Minneapolis - Ísland - Minneapolis

Þá erum við komin aftur heim frá Íslandi. Atli orðinn fermdur og þar með formlega kominn í fullorðinna manna tölu. Ferðin var góð... það voru klifin fjöll... litlu krakkarnir fóru á hestbak... mikið borðað af íslensku góðgæti... og síðast en ekki síst fann ég feita hamsturinn hans „Rocco the great lover from Selfoss", sem hafði sloppið úr búrinu sínu og var týndur. Við hittum fullt af fjölskyldu, vinum og kunningjum... ég fékk að fara á fullt af alvöru fótboltaleikjum þannig að ferðin var í alla staði mjög góð. Svo gerðist ég loksins svo frægur að heyra Bjössa lýsa frjálsum í sjónvarpinu og hann fór á þvílíkum kostum. Þetta var í fyrsta sinn frá því að við fluttum hingað út fyrir fimm árum sem við komum til Íslands að sumarlagi. Veðrið var samt merkilega gott... þ.e.a.s. meðan sólin var á lofti. Á kvöldin þegar sólin var farin fannst okkur vera hræðilega kalt, enda vön því að hitinn fari ekki niður fyrir 20° alla sólarhringinn hér hjá okkur.

Við komum til baka á laugardagskvöldið. Þegar við keyrðum upp að húsinu blasti við okkur hrikalega fyndin sjón. Þannig er mál með vexti að húsið við hliðina á okkur er til sölu, þar býr enginn og húsið er í eigu byggingarverktaka. Þegar við komum voru nágrannar okkar greinilega búnir að skemmta sér konunglega, því það var búið að færa söluskiltið yfir að húsinu okkar og risastórt „HOME FOR SALE" war komið á bílskúrinn okkar. Svo var búið að líma gult X á hurðina á húsinu og á þar stóð sórum stöfum „DO NOT ENTER". Það var búið að færa öll útblómin okkar yfir að hinu húsinu og líka bekk og stóla og borð sem við erum með hjá okkur á front porch. Svo birtust nágrannar okkar hver af öðrum skælbrosandi og buðu okkur velkomin heim.

Krakkarnir eru komin aftur á fullt í íþóttunum. Atli er farinn að æfa tvisvar á dag með „high-school" liðinu fótbolta. Svana og Gísli að komast aftur í fimleikaæfinga rútínuna og svo í gær fór Gísli svo á fyrstu æfinguna sína í Ameríska fótboltanum. Hann var býsna vígalegur þegar hann var kominn í búninginn með alxapúðana og hjálminn og honum fannst þetta ekkert smá gaman. Hann er lang minnstur og léttastur í liðinu sínu, en verður sennilega seigur sem „running back".

Gísli og Svana eru búin að fá að vita hver bekkjarkennarinn þeirra verður í vetur. Haldiði að kennarinn hans Gísla hafi ekki verið klappstýra hjá NBA liðinu okkar, Minnesota Timberwolves, í fyrra. Ég get ekki beðið eftir fyrsta foreldra fundinum og ég hef trú á því að ég eigi eftir að fara á alla foreldrafundi sem ég mögulega get farið á í vetur!!!!!!!! (Þorgrímur Þráinsson segir að það sé allt í lagi að horfa)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég hef einmitt búið erlendis í 5 ár en þó fengið að heyra Bjössa lýsa og það er óborganlegt, lýsingin eftir hans eigið hlaup á Landsmótinu á Króknum er í uppáhaldi hjá mér. Ég væri til í að hafa hann hér í Dk að lýsa, reyndar lítið sýnt frá frjálsum á dönskum stöðvum en Svíar eru duglegir.

Ég var á Íslandi í 7 vikur í sumar og ég get sagt þér að ég var glaður þegar hitinn fór niður fyrir 20 gráður, ég held ég sé ekki gerður fyrir meira. Allavega líður mér ekkert alltof vel í þessum hita og raka sem er hér í DK.

Mega gestir koma með á foreldrafundi?

Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2008 kl. 08:43

2 identicon

Þú bloggar þá væntanlega um þessa foreldrafundi er það ekki? Það er ekki spurning að það lestrarefni gæti fengið mann til að glotta út í annað.

 Hafið það gott.

Auður Kjartans (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 18:42

3 identicon

þar sem ég er að vinda fötin mín eftir 4-1 sigur á Njarðvík....get ég ekki annað en verið sáttur með veðrið...en hamsturinn Tumi er mjög sorgmæddur eftir að þið fóruð...hann var farin að trúa því að þið munduð taka hann með til minnisótastrím ! Þar ætti hann bróðir sem heitir Geirlimur...Stjarnan skeit á sig á Ólafsvík...Rolex ruglið heldur áfram...ég skammaði Zoran svo mikið að hann er að semja við ÍBV og ég tek sjálfur við liðinu...

kv Rocco

Rocco the great lover from Selfoss (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Komdu sæll ágæti sveitungi,

Rambaði hérna inn og langaði bara til að kasta á þig kveðju héðan frá St. Cloud, Minnesota...aðeins upp með ánni.   

Er Selfyssingur að uppruna og var búinn að heyra af þér og hetjulegri baráttu þinni við sjúkdóminn og jafnframt frábæra velgegni í skóla.  Þú ert frábær fyrirmynd og gangi þér sem allra best áfram!   Það er stórkostlegt að sjá að það er hægt að sigrast á og lifa með þessum sjúkdómi en því miður þekki ég til hans því móðir mín tapaði baráttunni við hann árið 2002. (stage 4 glioblastoma)

En en...Go Timberwolves!

Róbert Björnsson, 22.8.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband