minn þegar ég byrjaði 75 orð/mín. Þá sagði ég líka að markmiðið væri sett á 100 orð/mín. Ég er búinn að vera töluvert duglegur að fylgja æfingaprógramminu og árangurinn er framar vonum. Í dag setti ég persónulegt heimsmet, en þá náði ég að lesa 145 orð/mín. !!!!!!! Ekki nóg með það, þá var ég að horfa á LOST í gærkvöldi þar sem smá hluti þáttarins fór ekki fram á ensku og var þar með textaður. Í fyrsta skipti frá því ég var með „heilan heila" gat ég aftur lesið allan textann.... allan tímann !!!! Ég fagnaði að sjálfsögðu gríðarlega..... kyssti Guðrúnu og gaf krökkunum sleikjó!. Ég er búinn að vera að gera lestrar tilraunir á fjölskyldumeðlimum og niðurstöður urðu þær að lestrarhraðinn hjá Gísla var 99 orð/mín, Atli var 367 orð/mín og Guðrún var 530 orð/mín. Það var gríðarlegaur sálfræðilegur sigur að fá það staðfest að ég les hraðar en Gísli....... he,he seigur er ég! Þess má svo geta að þegar ég var með „heilan heila" þá fannst mér alveg óþolandi að lesa eitthvað á sama tíma og Guðrún, því að hún var svo hrikalega lengi að lesa. Það segir mér að ég hef líklega verið með lestrarhraða í kringum 700-800 orð/mín áður......... Hey! Kannski var það þess vegna sem heilinn í mér brann yfir!!

Þar með er ég búinn að auka lestrarhraðann minn um 100% á þremur vikum!!! Það er nokkuð gott og enn og aftur er það sannfæring fyrir sjálfan mig að ég get unnið lestrarhraðann upp aftur..... ef ég bara er tilbúinn að leggja nógu mikið á mig. Næsta markmið verður að komast yfir 200 orð/mín! Fyrir áhugasama og forvitna (eins og til dæmis Bjössa) þá er hægt að fara á heimasíðu hjá þessu ágæta fyrirtæki og taka eitt stykki „Demo" af samkonar hraðlestaræfingu eins og ég er að gera. Slóðin á síðuna er http://www.infmind.com/ og er smellt á „free demo" til að prófa (of hafa hátalarana í gangi). Síðan legg ég til að þeir sem prófa þetta (eins og til dæmis Bjössi) láti mig vita hver lestrarhraðinn er, bæði í byrjun og lok æfingarinnar.

Kv...Þórir

Ps. Guðrún er farin að blogga bútasaumsblogg á engilsaxneskri tungu. Ég er samt ekki alveg viss um hvurs konar síða það eiginlega er, því að síðast þegar ég kíkti var hún að auglýsa eftir „stripp stjörnum"!!! Hmmmmm..... þetta er mjög dularfullt. Kíkið á það http://www.gudrun.typepad.com/


Prufa

Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa Prufa prufa prufa

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband