Ég er listamaður......

Ekki það að ég sé snillingur í myndlist eða þess þáttar. Oooooooo-nei! Hins vegar er ég þannig forritaður að ég fúnkera engan veginn nema ég hafi lista yfir allt sem ég þarf að gera á hverjum dagi. Það er ekki það að ég sé með svo lélegt minni. Heldur felst í því einhver ólýsanleg ánægja að strika yfir hluti á listanum sem ég er búinn að klára. Til dæmis þegar ég var búinn í prófunum þá gekk ég um húsið, bílskúrinn, garðinn o.fl. með blað og penna og skrifaði niður alla hugsanlega (og óhugsanlega) hluti sem ég gæti gert í sumarfríinu. Sumt sem er á listanum geta flokkast undir smáatriði..... önnur eru stórverkefni. Ég endaði með 82 verkefni sem ég gæti tekið mér fyrir hendur!!!. Nú þegar er ég byrjaður að vinna í listanum og hann hefur skroppið verulega saman. Nú eru ekki nema 56 verkefni eftir!!! Ég er því án efa gríðarlegur listamaður!!!

Edda (systir Guðrúnar) og Davíð (maður hennar) og Arnór Daði (strákurinn þeirra) komu til okkar í síðustu viku. Þau komu að sjálfsögðu hlaðin af íslensku góðgæti, svo sem, flatbrauð, harðfist, lifrarpylsu, nammi af öllum stærðum og gerðum, malt, mix, KEA skyr, hangikéts álegg og ég veit ekki hvað og hvað......... Að vanda var það allt saman vel þegið og vinnum við hú hörfðum höndum í að éta það upp til agna.

Við vorum búin að fá lánað ferða-barnarúm fyrir Arnór Daða og um kvöldið fóru Edda og Davíð að reyna að setja rúmið saman. Það gekk heldur brösulega. Með semingi báðu þau um aðstoð frá hálfum heila húsbóndans. Ekki er að spyrja að því að það tók mig einungis nokkrar sekúntur að setja saman rúmið. Varð mér því að orði:„Oft veltir hálfur heili þungu hlassi".

Við fórum loksins okkar jómfrúmar ferð þetta árið til Pelican Lace. Þar var aldeilis guðdómlega dásamlegt. Sleiktum sólina, fórum út á bát að veiða, sigldum yfir vatnið og fórum á fyrsta Elvis show sumarsins, borðuðum mikið, skemmtum okkur mikið......... allt eins og það á að vera. Förum aftur um næstu helgi.... og helgina þar á eftir.... og helgina þar á eftir.... og helgina þar á eftir. Best að ég byrti nokkrar Pelican myndir hér á síðunni á næstunni.

Að lokuð.... ég keypti mér nýja sláttuvél í fyrra eftir að við fluttum í nýja húsið og notaði hana í ca. Tvo mánuði áður en ég lagði henni fyrir veturinn. Fjári góð TORO sláttuvél. Á henni stendur skýrum stöfum „Guaranteed to start in first or second pull" Það er frábært!! Ég á hins vegar í smá vandræðum með hana núna eftir vetrardvalann. ÞAÐ ER EKKI NOKKUR LEIÐ AÐ KOMA HENNI Í GANG!!. Ég er búinn að reyna svo oft að kippa í spottann að ég er orðinn hrikalega massaður í hægri hendinni og hæra meginn í bakinu. Ég gafst upp og fór með hana í viðgerð í dag. Fæ hana tilbaka eftir tvær vikur, þá verður sjálfsagt orðinn frumskógur í garðinum okkar, og ekki lengur hægt að sjá í húsið fyrir grasi!!! En svo bregðast krosstré sem önnur tré!. Mér finnst að það hefði frekar átt að standa á sláttuvélinni  „guaranteed to start in first or second time you use it"

Kv... Þórir

Ps. Þessi pistill er ekki stafsetninga-leiðréttur þar sem Guðrún er stödd í Iowa fylki. Innsláttarvillur eru því örugglega þó nokkrar í pistli þessum. Ef eitthvað er óskyljanlegt semdið þá meil til Bjössa á netfangið bjossi@motor-mouth.is og hann sjá um allar útskýringar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var miklu betra. 

Þetta skilst allt þrátt fyrir stafsetningarvillurnar, eini munurinn nú og í gamla daga er að nú geturðu afsakað þig með því að stafsetningin hafi verið skorin í burtu.

Annars er ég kominn til USA.  Er í Indianapolis núna og verð komin til Urbana Illinois á sunnudag.  Ég legg því til að þú prófir þessa bátsdruslu  þína almenninlega og siglir á honum eftir Missisippiánni frá Minnnisódastrím og til mín og komir nú einu sinni í heimsókn.  Þessi bátur er einskis virði getirðu bara siglt á honum á lygnu vatni til að hluta á feita eftirhermu syngja.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:21

2 identicon

Er ekki hægt að nota snjóblásarann sem þú keyptir á visa rað greiðslum á túnið líka ' ég verð reyndar að leggja fram kvörtun ! ég skrapp til Lanzarote sem er eyja rétt hjá Belgíu og Þröstur nýji vinur minn ( gamli þinn ) og hann heitt elskaða Skyr.is var með ásamt Sigga " afhverju " ....jesús minn....ég held að hann sé veikur... hann er svo mikil skræfa...ég reyndi að fá hann að kafa...nei....stökkva í fallhlíf...nei...skylmast...nei....taka sp bílalán..já....fara á nauta at...nei......pissa standandi...humm....liggja í sólbaði.....já.......flallaklifur....nei........tala um hvað allt var æði á Laugum ...já........gjóa augunum á tútturnar á Eydísi og Kollu....nei......hvað getur þú ráðlagt mér ( sem gamli vinur hans )  hvernig get ég hert hann upp ? er hugsanlegt að Bjössi hafi lagt hann í einelti þegar hann var lítill  ? getur verið að han sé einmanna ?...er hann í erfiðleikum með að ná sambandi við annað fólk ? Er hann með Toyotu veikina......er Kolla Skyr.is að kúga hann ?

kv Rocco

Rocco the great lover from Selfoss (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:45

3 identicon

Hérna vantaði nokkuð eldsneyti á vélina??
he he...

Stefán jak og co (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:45

4 identicon

Stafsetningin er orðin góð, miklu betri en hjá mörgum sem eiga að heita með heilan heila eða óskorinn heila amk. Það eru meira að segja innsláttar- og stafavillur í Mogganum. En líklega ertu bæði listamaður og snillingur.

Guðrún (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:18

5 identicon

Sæll frændi. Er þetta tvígengisvél ? Ef mér bregst ekki minnið (á samt að teljast með heilan heila - eða þannig), þá þurfti einhverja blöndu á þær vélar. Þarf nú að nefna þetta við afa þinn næst þegar ég heyri í honum, hann hefði nú ekki verið lengi að koma vélinni í gang fyrir þig. Hann sendi mér einu sinni sláttuvél sem hann "gerði upp" sem átti að fara á haugana en hann fékk að hirða. Hún gekk eins og klukka í nokkur ár. .. og ekki nóg með það. Saumavél fékk ég líka, með heima miksuðum straumbreyti, því þannig var að honum hafði áskotnast þessi fína vél sem keypt var og innflutt frá Amrikku. Hún náði að sauma nokkrar saumsprettur á mögru árunum. Þetta var nýtnin maður og ljóst að þessi gen hafir þú ekki fengið frændi.

Farðu vel með þig - má til að láta í ljós skoðun mína á hvurs vegna í ósköpunum þú varst að breyta bloggsíðunni - kunni svo ljómandi við hina. Á þessari er ekki hægt að skrifa komment fyrir trassa eins og mig sem ekki eru inni nema stundum.

Kær kveðja til Guðrúnar og barnanna. Hlakka til að hitta ykkur í sumar.

Sirra og co 

Sirra og co (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:05

6 identicon

Langaði bara að kasta kveðju á ykkur... hafið það alltaf sem best

bkv. Guðfinna og co.

Guðfinna Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:37

7 identicon

Og þú ert jafn latur og listamaður, skrifar ekki nema andinn sé yfir þér og mér sýnist andinn hafi fokið út í veður og vind í öllu þessu roki sem er búið að vera í miðvesturríkjunum síðustu daga.

Þú komst ekki í heimsókn á bátnum.  Mér segir svo hugur að þú hafir silgt á feitu eftirhermuna og hún beyglað bátinn svo mikið að hann sé ónýtur.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband