Íslenskt mál - 1. hluti......... Langatöng

Eftir að hafa búið í USA í 5 ár er ég búinn að vera að stúdíera mikið íslensku í samanburði við ensku. Ég er búinn að komast að því að okkar ástkæra ilýra tungumál er stundum solítið skrítið, og skondið og stundum ekkert smá skrítið og skondið. Ég hef því ákveðið að fara hér af stað með smá þema sem að heitir „Íslenskt mál". Þetta verður í nokkrum hlutum og verður fjallað um eitt eða fleiri Íslensk orð í hvert skipti. Hér kemur fyrsti hluti:

Þumalfingur, vísifingur, langatöng, baugfingur, litlifingur........... hvað af þessum orðum passar ekki í þennan flokk?

Hvað var sá að hugsa sem fann upp á orðinu „langatöng".  Á ensku heitir þessi fingur „middlefinger" sem er nokkuð sniðugt finnst mér!...... en langatöng?????? Orðið er greinilega samansett af tveimur orðum, langa og töng. Ég get mjög vel samþykkt fyrri hlutann því að þetta er nú lengsti fingurinn (á flestum a.m.k.). En hvaðan kemur orðið töng? Er tilfellið að ég er bara með fjóra fingur á hvorri hendi........ og svo eina töng????. Og hvað á ég svo að gera við þessa löngu....töng. Ég á töng út í bílskúr... hún er ekki löng... hún er reyndar frekar lítil, en ég get gert ýmislegt með henni. Ég get hins vegar ekki gert neitt með löngutöng sem að ég get gert með minni stuttu töng sem er úti í bílskúr!!!! Ef að þessi fingur hefði bara verið skírður „langifingur" hefðu allir verið glaðir....... og það hefði orðið fullkomlega eðlilegt nafn á þessum  lengsta fingri okkar!

Því óska ég hér með eftir útskýringu vegna þessa íslenska heitis á þessum ágæta fingurs, sem heitir ekki einu sinni fingur..... heldur töng, og getur ekki einu sinni gert neitt sem að venjuleg töng getur!!!

 

Heimspekileg kveðja... Þórir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórir - ég googlaði þessum vangaveltum og datt þá inná vísindavefinn sem oft er góður : http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1835

Helga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:43

2 identicon

Ég skora á þig að skoða nöfnin á tánnum í þessum sama pistli inná vísindavefnum.... ha ha ha ha

Helga (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 09:45

3 identicon

Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau:

  • þumall, þumalfingur, þumalputti
  • vísifingur, sleikifingur, bendifingur
  • langastöng, langatöng
  • baugfingur, hringfingur, græðifingur
  • litlifingur, litliputti, lilliputti
Tærnar hafa einnig sín nöfn þótt ekki séu þau eins útbreidd og nöfnin á fingrunum. Talið frá stóru tá eru þau:
  • stóratá, Vigga, Dyrgja, Stóra-Jóa
  • Háa-Þóra, Bauga, Nagla-Þóra
  • Stutta-Píka, Geira, Langa-Dóra
  • Litla-Gerður, Búdda, Stutta-Jóra
  • litlatá, Lilla, Grýta, Litla-Lóa

Guðný Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:30

4 identicon

Hey hey komonn - langatöng - þetta er lengsti fingurinn - töng og ekki töng!!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:07

5 identicon

Eftir næstum mánaðarbloggleysi og þú kemur með ÞETTA!!!  Langatöng er stærsti og mesti fingurinn og því við hæfi að hann (fingurinn) fái voldugra nafn en hinir.  En af hverju heitir þú Þór-ir?  Hvað er þetta -ir?  Þitt nafn kemur augljóslega frá Norræna Guðinum Þór svo hvað þýðir ir-ið?  Ef þú hefðir heitið Þór Sigumundur Þórsson þá "hefðu allir verið glaðir"  Af hverju Þór-ir sem "getur ekki einu sinni gert neitt sem venjuleg"ur Þór getur ekki gert?

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:23

6 identicon

Er ég með píku ( stutta píka ) á hvorum fæti fyrir sig ?? Hélt ég væri bara með eina píku og hún að sjálfsögðu á milli stórutánna en ekki ein af tánum. Nú get ég fengið mér 2 viðhöld til að njóta allra píkanna minna  og sína með hverjum manni auk þess að vera pissandi út um allt. Hafði ekki hugmynd um hvað þrjár miðtærnar mínar hétu en datt ekki til hugar að þær bæru mannanöfn heldur. Ætli kallarnir viti að Gerðurnar  og Þórurnar séu með þeim í hverju skrefi auk þess að hver maður hafi eitt typpi og tvær píkur sé hann rétt skapaður og hafi ekki misst útlimi.  Merkilegar umræður og það er satt sem sumir segja að netið er fullt af fróðleik. Kíki stundum á þetta blogg þitt og þó þú sért að norðan þá ertu bara bísna skemmtilegur. Gangi þér vel.

Sesselja (ókunn ) (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:45

7 identicon

í sambandi við þessa löngutöng... þá er þetta líklega eins og margt í vogum. þetta er bara svona og hefur alltaf verið svona og þar af leiðandi engin ástæða til að íhuga það neitt meir...

það sem er samt dásamlegt við íslensku er það að við getum orðin bensínlaus hér. en í kanalandi eru menn out og gas en ekki gasless...

pontless en gaman.

Stefán jak og co (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband