Grand Mal flog..... seinni hluti!

 

Það sem drepur mann ekki..... gerir mann sterkari! (samkvæmt því hlýt ég að vera hrikalega sterkur)

Atburðarásin í mínu lífi undanfarna daga er búin að vera mjög áhugaverð. Það hefur ýmist verið í ökkla eða eyra! Þar sem Guðrún var búin að útskýra atburðarrás miðvikudagsins út frá sínu sjónarhorni.... þá er best að ég segi nú mína sögu málsins, og því sem gerst hefur undanfarna daga.

Því miður get ég ekki sagt ykkur frá neinu sem gerðist..... því að ég missti algjörlega af því!. Ég man bara eftir því að ég fór út að hjóla, hjólaði í ca. 20 mín, kom aftur inn móður og másandi, sæll og glaður og settist niður fyrir framan sjónvarpið........ svo man ég bara eftir því að hafa vaknað inni í sjúkrabíl. Það tók mig smá tíma að átta mig á því hvar ég var þegar ég vaknaði. Ég fann hins vegar að ég var kyrfilega bundinn niður og var tengdur við alls konar leiðslur, og tæki og tól. Allt í einu heyrði ég svo sírenuvælið í sjúkrabílnum og þá fattaði ég hvar ég var. Ég var hins vegar sallarólegur þegar ég vaknaði, sá það að ég hlyti að vera í góðum höndum, en datt þó í hug að spyrja nokkurra spurninga. Fyrsta spurninginn sem ég spurði var að sjálfsögðu „hvað gerðist?" Gaurinn sem var með mér inni í sjúkrabílnum sagði mér að ég hefði fengið „grand mal flog" Hmmmmmm........ husgsaði ég..... ég hef greinilega misst af því!. Næst spurði ég „hvert erum við að fara?" Hann sagði að við værum að fara á bráðamóttökuna á Abbott sjúkrahúsinu. Jafnframt sagði hann mér að Guðrún væri á leiðinni með öðrum bíl og myndi hitta mig þar. „flott" sagði ég og þar með þurfti ég ekki að fá að vita neitt meira í bili. Ég held að ég hafi sofnað aftur... ég man a.m.k. ekkert fyrr en verið var að færa mig af sjúkrabíls-rúminu yfir í venjulegt sjúkrarúm inni á bráðadeild Abbott sjúkrahússins. Þá fann ég hvað ég var rosalega aumur í öllum vöðvum líkamans. Sérstaklega kálfavöðvunum og kjálkavöðvunum. Það var eins og ég hefði verið í meiri háttar átökum (sem akkúrat lýsir vöðvastarfseminni í grand mal flogi....... meiri háttar átök) Þegar Guðrún kom var ég vel vaknaður orðinn nokkuð hress, og fannst ekkert smá áhugavert að hlusta á hana lýsa því sem hafði gerst. Starfsfólkið á bráðadeildinni sá fljótlega að ég var orðinn borubrattur og eftir að hringt hafði verið í krabbameinslækninn minn var ákveðið að ég mætti fara heim. Ein hjúkkan minnti mig á að samkvæmt Minnesota lögum þá mætti ég ekki keyra bíl næsta hálfa árið. Ég jánkaði bara, vissi nú reyndar um þá reglu, en var ekkert að spekúlera í því meira. Svo fórum við heim.

Á fimmtudags morguninn þegar ég vaknaði leið mér eins það hefði verið keyrt yfir mig á vörubíl!!. Ég hef nú reyndar aldrei lent fyrir vörubíl..... en ég tippa á að manni líði einhvern veginn svona! Þvílíkar og aðrar eins harðsperrur ALLS STAÐAR og ég var svo slæmur í kjálkavöðvunum að ég gat ekki einu sinni tuggið mat, þannig að ég varð að lifa á súpu og prótein-shake þann daginn. Ég ákvað að fara ekki í skólann, og taka því bara rólega.

Á föstudaginn fór ég ekki heldur í skólann, því að þá átti ég að far a í blóðprufu og hitta krabbameinslækninn minn. Hann testaði mig í bak og fyrir en fann ekkert að mér, og ákvað svo að fyrst að ég væri nú á annað borð kominn á svæðið vildi hann athuga hvort hann gæti komið mér að í MRI. Það gekk eftir og þar var samstundis hægt að koma mér að. Hann sagði að eftir MRI mætti ég svo bara fara heim og hann mundi svo bara hringja í mig þremur klukkutímum síðar þegar væri búið að greina myndirnar. Mér leist vel á það og stökk í MRI (segul-ómun), og svo fórum við Guðrún bara heim aftur.

Þegar ég kom heim fór ég að skoða upplýsinga pappíra sem ég hafði fengið kvöldið góða  sem útskýrir Grand Mal flog. Þar kom fram að sá sem fengi þess konar flog mætti ekki keyra bíl og ekki synda næstu 6 mánuðina....... en jafnfram stóð að lokaákvörðun um það væri tekin af lækni viðkomandi.  Ég gat nú alveg sætt mig við það að mega ekki keyra, en að ég mætti ekki heldur synda fannst mér nú frekar skrítið. En sennilega er það nú ekkert sérstaklega sniðugt að fá Grand Mal flog þegar maður er ofan í sundlaug!.

Eftir hádegi fengum við símtal frá sjúkrahúsinu. Það var ein af aðstoðarlæknum Trusheims sem að tilkynnti okkur að MRI myndirnar hefðu komið mjög vel út, og allt væri mjög stabílt. Þetta MRI var líka mjög mikilvægt vegna þess að þetta er svokallaða „tveggja ára MRI" Það eru sem sagt rétt tæplega tvö ár síðan ég fór í heilaaðgerðirnar. Fyrstu tvö árin er venja að fara í MRI á 3 mán. Fresti til að fylgjast sem best með æxlinu. Núna hins vegar verður ekki eins mikil þörf á svona nánu eftirliti, þannig að næstu tvö árin fer ég bara í tékk á 6 mánaða fresti. ALDEILIS FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!. En....... það átti eftir að batna!! Rétt áður en aðstoðarlæknirinn ætlaði að kveðja okkur, ákvað ég að spyrja hana út í það hvort ég mætti halda áfram að keyra. Hún sagði að samkvæmt Minnesota lögum þá mætti ég ekki keyra í 6 mánuði. „Ég veit" sagði ég en benti henni svo á það að ég hefði lesið að ákvörðunarvaldið væri þó hjá lækninum. Hún sagðist ekki þora að svara en sagði ætla að ræða málið við Trusheim og hringja svo aftur í mig.  Ég glotti!!!!!! Það sakar ekki að reyna.... sagði ég svo við Guðrúnu.

Um hálftíma síðar hringdi aðstoðarlæknirinn aftur og sagði mér að Trusheim, læknirinn minn, liti á þetta sem einstakt tilvik og ekkert sem benti til þess að ég fái annað svona flog. Þar af leiðandi væri því ekkert til fyrirstöðu að ég héldi áfram að keyra, synda, hjóla eða hvað sem mér dytti í hug að gera. ALDEILIS FRÁBÆRAR FRÉTTIR!!!

Ég tók því svo bara rólega um helgina. Í morgun fór ég í skólann eins og vanalega..... keyrandi....... ha,ha! Það var reyndar stuttur dagur hjá mér. Seinni partinn klæddi ég mig svo í hjólagræjurnar og fór út að hjóla. Ég hjólaði sömu leið og kvöldið góða, fór bara aðeins hægar og drakk meira vatn á leiðinni. Það gekk bara vel....... það er a.m.k. ekki búið að þurfa að hringja í 911 ennþá... he,he.

Lífið heldur áfram... þetta atvik hefur lítið raskað minni einstöku sálarró. Ég er búinn að læra að yfirleitt hefur maður ekkert að segja  um það hverju lífið hendir í áttina að manni. Það er alveg sama hvort  sem  það er krabbamein, fráfall ættvina, Grand Mal flog, eða skráma á hnéð, þá þýðir ekkert að berjast á móti því. Fyrr eða síðar þarf maður að sætta sig við orðinn hlut. Raunveruleikinn er „NÚNA" og það er ekki hægt að berjast gegn honum, maður verður að sætta sig við hann og gera það besta úr honum.  Um leið og ég ákvað að sætta mig við þá staðreynd að ég væri með krabbamein, var „turning-point" í mínu lífi. Um leið ákvað ég að hætta að líta á mig sem „Þórir með krabbamein" og byrja að líta á mig sem „Þórir Krabbameins survivor".  Sem krabbameins survivor er mér ekkert ómögulegt, og enn og aftur segi ég að mitt líf er miklu ríkara og betra eftir krabbameins lífsreynsluna. Þetta Grand Mal flog er ekkert annað en enn einn kaflinn í mínu lífi. Þetta var hlutur sem bara gerðist, hlutur sem ég bað ekki um. Ég get ekki annað en sætt mig við að þetta gerðist, taka því opnum örmum og læra af því. Þetta olli mér engum skaða, og því sé ég engann tilgang í að velta mér frekar upp úr þessu né hafa áhyggjur af því að þetta gerist aftur. CASE CLOSED!

Ég lít gríðarlega björtum augum á framtíðina og get ekki beðið eftir því að komast að því hvað morgundagurinn hefur í farteskinu.

Kveð að sinni..... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er miklu frekar þær fréttir sem maður býst við að heyra frá ykkur, aldeilis frábært. Þetta verður bara einn kaflinn í bókinni þinni, sem maður bíður spenntur eftir.

Baráttukveðjur

Kristín og fjölsk.

Kristín og co (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:27

2 identicon

Þú ert alveg ótrúlegur Þórir, held þú ættir að taka mig í smá jákvæðniskennslu, bókum tíma um leið og þú ert búinn að fjárfesta í kórónu handa mér:-)

Hafðu það sem best

Heiðrún Bj (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:39

3 identicon

Þú ert ótrúlegur, tókst að sannfæra lækninn þinn að þú mættir fá að keyra.  Það er ansi gott. Ég reikna nú samt að þú hafir sleppt því að segja honum að þú kynnir ekki að keyra.  Getur læknirinn gefið þér leyfi til að synda líka eða þarftu bara að standa í lauginni og halda í bakkann eins og á sundnámskeiðunum á Álftabáru í gamla daga?

Annars hefur þessi krabbameinsganga þín verið alveg ótrúleg og ansi mikið umfram okkur hin sem þú hefur fengið að upplifa, að því leytinu til ertu mikið ríkari (alla vega reynslunni ríkari).  Alla vega hefur margt gerst frá því að ég hringdi á þig á sjúkrahúsið fyrir tveimur árum fyrir fyrstu aðgerð.  Þá varstu ansi borubrattur og slíkt hefur ekki breyst sem betur fer.  Svo ætla ég að hætta áður en ég verð of háfleygur eða áður en ég læt undan lönguninni að skrifa þau skot á þig og brandara um þig sem mér detta í hug en geri ekki því þessi síða ansi víðlesin og ekki víst að allir hafi jafn gaman af dökkum húmor.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:43

4 identicon

Frábærar fréttir, ég held ég splæsi í nýja kórónu fyrir drolluna og mæti svo með í tíma

Helga (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:56

5 identicon

Sæll félagi

Þú ert nú ekki alveg í standi!! Hvernig ferðu að því að kjafta þig útúr USA lögum? Sannfæringamátturinn er slíkur að leitun er að öðru eins. Sennilega hafið þið Rocco "the ................... from Selfoss" þróað með ykkur einhverja stórhættulega tækni sem gerir ykkur mögulegt að sannfæra hvern sem er um nánast hvað sem er!! Nú er ég loks að átta mig á því hvernig stendur á því að þið (eins og þið eruð) getið átt svona glæsilegar konur!!

Það skiptir auðvitað sára litlu máli hvort þú mátt keyra eða ekki, það er alltaf hægt að redda því! Stóra spurningin er hvort þú megir sigla!

En nóg af bullinu!! Vonandi hafið þið það sem allra best og farið vel með ykkur.

P.s. auðvitað vita það allir sem þekkja Þóri að hann er algerlega óstöðvandi! Því fer einhver smá sinadráttur ekki að trufla hann. Spurning hvort þú munir ekki eftir því að teygja á eftir næsta hjólatúr Þórir minn 

Þröstur og Kolla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:39

6 identicon

Frábært frábært frábært, þetta eru stórkostlegar fréttir og þú ert nú alveg stórkostlegur Þórir það er ekki hægt að neita því hvað sem þessir félagar þínir reyna.  Hafið það sem allra best og svo er spurning hvort það þurfi ekki að slaka AÐEINS á æfingunum.

Luv. Inga Fríða

Inga Fríða (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:36

7 identicon

Heill og sæll

Þetta eru frábærar fréttir og léttir að heyra.  Alveg finnst mér magnað hvað þú ert jákvæður út í allt og alla og tekur flott á þessu.  Gott að heyra að MRI kom vel út og einhvern veginn grunar mig að þú látir þetta hafa lítil áhrif á þig eða eins og þú segir sjálfur þá er þetta mál case closed.  Nú getur þú farið að einbeita þér aftur að bankanum enda ekki hægt að ætlast til að bankastjórinn sé lengi í fríi   Flottur að skella þér strax aftur á hjolið og láta þetta ekkert hafa áhrifa á þig. 

Kv Sævar og Sunna

Sævar og Sunna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:44

8 identicon

Sæll og blessaður,

                              ég vissi það að þetta var bara eitthvað sem að þú myndi hrista af þér eins og alltaf .Þið eru svo jákvæð og dugleg öll sömul.Gangið ykkar sem allra best .

Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:19

9 identicon

Alveg ótrúleg bjartsýni - það ætti að skylda fólk til að lesa pistlana þína - gefðu þá út!! Gangi þér vel og Hann sem öllu ræður vaki yfir ykkur!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:02

10 identicon

Þú ert laaaaang flottastur Þórir enda dáltið líkur mér

Þuríður Arna (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:42

11 identicon

Það á ekki af ykkur að ganga! Ég hef horft á unglingsdóttur mína í 2-3 mínútna grand mal flogakasti nokkrum sinnum og það var heil eilífð, hvað þá 10 til 12 mínútur!!!  Ég skal skilja að Bleik sé brugðið, og meir þeim sem var vitni að fyrirganginum en hinum sem var ,,úti"- held það sé lán í óláninu að meðvitundin fer um leið og kastið byrjar.  Guði sé lof fyrir góðar myndir af kollinum, til hamingju með að vera komin í 6 mánaða pásu á þessu myndastússi og tilheyrandi taugatrekkingi, það er sama hérna megin hjá mínum manni.  Bestu kveðjur til Minnesótastrím, bið að heilsa sólinni

Vilborg D. (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:29

12 identicon

Það vantar aldrei fréttirnar hér þegar maður rekur nefið inn á síðuna ykkar. Ánægður með viðhorfið hjá ykkur til alls þess sem gengur á - það lagar ekkert að leggjast í kör. Sjálfur er ég reyndar fullur af sjálfsvorkunn eftir leik kvöldsins í Meistaradeildinni þar sem Chelsea tók óverðskuldað jafntefli á móti kóngunum frá Liverpool. Magnaður andskoti.

Gaui, Þórdís og co. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:39

13 identicon

   ja hérna...þetta er með ólíkindum.......ég tek undir þetta með Ron Jeremy ( Þresti ) að keyrslan er aukaatriði......Yamaha leiktækið má alls ekki stoppa....eins gott að þú fáir ekki flogakast á fullu gasi á leið á Elvis show....og brunnir inn á sviðið....annars er mér farið að finnst þetta annsi dularfullt...getur verið að þetta kast hafi komið um  leið og fyrsta afborgunin kom frá Glitni í sambandi við bátinn....

þú mannst hvað Kiddi Bjarna sagði  " Take it to the limit "

kv Rocco

Rocco the great lover from selfoss (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:18

14 identicon

Sæll Þórir.

Ég ákvað að láta verða af því að kvitta hjá þér. Ég er búin að fylgjast með frá því að þú veiktist en einhvern veginn aldrei skrifað neitt. Mér finnst frábært hvað þú ert jákvæður Þórir, og þið bæði. Þetta er greinilega kjarnakona sem þú átt ;-). Ég er sammála því sem margir hafa skrifað hjá þér… það ætti að skilda alla til að lesa það sem þú ert að skrifa. Mér finnst frábært hvernig sýn þú hefur á lífið; taka einn dag í einu og njóta hans í botn. Það er nefnilega allt of algengt að maður ætlar að gera allt á morgun. Hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég óska þér, Þórir minn, alls hins besta og haltu áfram að vera svona jákvæður … já og þrjóskur ;-) ég held áfram að fylgjast með.  Áfram KSÞb  (he he) P.s. mér finnst skotin sem ganga á milli ykkar Bjössa alveg stórskemmtileg og liggur oft við því að ég hreinlega kafni úr hlátri fyrir framan tölvuna. Þið eruð náttúrlega óborganlegir…  og að sjálfsögðu stútfullir af lofti sem er nú eðlilegt miðað við uppruna ykkar. Ef þið mynduð aðeins tappa af loftinu þá mynduð þið sjá að VOPNFIRÐINGAR ERU OG VERÐA ALLTAF …. nei nú hætti ég! Hafið það sem allra best Lísa Vopnfirðingur 

Lísbet Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:44

15 identicon

Alltaf jafn jákvaedur, ég maeti gjarnan í tíma med litlu syss og Helgu ;)

Hafid thad öll sem best!!

//Ellen

ellen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:05

16 identicon

Innilega til hamingju með niðurstöðurnar úr síðustu myndatöku - ég get samt rétt ímyndað mér að klukkustundirnar þrjár sem bíða hafi þurft eftir niðurstöðum hafi verið lengi að líða þrátt fyrir alla jákvæðnina !

Annars er alltaf frábært að lesa pistlana þína og jákvæðnina og húmorinn í þeim - og eins og Lísu þá finnst mér heldur ekkert leiðinlegt að kíkja á athugasemdirnar og lesa skotin frá félögum okkar, þið breytist ekkert.

Kysstu konuna og gefðu börnunum sleikjó í tilefni góðra frétta og íslenskrar sumarkomu - Ella Dögg

Ella Dögg (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband