Stuttar fréttir frá Ameríkuhreppi

Allt gengur sinn vanagang hér í Ameríkuhreppi. Í dag var sögulegur dagur, þar sem að hitinn fór í fyrsta sinn á þessu ári upp fyrir 70°F, sem ku vera ca. 22° íslenskar. Það var nú aldeilis gott. Hér er allt að vakna til lífsins, grasið farið að spretta, fuglarnir syngja, dádýrin komin aftur, sléttuúlfarnir farnir að góla á kvöldin, ég er búinn að þrífa spari-gúmmískóna, og óðum styttist í fyrstu Pelican Lake helgina.

Guðrún er byrjuð að læra spænsku. Fer einu sinni í viku og finnst rosa gaman. Ég þarf hins vegar ekkert að læra spænsku. Ég kann nefnilega heilmikið í spænsku. Ég átti nefnilega plötuna með Kötlu Maríu í gamla daga og get ennþá sungið reiprennandi „lítill Mexíkani með som-som brero"  Guðrún getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.

Atli er að fara að keppa á fótboltamóti á gömlum heimaslóðum Bjössa og Gunnhildar um helgina, til Illinois fylkis. Mótið verður í Rockford, IL og ég fer með og keyri hluta af liðinu í sjö-manna bílnum. Við förum á föstudag og komum til baka seint á Sunnudagskvöld. Ég er nokkuð vongóður um góð úrslit, enda eru Atli og co með gott lið. Markmaðurinn þeirra var reyndar á Englandi fyrir tveimur vikum á æfingum hjá West Ham. Eins gott að Björgúlfur láti hann nú í friði! Atli getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.

Gísli  fór á Stuttbuxum í skólann í dag. Hann er byrjaður af æfa fimleika með nýju liði. Það lið heitir Mini-Hops. Það er gríðarleg spenna. Hann er búinn að fara á tvær æfingar og finnst rosa gaman. Svo erum við búin að skrá hann á fótbolta æfingabúðir í sumar (þ.e. gamli góði fótboltinn).  Svo er líka búið að skrá hann í fótbolta æfingabúðir (þ.e. Amerískan fótbolta). Gísli getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake.

Svana fór með húfu og vettlinga í skólann í dag. Hún, eins og mamma sín, gengur fyrir sólarorku (það þýðir að henni líður best í sól og 30° hita.) Er enn að æfa fimleika 9 klst í viku og ætlar að fara í blak æfingabúðir í sumar. Svana getur ekki beðið eftir því að við förum að fara aftur á Pelican Lake, og fara á Elvis!

Ég er ennþá í skóla! Verð búinn 13. Maí. Ég er ekki búinn að skrá mig í neinar sumarbúðir! Get ekki beðið eftir því að fara á Pelican Lake.

Over....and out!   Kv... Þórir

Ps. Aníta Torisson... þú fékst póst frá Lifetime með nýju „membership" korti. Viltu fá það sent til þín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahahahahahah þú ert svo fyndinn. vildi að ég gæti ekki heldur beðið með að fara Pelican Lake . hér er enn allt voða hvítt og jólalegt yfir að líta. þó var vorinu spáð í gærkvöldi.... kv Guðný

Guðný Sig (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 08:20

2 identicon

Ég geng líka fyrir sólorku og ég ekki beðið eftir að komast til Mývatns

Bið að heilsa Illini

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:07

3 identicon

Sæl verið þið í Ameríku.

Verð nú að viðurkenna að ég hef verið löt að kommenta, en kíki hér við á hverjum degi til að fylgjast með ykkur. Það er alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína Þórir og fær mann oftar en ekki til að brosa og jafnvel flissa :) Ég get ekki beðið eftir sumrinu, en það virðist ætla að koma hægt. Í dag er samt hið besta veður á Akureyri, sól, gola og ekki ský á himni....vona að þetta sé góð byrjun á vori og sumri í framhaldi af því.

Hafið það sem best.

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband